Sætanýtingin aldrei verið betri Atli Ísleifsson skrifar 9. september 2024 09:03 Af þeim farþegum sem flugu með PLAY í ágúst voru 25,9 prósent á leið frá Íslandi, 35,6 prósent voru á leið til Íslands og 38,5 prósent voru tengifarþegar (VIA). Vísir/Vilhelm Flugfélagið Play flutti 187.960 farþega í ágúst 2024, sem er 1,8 prósenta aukning frá ágúst í fyrra þegar félagið flutti 184.926 farþega. Sætanýtingin í nýliðnum ágústmánuði var 91,6 prósent, sem er met í einum mánuði hjá félaginu en um er að ræða 2,7 prósenta aukningu frá ágúst í fyrra þegar sætanýtingin var 88,9 prósent. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu en Play flaug til 32 áfangastaða í síðasta mánuði en af þeim voru 22 með yfir 90 prósenta sætanýtingu. „Á sama tíma og félagið náði metsætanýtingu var stundvísi félagsins 91,5% sem er umtalsvert hærra en hjá helstu samkeppnisaðilum félagsins. PLAY hefur nú verið stundvísasta félagið sem flýgur frá Keflavíkurflugvelli 13 mánuði í röð. Af þeim farþegum sem flugu með PLAY í ágúst voru 25,9% á leið frá Íslandi, 35,6% voru á leið til Íslands og 38,5% voru tengifarþegar (VIA). PLAY heldur áfram að bæta við sig hlutdeild á heimamarkaði. 48.694 farþegar flugu með félaginu frá Íslandi í ágúst 2024, samanborið við 41.112 farþega í ágúst 2023, sem er 18,4% vöxtur á milli ára,“ segir í tilkynningunni. Einar Örn Ólafsson, forstjóri flugfélagsins Play og einn stærsti einstaki hlutahafi þess.Vísir/Einar Ágústmánuðir snúnir í sölu Haft er eftir Einari Erni Ólafssyni, forstjóra Play, að félagið sé stolt af metsætanýtingunni í ágúst. „Þetta sýnir að það er tekið vel í þá þjónustu sem við bjóðum upp á þeim mörkuðum sem við störfum og að eftirspurnin hefur tekið við sér. Þetta afrek er sérstaklega eftirtektarvert því við náum því í ágústmánuði sem getur reynst snúinn í sölu því flestir eru aftur komnir í rútínu eftir sumarfrí. Þrátt fyrir það náðum við að fá fleiri í flugvélarnar okkar og auka þar með sætanýtinguna. Við erum einnig ánægð að sjá að farþegum sem fljúga til landsins fjölgar á milli ára og að talsverð aukning er á farþegum sem fljúga með okkur frá Íslandi. Þetta er staðfesting á því að íslenski markaðurinn er ánægður með okkar þjónustu og að ákvörðun okkar um að bjóða upp á frábært úrval af sólarlandaáfangastöðum er að borga sig. Ofan á allt þetta var stundvísi okkar í ágústmánuði 91,5 prósent, sem er stórbrotið afrek hjá samstarfsfólki mínu. Þetta þýðir að þrettánda mánuðinn í röð er PLAY stundvísasta flugfélagið, með mikil umsvif, sem flýgur frá Keflavíkurflugvelli. Þegar litið er til næstu mánaða er bókunarstaðan okkar betri en á sama tíma í fyrra og ég get ekki annað en verið fullur eftirvæntingar fyrir komandi tímum,“ segir Einar Örn. Play Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Farþegum fjölgaði um tíu prósent í ágúst Icelandair flutti 601 þúsund farþega í ágúst, eða tíu prósent fleiri en í ágúst 2023. Þar af voru 33 prósent á leið til Íslands, þrettán prósent frá Íslandi, 50 prósent ferðuðust um Ísland og fjögur prósent innan Íslands. Forstjóri félagsins segir félagið finna fyrir minni eftirspurn á markaðnum til Íslands. 