Greiðslubyrði gæti farið hríðlækkandi á næsta ári Árni Sæberg skrifar 10. september 2024 10:32 Miðað er við vexti stóru bankanna þriggja í útreikningum fjármála- og efnahagsráðuneytisins. Vísir Samkvæmt greiningu fjármála- og efnahagsráðuneytisins gæti greiðslubyrði þrjátíu milljóna króna óverðtryggðs íbúðaláns á breytilegum vöxtum lækkað um fimmtíu þúsund króna á mánuði á næsta ári. Þetta er meðal þess sem kemur fram í fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2025, sem Sigurður Ingi Jóhannsson, fjármála- og efnahagsráðherra, kynnti í morgun. Heimilin sýnt fyrirhyggju Í fjárlagafrumvarpinu segir að heimilin í landinu hafi sýnt mikla ábyrgð og varið markverðum hluta kaupmáttarvaxtar, sem sé einstakur í Evrópu, í sparnað og niðurgreiðslu skulda. Skuldir heimilanna, í hlutfalli við tekjur og verga landsframleiðslu, séu þannig lágar í bæði sögulegum og alþjóðlegum samanburði. Fjármála- og efnahagsráðuneytið Ekki sé þó hægt að fara í grafgötur með það að hægar hefur gengið að vinda ofan af verðbólgu en vonir hafa staðið til. Ein bagalegasta birtingarmynd þess sé hátt vaxtastig og meiri vaxtabyrði heimila og fyrirtækja en gengið getur til lengdar. Áfangasigrar í baráttunni Í frumvarpinu segir að að áfangasigrar hafi unnist á öllum vígstöðvum í baráttunni við verðbólguna. Drifkraftar verðbólgu séu þrír; hnökrar á framboðshlið hagkerfisins geti drifið verðbólgu til skamms tíma, þróttmikil eftirspurn umfram getu hagkerfisins til verðmætasköpunar geti þrýst upp verðbólgu og í þriðja lagi geti væntingar um verðbólgu reynst sjálfnærandi og viðhaldið henni um langt skeið. Í öllum þessum þáttum hafi unnist mikilvægir áfangasigrar. Framleiðsluvandræði hafi verið mikilvægur drifkraftur verðbólgu við upphaf verðbólguskeiðsins, bæði vegna kórónuveirufaraldursins og afleiðinga innrásar Rússlands í Úkraínu. Þau séu að baki og drífa ekki lengur verðbólguna. Greinilegt sé að með ábyrgri hagstjórn sé að takast að draga úr eftirspurn og umsvifum. Þótt enn sé kraftur í innlendri eftirspurn hafi vöxtur í kortaveltu heimila og veltu fyrirtækja verið sáralítill um mánaðaskeið samhliða því að verulega hafi dregið úr innflutningsvexti. Eftir standi verðbólguvæntingar sem samkvæmt mælingum í könnunum og á skuldabréfamarkaði, að vísu með nokkurri óvissu, séu enn þá umfram markmið Seðlabankans. Jákvætt sé að gerðir hafi verið fjögurra ára kjarasamningar með launahækkunum sem samrýmast efnahagslegum stöðugleika til lengdar. „Það segir sitt um trúverðugleika efnahagsstefnunnar við að vinna bug á verðbólgu. Við höfum því náð mikilvægum árangri í baráttunni við verðbólguna á öllum helstu vígstöðvum hennar. Hún hefur enda hjaðnað umtalsvert og undirliggjandi verðbólga mælist nú í námunda við 4 prósent. Þar hafa allir armar hagstjórnar, peningastefnan, ríkisfjármálin og vinnumarkaðurinn, lagt hönd á plóginn.“ Greiðslubyrði gæti rokið niður spili Seðlabankinn með Þá segir að greiningaraðilar spái því allir að verðbólgan fari minnkandi. Lækki vextir Seðlabankans og íbúðalána í takt við verðbólguspá bankans gæti greiðslubyrði 30 milljóna króna óverðtryggðs íbúðaláns til 25 ára á breytilegum vöxtum lækkað um 50 þúsund krónur á mánuði, það er 600 þúsund krónur á ári, strax á fjórða ársfjórðungi næsta árs. „Það er því til mikils að vinna að halda rétt á spilunum og standa við gerðar áætlanir.