Kauphöllin

Kauphöllin

Fréttir úr Kauphöllinni á Íslandi og af skráðum félögum á markaði.

Fréttamynd

Skatturinn tekur á­­skrifta­r­réttindi Kviku til skoðunar

Skattayfirvöld hafa tekið til skoðunar hvort skattleggja eigi áskriftarréttindi í Kviku, sem voru seld starfsmönnum fjármálafyrirtækisins á árunum 2017 til 2019, sem launatekjur en ekki fjármagnstekjur. Niðurstaða í málinu mun varða tugi starfsmanna Kviku, jafnvel hátt í hundrað, og leiðréttingin á skattgreiðslum gæti hlaupið á hundruðum milljóna króna. 

Innherji
Fréttamynd

Selja allan fimmtungs­hlut sinn í fjár­festinga­fé­laginu Streng

Félög sem er stýrt af fjárfestunum Jóni Ásgeir Jóhannessyni og Sigurði Bollasyni hafa stækkað óbeinan eignarhlut sinn í SKEL fjárfestingafélagi eftir að hafa keypt samanlagt tuttugu prósenta hlut í Strengi. Seljendur bréfanna eru viðskiptafélagarnir Þórarinn Arnar Ævarsson og Gunnar Sverrir Harðarson en þeir fá meðal annars afhend bréf í Kaldalón í viðskiptunum og eru nú orðnir einir stærstu hluthafar fasteignafélagsins.

Innherji
Fréttamynd

Segir Icelandair hvorki bótaskylt né ábyrgt fyrir árekstrinum

Flugrekstrarstjóri segir halla á Icelandair í skýrslu um árekstur sem flugvél félagsins lenti í á Heathrow í fyrra. Óskýru verklagi flugvallarins og samskiptaleysi milli starfsmanna hans sé um að sakast. Korean Air sé bótaskylt í málinu af því flugvél Icelandair var kyrrstæð.

Innlent
Fréttamynd

Yfirtakan gæti staðið og fallið með Brimgörðum

Afstaða fjárfestingafélagsins Brimgarða, sem er langsamlega stærsti hluthafi Eikar fasteignafélags, til yfirtökutilboðsins sem keppinauturinn Reginn hefur lagt fram gæti ráðið úrslitum um það hvort yfirtakan nái fram að ganga.

Klinkið
Fréttamynd

Skoðar að selja á­fengi til mat­vöru­verslana

For­stjóri Öl­gerðarinnar segir að fyrir­tækið geti ekki annað en skoðað það hvort hægt verði að selja á­fengi til mat­vöru­verslana í kjöl­far yfir­lýsingar ráð­herra um lög­mæti sölunnar. Öl­gerðin hefur hingað til ekki selt á­fengi til net­verslana vegna ó­vissu um lög­mæti hennar.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Verðmatið á Regin áfram langt yfir markaðsgengi

Nýjasta verðmat Jakobsson Capital á fasteignafélaginu Reginn hljóðar upp á 38,6 krónur á hlut sem er 58 prósentum yfir markaðsgengi félagsins í dag. Ef samruni Regins og Eikar gengur í gegn myndi verðmatið hækka í allt að 41 krónu vegna samlegðaráhrifa og þá á eftir að taka mögulegan söluhagnað á fasteignum með í reikninginn.

Innherji
Fréttamynd

Fimm sjóðir keyptu nær helming seldra bréfa í útboði Hamp­iðjunnar

Íslenskir lífeyrissjóðir voru fyrirferðamestir í hlutafjárútboði Hampiðjunnar sem lauk í byrjun þessa mánaðar og keyptu stóran hluta þeirra bréfa sem var úthlutað til stærri fjárfesta. Þar munaði mestu um LSR sem er kominn í hóp allra stærstu hluthafa veiðarfæraframleiðandans eftir kaup sjóðsins.

Innherji
Fréttamynd

Þórhallur hættir hjá Sýn

Þórhallur Gunnarsson hefur sagt upp störfum sem framkvæmdastjóri fjölmiðla Sýnar. Þetta kemur fram í tilkynningu til Kauphallar. Hann segir átök um eignarhald hjá félaginu hafa fengið hann til að velta stöðu sinni fyrir sér.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Farþegar reiðir leiguflugvélum Icelandair

Upp á síðkastið hafa nokkrar flugferðir Icelandair verið með óhefðbundnu sniði en félagið leigir nú flota frá búlgarska flugfélaginu Fly2Sky auk þess sem Dash8 Q400 vél úr innanlandsflugi var bætt við flotann. Flugvélarnar sem um ræðir eru að sögn ósáttra farþega minni, háværari og ekki er boðið upp á skemmtikerfi á sætisbökum, sem er eitt aðaleinkenni Icelandair flugvéla.

Neytendur
Fréttamynd

„Fýsi­legasti kosturinn“ að Kvika selji TM til Ís­lands­banka

Jakobsson Capital telur líklegt að samrunaviðræður Íslandsbanka og Kviku ljúki þannig að tryggingafélagið TM og Kvika eignastýring, sem greiningarfyrirtækið verðmetur á samtals 57 milljarða króna, verði seld til Íslandsbanka. Á meðan markaðsvirði Kviku er svona lágt þykir greinandanum sala eigna fýsilegasti kosturinn í stöðunni en eftir stæði mjög arðsamt lánasafn.

Innherji