6. september 2024 08:33 Mest lesið Segir aðför Eflingar með ólíkindum Viðskipti innlent Nánast allir íbúar með aðgang að sérkjörum Neytendur Hvað gefa vinnustaðir í jólagjöf? Fyrirtækjagjafir á Vísi Samstarf B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Atvinnulíf United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskipti erlent Fólki á helst að líða betur eftir vinnudaginn en þegar það mætti Atvinnulíf Slökkt á asanum: „Hljómar kannski auðveldlega en er það ekki“ Atvinnulíf Spá minnstu verðbólgunni í þrjú ár Neytendur Rekstrarfélag Ítalíu á Frakkastíg gjaldþrota Viðskipti innlent Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Segir aðför Eflingar með ólíkindum Áfram engar loðnuveiðar Rekstrarfélag Ítalíu á Frakkastíg gjaldþrota Segja fullyrðingar borgarfulltrúa um Carbfix ekki standast Spyr hvort Ísland vilji vera miðpunktur eða eftirbátur annarra Alls hlutu 130 viðurkenningu Jafnvægisvogarinnar í dag Fyrrverandi fréttastjóri og fleiri til Betri samgangna Ferðaþjónusturisi kaupir Fjaðrárgljúfur Fyrsta fatalínan í sögu Ikea mætt til landsins Ísleifur tekur við sem forstöðumaður hjá VÍS Taka flugið til Tyrklands Aflýsa flugi til og frá Orlando Mikill fjöldi fyrirtækja með ófullnægjandi netvarnir Már nýr meðeigandi hjá Athygli Ríkið gæti niðurgreitt losun flugfélaganna um þrjá milljarða Oculis á mikilli siglingu og Kauphöllin iðagræn Lokuðu Ítalíu á Frakkastíg eftir mótmæli Eflingar Sjarminn af sérverslun lifi góðu lífi Alma til Pipars\TBWA Uppsagnir hjá Veitum Auglýsingastofurnar finna fyrir samdrætti Bankarnir verði að lækka vexti jafnhratt og þeir hækkuðu Landsbankinn rekur lestina og lækkar vexti Loks opnað fyrir umsóknir um hlutdeildarlán Bogi og Linda kaupa af Heimum fyrir milljarða Borgin fær milljarða fyrir síðasta þéttingarreit miðborgarinnar Bein útsending: Viðtöl við sérfræðinga um mannauðsmál Uppreisnarleiðtogi snýr heim og tekur við rekstri Hríseyjarbúðarinnar Sýna áhuga á eignum Skagans 3X Indó lækkar líka vexti Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu en Play flaug til 32 áfangastaða í síðasta mánuði en af þeim voru 22 með yfir 90 prósenta sætanýtingu. „Á sama tíma og félagið náði metsætanýtingu var stundvísi félagsins 91,5% sem er umtalsvert hærra en hjá helstu samkeppnisaðilum félagsins. PLAY hefur nú verið stundvísasta félagið sem flýgur frá Keflavíkurflugvelli 13 mánuði í röð. Af þeim farþegum sem flugu með PLAY í ágúst voru 25,9% á leið frá Íslandi, 35,6% voru á leið til Íslands og 38,5% voru tengifarþegar (VIA). PLAY heldur áfram að bæta við sig hlutdeild á heimamarkaði. 48.694 farþegar flugu með félaginu frá Íslandi í ágúst 2024, samanborið við 41.112 farþega í ágúst 2023, sem er 18,4% vöxtur á milli ára,“ segir í tilkynningunni. Einar Örn Ólafsson, forstjóri flugfélagsins Play og einn stærsti einstaki hlutahafi þess.Vísir/Einar Ágústmánuðir snúnir í sölu Haft er eftir Einari Erni Ólafssyni, forstjóra Play, að félagið sé stolt af metsætanýtingunni í ágúst. „Þetta sýnir að það er tekið vel í þá þjónustu sem við bjóðum upp á þeim mörkuðum sem við störfum og að eftirspurnin hefur tekið við sér. Þetta afrek er sérstaklega eftirtektarvert því við náum því í ágústmánuði sem getur reynst snúinn í sölu því flestir eru aftur komnir í rútínu eftir sumarfrí. Þrátt fyrir það náðum við að fá fleiri í flugvélarnar okkar og auka þar með sætanýtinguna. Við erum einnig ánægð að sjá að farþegum sem fljúga til landsins fjölgar á milli ára og að talsverð aukning er á farþegum sem fljúga með okkur frá Íslandi. Þetta er staðfesting á því að íslenski markaðurinn er ánægður með okkar þjónustu og að ákvörðun okkar um að bjóða upp á frábært úrval af sólarlandaáfangastöðum er að borga sig. Ofan á allt þetta var stundvísi okkar í ágústmánuði 91,5 prósent, sem er stórbrotið afrek hjá samstarfsfólki mínu. Þetta þýðir að þrettánda mánuðinn í röð er PLAY stundvísasta flugfélagið, með mikil umsvif, sem flýgur frá Keflavíkurflugvelli. Þegar litið er til næstu mánaða er bókunarstaðan okkar betri en á sama tíma í fyrra og ég get ekki annað en verið fullur eftirvæntingar fyrir komandi tímum,“ segir Einar Örn.
