Skelfileg titilvörn Tindastóls: „Rosalega fljótir að verða litlir í sér“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 31. mars 2024 09:01 Tindastólsmenn töpuðu bikarúrslitaleiknum og svo aftur í algjörum úrslitaleik á móti Hetti. Vísir/Hulda Margrét Íslandsmeistarar Tindastóls misstu sigur sér úr greipum gegn Hetti í næstsíðustu umferð Subway deildar karla. Titilvörn þeirra er nú í mikilli hættu og útlit er fyrir að liðið komist ekki inn í úrslitakeppnina. Subway Körfuboltakvöld ræddi Tindastólsliðið og stöðuna sem liðið er nú í fyrir lokaumferðina. „Þeir spiluðu frábæra vörn og leikmenn Hattar áttu engin svör. Maður hélt að Tindastóll væri að fara að sigla þessu þægilega en þeir hafa bara verið í vandræðum í síðari hálfleik allt tímabilið“ sagði þáttastjórnandinn Stefán Árni Pálsson. „Um leið og Tindastóll lendir í einhverjum erfiðleikum, fá eitthvað kjaftshögg, eru þeir rosalega fljótir að verða litlir í sér“ bætti Ómar Örn Sævarsson við. „Svo langt frá því að vera Tindastólsliðið sem kláraði þetta allt saman í fyrra“ skaut Sævar Sævarsson inn í. „Þeir eru búnir að vera undir pressu allt tímabilið, allir að spá þeim titlinum frá byrjun en þetta er bara aldrei búið að ganga vel. Tímabilið hefur bara verið skelfilegt frá A-Ö.“ Þáttastjórnandinn Stefán Árni velti þá fyrir sér því síendurtekna vandamáli Tindastóls að þeir spila yfirleitt alltaf verr í seinni hálfleik en þeim fyrri. Hann benti á að ákvarðanataka verði verri þegar menn þreytast og spurði sérfræðingana hvort liðið væri mögulega bara ekki í nógu góðu formi. Sævar benti þá á erfiðleika liðsins og taldi upp fjölda leikmanna sem hafa gengið í gegnum meiðsli en viðurkenndi að hlutirnir „væru bara ekki alveg að ganga“. Klippa: Skelfileg titilvörn Tindastóls Innslagið allt úr Subway Körfuboltakvöldi má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Subway-deild karla Körfuboltakvöld Tindastóll Mest lesið Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Handbolti Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann Íslenski boltinn „Ég fer bara sáttur á koddann“ Íslenski boltinn Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Fleiri fréttir „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Sjá meira
Subway Körfuboltakvöld ræddi Tindastólsliðið og stöðuna sem liðið er nú í fyrir lokaumferðina. „Þeir spiluðu frábæra vörn og leikmenn Hattar áttu engin svör. Maður hélt að Tindastóll væri að fara að sigla þessu þægilega en þeir hafa bara verið í vandræðum í síðari hálfleik allt tímabilið“ sagði þáttastjórnandinn Stefán Árni Pálsson. „Um leið og Tindastóll lendir í einhverjum erfiðleikum, fá eitthvað kjaftshögg, eru þeir rosalega fljótir að verða litlir í sér“ bætti Ómar Örn Sævarsson við. „Svo langt frá því að vera Tindastólsliðið sem kláraði þetta allt saman í fyrra“ skaut Sævar Sævarsson inn í. „Þeir eru búnir að vera undir pressu allt tímabilið, allir að spá þeim titlinum frá byrjun en þetta er bara aldrei búið að ganga vel. Tímabilið hefur bara verið skelfilegt frá A-Ö.“ Þáttastjórnandinn Stefán Árni velti þá fyrir sér því síendurtekna vandamáli Tindastóls að þeir spila yfirleitt alltaf verr í seinni hálfleik en þeim fyrri. Hann benti á að ákvarðanataka verði verri þegar menn þreytast og spurði sérfræðingana hvort liðið væri mögulega bara ekki í nógu góðu formi. Sævar benti þá á erfiðleika liðsins og taldi upp fjölda leikmanna sem hafa gengið í gegnum meiðsli en viðurkenndi að hlutirnir „væru bara ekki alveg að ganga“. Klippa: Skelfileg titilvörn Tindastóls Innslagið allt úr Subway Körfuboltakvöldi má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Subway-deild karla Körfuboltakvöld Tindastóll Mest lesið Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Handbolti Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann Íslenski boltinn „Ég fer bara sáttur á koddann“ Íslenski boltinn Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Fleiri fréttir „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Sjá meira