“ Útreikningar miða við 30 m.kr. óverðtryggt lán til 25 ára á breytilegum vöxtum. Miðað er við meðalvexti stóru bankanna þriggja. Gert er ráð fyrir að vextir lækki í takt við hjöðnun verðbólgu skv. spá Seðlabankans.Fjármála- og efnahagsráðuneytið, Fjármálafyrirtæki Fjármál heimilisins Íslandsbanki Arion banki Landsbankinn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Tengdar fréttir Svona var kynning Sigurðar Inga á fjárlögum Sigurður Ingi Jóhannsson, fjármála- og efnahagsráðherra boðar til fréttamannafundar í fjármála- og efnahagsráðuneytinu klukkan 09 í dag. Á fundinum kynnir ráðherra fjárlagafrumvarp fyrir árið 2025. 10. september 2024 08:31 Mest lesið Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Viðskipti erlent Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Fjögur skip hefja leit að loðnu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Innlend greiðslumiðlun nauðsynleg til að tryggja þjóðaröryggi Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Strætómiðinn dýrari Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Sektuð fyrir að segjast vera best Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Yfirlýsingar í fjölmiðlum um verðhækkanir gætu verið lögbrot Fá á baukinn frá Neytendastofu fyrir skort á íslensku Lykilatriði að nota alltaf sama kortið til að greiða fargjaldið Verð á raforku rokið upp um tugi prósenta á einu ári Hægt að borga með korti í strætó Drekinn og King Kong fá á baukinn fyrir að auglýsa nikótínvörur Loka verslun í Smáralind Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Bilun hjá Símanum Freyju og Góu blöskrar ummæli frá Nóa Siríus ÁTVR hafi haldið dýrari og sterkari bjór að neytendum Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Dominos hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Sjá meira
Þetta er meðal þess sem kemur fram í fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2025, sem Sigurður Ingi Jóhannsson, fjármála- og efnahagsráðherra, kynnti í morgun. Heimilin sýnt fyrirhyggju Í fjárlagafrumvarpinu segir að heimilin í landinu hafi sýnt mikla ábyrgð og varið markverðum hluta kaupmáttarvaxtar, sem sé einstakur í Evrópu, í sparnað og niðurgreiðslu skulda. Skuldir heimilanna, í hlutfalli við tekjur og verga landsframleiðslu, séu þannig lágar í bæði sögulegum og alþjóðlegum samanburði. Fjármála- og efnahagsráðuneytið Ekki sé þó hægt að fara í grafgötur með það að hægar hefur gengið að vinda ofan af verðbólgu en vonir hafa staðið til. Ein bagalegasta birtingarmynd þess sé hátt vaxtastig og meiri vaxtabyrði heimila og fyrirtækja en gengið getur til lengdar. Áfangasigrar í baráttunni Í frumvarpinu segir að að áfangasigrar hafi unnist á öllum vígstöðvum í baráttunni við verðbólguna. Drifkraftar verðbólgu séu þrír; hnökrar á framboðshlið hagkerfisins geti drifið verðbólgu til skamms tíma, þróttmikil eftirspurn umfram getu hagkerfisins til verðmætasköpunar geti þrýst upp verðbólgu og í þriðja lagi geti væntingar um verðbólgu reynst sjálfnærandi og viðhaldið henni um langt skeið. Í öllum þessum þáttum hafi unnist mikilvægir áfangasigrar. Framleiðsluvandræði hafi verið mikilvægur drifkraftur verðbólgu við upphaf verðbólguskeiðsins, bæði vegna kórónuveirufaraldursins og afleiðinga innrásar Rússlands í Úkraínu. Þau séu að baki og drífa ekki lengur verðbólguna. Greinilegt sé að með ábyrgri hagstjórn sé að takast að draga úr eftirspurn og umsvifum. Þótt enn sé kraftur í innlendri eftirspurn