Play Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Farþegum fjölgaði um tíu prósent í ágúst Icelandair flutti 601 þúsund farþega í ágúst, eða tíu prósent fleiri en í ágúst 2023. Þar af voru 33 prósent á leið til Íslands, þrettán prósent frá Íslandi, 50 prósent ferðuðust um Ísland og fjögur prósent innan Íslands. Forstjóri félagsins segir félagið finna fyrir minni eftirspurn á markaðnum til Íslands. 6. september 2024 08:33 Mest lesið Segir aðför Eflingar með ólíkindum Viðskipti innlent Nánast allir íbúar með aðgang að sérkjörum Neytendur Hvað gefa vinnustaðir í jólagjöf? Fyrirtækjagjafir á Vísi Samstarf B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Atvinnulíf United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskipti erlent Fólki á helst að líða betur eftir vinnudaginn en þegar það mætti Atvinnulíf Slökkt á asanum: „Hljómar kannski auðveldlega en er það ekki“ Atvinnulíf Spá minnstu verðbólgunni í þrjú ár Neytendur Rekstrarfélag Ítalíu á Frakkastíg gjaldþrota Viðskipti innlent Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Segir aðför Eflingar með ólíkindum Áfram engar loðnuveiðar Rekstrarfélag Ítalíu á Frakkastíg gjaldþrota Segja fullyrðingar borgarfulltrúa um Carbfix ekki standast Spyr hvort Ísland vilji vera miðpunktur eða eftirbátur annarra Alls hlutu 130 viðurkenningu Jafnvægisvogarinnar í dag Fyrrverandi fréttastjóri og fleiri til Betri samgangna Ferðaþjónusturisi kaupir Fjaðrárgljúfur Fyrsta fatalínan í sögu Ikea mætt til landsins Ísleifur tekur við sem forstöðumaður hjá VÍS Taka flugið til Tyrklands Aflýsa flugi til og frá Orlando Mikill fjöldi fyrirtækja með ófullnægjandi netvarnir Már nýr meðeigandi hjá Athygli Ríkið gæti niðurgreitt losun flugfélaganna um þrjá milljarða Oculis á mikilli siglingu og Kauphöllin iðagræn Lokuðu Ítalíu á Frakkastíg eftir mótmæli Eflingar Sjarminn af sérverslun lifi góðu lífi Alma til Pipars\TBWA Uppsagnir hjá Veitum Auglýsingastofurnar finna fyrir samdrætti Bankarnir verði að lækka vexti jafnhratt og þeir hækkuðu Landsbankinn rekur lestina og lækkar vexti Loks opnað fyrir umsóknir um hlutdeildarlán Bogi og Linda kaupa af Heimum fyrir milljarða Borgin fær milljarða fyrir síðasta þéttingarreit miðborgarinnar Bein útsending: Viðtöl við sérfræðinga um mannauðsmál Uppreisnarleiðtogi snýr heim og tekur við rekstri Hríseyjarbúðarinnar Sýna áhuga á eignum Skagans 3X Indó lækkar líka vexti Sjá meira
Farþegum fjölgaði um tíu prósent í ágúst Icelandair flutti 601 þúsund farþega í ágúst, eða tíu prósent fleiri en í ágúst 2023. Þar af voru 33 prósent á leið til Íslands, þrettán prósent frá Íslandi, 50 prósent ferðuðust um Ísland og fjögur prósent innan Íslands. Forstjóri félagsins segir félagið finna fyrir minni eftirspurn á markaðnum til Íslands. 6. september 2024 08:33