Rugluð frammistaða Clark skaut Iowa í undanúrslit og kveikti í samfélagsmiðlum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 2. apríl 2024 17:30 Caitlin Clark, númer 22, er hreinlega óstöðvandi um þessar mundir. Sarah Stier/Getty Images Iowa Hawkeyes er komið í undanúrslit (e. Final Four) í Marsfárinu í Bandaríkjunum en þar mætast bestu háskóla-körfuboltalið landsins. Um var að ræða liðin sem mættust í úrslitum í fyrra og þar hafði LSU betur. Caitlin Clark var í vígahug og vildi greinilega ná fram hefndum. Clark komst í fréttirnar fyrir ekki svo löngu þegar rapparinn Ice Cube bauð henni fúlgur fjár til að spila í körfuboltadeild á hans vegum. Upphæðin var margfalt hærri en það sem Clark mun þéna á fyrstu árum sínum í WNBA-deildinni í körfubolta. Hvað varðar leik Iowa og LSU þá var um að ræða leik sem var beðið eftir með mikilli eftirvæntingu. Ekki nóg með að Clark og frammistaða hennar í liði Iowa hafi vakið mikla athyglu heldur hefur Angel Reese, leikmaður LSU, einnig vakið mikla athygli fyrir vasklega frammistöðu sína. Var hún til að mynda valin besti leikmaður Final Four á síðasta ári. Að þessu sinni var það þó Clark og hennar ótrúlega hittni fyrir utan þriggja stiga línuna sem stal fyrirsögnunum í 94-87 sigri Hawkeyes. Skoraði hún 41 stig, gaf 12 stoðsendingar og tók 7 fráköst. Slík var frammistaðan að samfélagsmiðlar hreinlega loguðu. This photo of Caitlin Clark after clinching a trip back to the Final Four @IowaWBB pic.twitter.com/sPRIkL4I9B— ESPN (@espn) April 2, 2024 The Caitlin Clark effect pic.twitter.com/FY5zYwXlVg— Bleacher Report (@BleacherReport) April 2, 2024 Splash @CaitlinClark22 x #Hawkeyes pic.twitter.com/OioKS3au6F— Iowa Women's Basketball (@IowaWBB) April 2, 2024 CAITLIN CLARK IS UNREAL (via @iowawbb) pic.twitter.com/Af96TVTbUq— Bleacher Report (@BleacherReport) April 2, 2024 A lot of respect between Angel Reese and Caitlin Clark. Fierce competitors. They ve made the game better. pic.twitter.com/zpgYGytzMk— Dr. Lindsey Darvin (@DrLindseyDarvin) April 2, 2024 Reese átti einnig frábæran leik en hún skoraði 17 stig, tók 20 fráköst, gaf 4 stoðsendingar og varði 3 skot. Flau‘jae Johnson var stigahæst í liði LSU með 23 stig. Hjá Hawkeyes var Kate Martin næst stigahæst með 21 stig. Hailey Van Lith fékk það verkefni að dekka Caitlin í leiknum og verður að viðurkennast að það gekk vægast sagt skelfielga. Hefur Kim Mulkey, þjálfari LSU, fengið sinn skarf af gagnrýni fyrir að bregðast ekki við og reyna verjast Caitlin á annan hátt. Hailey Van Lith reaction got me crying pic.twitter.com/PuoB9LnpyJ— Ahmed/The Ears/IG: BigBizTheGod (@big_business_) April 2, 2024 Hailey Van Lith and LSU didn t have an answer for Caitlin Clark s shooting game pic.twitter.com/HdHB7zXM3B— FOX College Hoops (@CBBonFOX) April 2, 2024 Marsfárið 2024 tekur enda nú um helgina þegar South Carolina, NC State, UConn og Hawkeyes mætast í Cleveland. Körfubolti Bandaríski háskólakörfuboltinn Tengdar fréttir „Við höfum aldrei séð konu spila svona“ Vinsældir Caitlin Clark í Bandaríkjunum eru engu líkar en þessi 22 ára gamla körfuboltakona hefur breytt gríðarlega miklu með frábærri framgöngu sinni og um leið komið kvennakörfunni í sviðsljósið í bandarísku íþróttalífi. 6. mars 2024 11:01 Orðin stigahæst hjá báðum kynjum: Skaut Pistol Pete af toppnum Caitlin Clark varð í gær stigahæsti leikmaður í sögu bandaríska háskólakörfuboltans og skiptir þar engu hvort við erum að tala um karla eða konur. 4. mars 2024 07:16 Miklu dýrara að komast inn á kvennakörfuleik en á stórleik í NBA Mikill áhugi á bandarísku körfuboltakonunni Caitlin Clark kemur vel fram í uppsprengdu verði á leiki Iowa háskólaliðsins. 1. mars 2024 15:31 Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Fótbolti „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Fleiri fréttir Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Sjá meira