hafi vöxtur í kortaveltu heimila og veltu fyrirtækja verið sáralítill um mánaðaskeið samhliða því að verulega hafi dregið úr innflutningsvexti. Eftir standi verðbólguvæntingar sem samkvæmt mælingum í könnunum og á skuldabréfamarkaði, að vísu með nokkurri óvissu, séu enn þá umfram markmið Seðlabankans. Jákvætt sé að gerðir hafi verið fjögurra ára kjarasamningar með launahækkunum sem samrýmast efnahagslegum stöðugleika til lengdar. „Það segir sitt um trúverðugleika efnahagsstefnunnar við að vinna bug á verðbólgu. Við höfum því náð mikilvægum árangri í baráttunni við verðbólguna á öllum helstu vígstöðvum hennar. Hún hefur enda hjaðnað umtalsvert og undirliggjandi verðbólga mælist nú í námunda við 4 prósent. Þar hafa allir armar hagstjórnar, peningastefnan, ríkisfjármálin og vinnumarkaðurinn, lagt hönd á plóginn.“ Greiðslubyrði gæti rokið niður spili Seðlabankinn með Þá segir að greiningaraðilar spái því allir að verðbólgan fari minnkandi. Lækki vextir Seðlabankans og íbúðalána í takt við verðbólguspá bankans gæti greiðslubyrði 30 milljóna króna óverðtryggðs íbúðaláns til 25 ára á breytilegum vöxtum lækkað um 50 þúsund krónur á mánuði, það er 600 þúsund krónur á ári, strax á fjórða ársfjórðungi næsta árs. „Það er því til mikils að vinna að halda rétt á spilunum og standa við gerðar áætlanir.“ Útreikningar miða við 30 m.kr. óverðtryggt lán til 25 ára á breytilegum vöxtum. Miðað er við meðalvexti stóru bankanna þriggja. Gert er ráð fyrir að vextir lækki í takt við hjöðnun verðbólgu skv. spá Seðlabankans.Fjármála- og efnahagsráðuneytið,
Fjármálafyrirtæki Fjármál heimilisins Íslandsbanki Arion banki Landsbankinn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Tengdar fréttir Svona var kynning Sigurðar Inga á fjárlögum Sigurður Ingi Jóhannsson, fjármála- og efnahagsráðherra boðar til fréttamannafundar í fjármála- og efnahagsráðuneytinu klukkan 09 í dag. Á fundinum kynnir ráðherra fjárlagafrumvarp fyrir árið 2025. 10. september 2024 08:31 Mest lesið Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Viðskipti erlent Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Fjögur skip hefja leit að loðnu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Innlend greiðslumiðlun nauðsynleg til að tryggja þjóðaröryggi Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Strætómiðinn dýrari Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Sektuð fyrir að segjast vera best Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Yfirlýsingar í fjölmiðlum um verðhækkanir gætu verið lögbrot Fá á baukinn frá Neytendastofu fyrir skort á íslensku Lykilatriði að nota alltaf sama kortið til að greiða fargjaldið Verð á raforku rokið upp um tugi prósenta á einu ári Hægt að borga með korti í strætó Drekinn og King Kong fá á baukinn fyrir að auglýsa nikótínvörur Loka verslun í Smáralind Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Bilun hjá Símanum Freyju og Góu blöskrar ummæli frá Nóa Siríus ÁTVR hafi haldið dýrari og sterkari bjór að neytendum Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Dominos hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Sjá meira
Svona var kynning Sigurðar Inga á fjárlögum Sigurður Ingi Jóhannsson, fjármála- og efnahagsráðherra boðar til fréttamannafundar í fjármála- og efnahagsráðuneytinu klukkan 09 í dag. Á fundinum kynnir ráðherra fjárlagafrumvarp fyrir árið 2025. 10. september 2024 08:31