Caitlin Clark var í vígahug og vildi greinilega ná fram hefndum. Clark komst í fréttirnar fyrir ekki svo löngu þegar rapparinn Ice Cube bauð henni fúlgur fjár til að spila í körfuboltadeild á hans vegum. Upphæðin var margfalt hærri en það sem Clark mun þéna á fyrstu árum sínum í WNBA-deildinni í körfubolta. Hvað varðar leik Iowa og LSU þá var um að ræða leik sem var beðið eftir með mikilli eftirvæntingu. Ekki nóg með að Clark og frammistaða hennar í liði Iowa hafi vakið mikla athyglu heldur hefur Angel Reese, leikmaður LSU, einnig vakið mikla athygli fyrir vasklega frammistöðu sína. Var hún til að mynda valin besti leikmaður Final Four á síðasta ári. Að þessu sinni var það þó Clark og hennar ótrúlega hittni fyrir utan þriggja stiga línuna sem stal fyrirsögnunum í 94-87 sigri Hawkeyes. Skoraði hún 41 stig, gaf 12 stoðsendingar og tók 7 fráköst. Slík var frammistaðan að samfélagsmiðlar hreinlega loguðu. This photo of Caitlin Clark after clinching a trip back to the Final Four @IowaWBB pic.twitter.com/sPRIkL4I9B— ESPN (@espn) April 2, 2024 The Caitlin Clark effect pic.twitter.com/FY5zYwXlVg— Bleacher Report (@BleacherReport) April 2, 2024 Splash @CaitlinClark22 x #Hawkeyes pic.twitter.com/OioKS3au6F— Iowa Women's Basketball (@IowaWBB) April 2, 2024 CAITLIN CLARK IS UNREAL (via @iowawbb) pic.twitter.com/Af96TVTbUq— Bleacher Report (@BleacherReport) April 2, 2024 A lot of respect between Angel Reese and Caitlin Clark. Fierce competitors. They ve made the game better. pic.twitter.com/zpgYGytzMk— Dr. Lindsey Darvin (@DrLindseyDarvin) April 2, 2024 Reese átti einnig frábæran leik en hún skoraði 17 stig, tók 20 fráköst, gaf 4 stoðsendingar og varði 3 skot. Flau‘jae Johnson var stigahæst í liði LSU með 23 stig. Hjá Hawkeyes var Kate Martin næst stigahæst með 21 stig. Hailey Van Lith fékk það verkefni að dekka Caitlin í leiknum og verður að viðurkennast að það gekk vægast sagt skelfielga. Hefur Kim Mulkey, þjálfari LSU, fengið sinn skarf af gagnrýni fyrir að bregðast ekki við og reyna verjast Caitlin á annan hátt. Hailey Van Lith reaction got me crying pic.twitter.com/PuoB9LnpyJ— Ahmed/The Ears/IG: BigBizTheGod (@big_business_) April 2, 2024 Hailey Van Lith and LSU didn t have an answer for Caitlin Clark s shooting game pic.twitter.com/HdHB7zXM3B— FOX College Hoops (@CBBonFOX) April 2, 2024 Marsfárið 2024 tekur enda nú um helgina þegar South Carolina, NC State, UConn og Hawkeyes mætast í Cleveland.
Körfubolti Bandaríski háskólakörfuboltinn Tengdar fréttir „Við höfum aldrei séð konu spila svona“ Vinsældir Caitlin Clark í Bandaríkjunum eru engu líkar en þessi 22 ára gamla körfuboltakona hefur breytt gríðarlega miklu með frábærri framgöngu sinni og um leið komið kvennakörfunni í sviðsljósið í bandarísku íþróttalífi. 6. mars 2024 11:01 Orðin stigahæst hjá báðum kynjum: Skaut Pistol Pete af toppnum Caitlin Clark varð í gær stigahæsti leikmaður í sögu bandaríska háskólakörfuboltans og skiptir þar engu hvort við erum að tala um karla eða konur. 4. mars 2024 07:16 Miklu dýrara að komast inn á kvennakörfuleik en á stórleik í NBA Mikill áhugi á bandarísku körfuboltakonunni Caitlin Clark kemur vel fram í uppsprengdu verði á leiki Iowa háskólaliðsins. 1. mars 2024 15:31 Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Fótbolti „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Fleiri fréttir Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Sjá meira
„Við höfum aldrei séð konu spila svona“ Vinsældir Caitlin Clark í Bandaríkjunum eru engu líkar en þessi 22 ára gamla körfuboltakona hefur breytt gríðarlega miklu með frábærri framgöngu sinni og um leið komið kvennakörfunni í sviðsljósið í bandarísku íþróttalífi. 6. mars 2024 11:01
Orðin stigahæst hjá báðum kynjum: Skaut Pistol Pete af toppnum Caitlin Clark varð í gær stigahæsti leikmaður í sögu bandaríska háskólakörfuboltans og skiptir þar engu hvort við erum að tala um karla eða konur. 4. mars 2024 07:16
Miklu dýrara að komast inn á kvennakörfuleik en á stórleik í NBA Mikill áhugi á bandarísku körfuboltakonunni Caitlin Clark kemur vel fram í uppsprengdu verði á leiki Iowa háskólaliðsins. 1. mars 2024 15:31
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum