Reitir og Eik kanna sameiningu Stjórnir fasteignafélaganna Eikar og Reita hafa samþykkt að ganga til viðræðna um mögulega sameiningu félaganna. Fasteignafélagið Reginn gerði nýverið yfirtökutilboð í allt hlutafé Eikar en stærsti eigandi félagsins lagðist gegn tilboðinu. Vill stjórn Eikar kanna hvort grundvöllur sé fyrir samruna við Reiti sem væri hluthöfum hagfelldari en fyrirhugað yfirtökutilboð. Viðskipti innlent 30. júní 2023 16:36
Öll félög hækkað eftir Alvotech vendingar Gengi allra skráðra félaga í Kauphöll Íslands hefur hækkað það sem af er degi eftir miklar lækkanir í gær. Líftæknifyrirtækið Alvotech er hástökkvari dagsins með 14,30 prósent hækkun en næst á eftir koma Sýn með 6,67 prósenta hækkun og Skel með 6,09 prósent. Þá hefur velta markaðarins verið umfram meðaltal mánaðarins bæði í dag og í gær. Viðskipti innlent 30. júní 2023 14:54
Gulli búinn að vinna síðustu vaktina Útvarps -og sjónvarpsmaðurinn góðkunni, Gulli Helga vann sína síðstu vakt í dag. Síðastliðin tíu ár hefur hann vaknað snemma og vakið þjóðina ásamt félögum sínum í Bítinu. Hann segist þakklátur fyrir tímann en framundan séu jafnframt spennandi verkefni. Lífið 30. júní 2023 13:30
Þungur baggi Íslandsbanka fælir Kviku frá samruna Hartnær fimm mánuðum eftir að samrunaviðræður hófust milli Kviku banka og Íslandsbanka ákvað stjórn Kviku að slíta viðræðunum. Stjórnin vísaði til „atburða síðustu daga“ en fór ekki í saumana á því hvers vegna ákveðið var að slíta viðræðum þegar ljóst var að ávinningurinn af samruna gæti orðið verulegur. Að baki ákvörðuninni liggur sú staðreynd að sátt Íslandsbanka við fjármálaeftirlitið, sem var áfellisdómur yfir vinnubrögðum bankans við útboð á eigin hlutum, getur haft svo víðtækar afleiðingar, bæði í pólitískum og viðskiptalegum skilningi, að stórar forsendur bresta. Klinkið 30. júní 2023 12:41
Fjárfestingafélag Róberts að selja í Lotus fyrir meira en 30 milljarða Fjárfestingafélagið Aztiq, aðaleigandi Alvotech og stýrt af Róberti Wessman, er að klára sölu á um helmingi af tæplega tuttugu prósenta eignarhlut sínum í samheitalyfjafyrirtækinu Lotus í Taívan. Áætla má að félagið muni fá um 250 milljónir Bandaríkjadala í sinn hlut við söluna en Róbert hefur sagt að Aztiq muni leggja Alvotech til frekari fjármuni til að styðja við reksturinn vegna tafa á markaðsleyfi í Bandaríkjunum. Hlutabréfaverð íslenska líftæknifélagsins hefur rokið upp um meira en tíu prósent í morgun. Innherji 30. júní 2023 10:26
Viðræðum Kviku og Íslandsbanka slitið: „Það kom mér á óvart hvernig þessar niðurstöður voru“ Forstjóri Kviku banka segir Íslandsbanka eftir sem áður gott fyrirtæki og að hann sjái vel fyrir sér að hægt verði að taka upp þráðinn í viðræðum um sameiningu félaganna tveggja, að loknum hluthafafundi Íslandsbanka. Viðskipti innlent 29. júní 2023 20:10
Segist maðurinn til að leiða bankann áfram og tekur varnaðarorðum VR alvarlega Formaður VR segir félagið hætta milljarða viðskiptum sínum við Íslandsbanka ef bankinn telji það eitt duga að bankastjórinn hætti störfum vegna fjölmargra brota við útboð bankans á hlut ríkisins í fyrra. Nýr bankastjóri leggur áherslu á að bankinn bregðist við umbótakröfum Fjármálaeftirlitsins og segir sjálfsagt að biðjast afsökunar á því sem fór úrskeiðis. Viðskipti innlent 29. júní 2023 18:47
Kvika slítur samrunaviðræðum við Íslandsbanka „í ljósi atburða síðustu daga“ Stjórn Kviku banka telur ekki forsendur til þess að halda áfram viðræðum um mögulegan samruna við Íslandsbanka, sem hafa staðið yfir síðustu mánuði, og hefur því slitið þeim. Ekki var búið að komast að sameiginlegri niðurstöðu um skiptihlutföll. Innherji 29. júní 2023 16:45
Kvika slítur samrunaviðræðum við Íslandsbanka Kvika banki hefur tilkynnt að bankinn hafi slitið viðræðum um mögulegan samruna bankans við Íslandsbanka. Þetta kemur fram í tilkynningu frá bankanum til Kauphallarinnar. Íslandsbanki segist sammála þeirri ákvörðun. Viðskipti innlent 29. júní 2023 16:14
Lægra olíuverð dró niður afkomu Haga Hagnaður Haga dróst saman um 30 prósent á milli ára og nam 653 milljónum króna á fyrsta árfjórðungi. Stjórnendur segja að á tímabilinu sem sé til samanburðar hafi afkoman verið „óvenju sterk“. Í ljósi þess að heimsmarkaðsverð á olíu lækkaði töluvert á milli ára, en það leiðir til lægri framlegðar af sölu til stórnotenda, dróst rekstrarhagnaður Olís saman um 63 prósent á milli ára. Innherji 29. júní 2023 13:02
Tafir á innkomu á Bandaríkjamarkað þurrkar út 25 milljarða af virði Alvotech Hlutabréfaverð Alvotech hefur fallið um liðlega sjö prósent eftir að ljóst varð seint í gærkvöldi að umsókn íslenska líftæknilyfjafélagsins um markaðsleyfi í Bandaríkjunum fyrir sitt stærsta lyf yrði ekki samþykkt að svo stöddu af hálfu Matvæla- og lyfjaeftirlitsins (FDA) þar í landi. Áætla má að handbært fé Alvotech geti numið yfir 180 milljónum Bandaríkjadala miðað við áform stærsta hluthafans um að leggja því til aukið fjármagn til að standa straum af kostnaði við rekstur og fjárfestingar á komandi mánuðum. Innherji 29. júní 2023 11:26
Einkavædd einkavæðing Fjármálaráðherra hneykslast á þeim sem vilja kalla hann til ábyrgðar vegna alvarlegra og kerfislægra lögbrota sem framin voru við sölu á eignarhluta ríkisins í Íslandsbanka síðastliðið vor. Sama hneykslun birtist í viðbrögðum forstjóra og stjórnarformanns Bankasýslunnar við spurningum á opnum fundi efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis í gær. Skoðun 29. júní 2023 10:30
Alvotech fær ekki markaðsleyfi fyrir hliðstæðu Humira að svo stöddu Matvæla- og lyfjastofnun Bandaríkjanna mun ekki afgreiða umsókn Alvotech um markaðsleyfi fyrir AVT02, hliðstæðulyf Humira, að svo stöddu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu. Viðskipti innlent 29. júní 2023 06:36
Sláandi að menn telji enn söluna hafa verið farsæla Þingmenn stjórnarandstöðu telja mörgum spurningum enn ósvarað um mál Íslandsbanka. Bankasýslan segir ábyrgðina liggja hjá bankanum og að útboðið hafi verið eitt það farsælasta í Evrópu. Viðskipti innlent 28. júní 2023 22:00
Hagar högnuðust um tæplega 700 milljónir Hagnaður Haga á fyrsta fjórðingi ársins var 653 milljónir króna, tæplega þrjú hundruð milljónum króna minni en á síðasta ári. Forstjórinn segir starfsemi félagsins heilt yfir hafa gengið vel. Viðskipti innlent 28. júní 2023 19:29
Katastrófísk krísustjórnun Íslandsbanka Þeir sem sinna almannatengslum klóra sér margir hverjir í kolli vegna viðbragða Birnu Einarsdóttur fyrrverandi bankastjóra Íslandsbanka og samskiptadeildar bankans í aðdraganda þess að hún þurfti svo nauðbeygð að segja upp störfum. Innlent 28. júní 2023 17:15
Íslandsbankasalan eitt farsælasta útboðið í Evrópu Stjórnarmenn Bankasýslu ríkisins segja það hafa verið mikil vonbrigði að ekki hafi verið farið að lögum við sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Þeir standa við orð sín um að hlutafjárútboðið hafi verið það farsælasta í Íslandssögunni og segja það eitt af farsælli útboðum Evrópu. Viðskipti innlent 28. júní 2023 15:58
Greinendur mjög ósammála um virði skráðu fasteignafélaganna Íslenskir hlutabréfagreinendur hafa mjög ólíkar skoðanir á því hvernig meta skuli virði skráðu fasteignafélögin en himinn og haf aðskilur verðmatsgengi IFS greiningar annars vegar og Jakobsson Capital hins vegar. Innherji 28. júní 2023 15:06
Ekki hægt að gera starfsmenn persónulega ábyrga fyrir sektargreiðslum Hægt er að hafa fullt traust á íslensku fjármálakerfi þrátt fyrir þá atvikalýsingu sem lesa má um í sátt Fjármálaeftirlitsins við Íslandsbanka vegna sölunnar á hlut ríkisins í bankanum. Betra væri að ræða um játningu en sátt. Þetta er meðal þess sem fram kom á opnum fundi í efnahags-og viðskiptanefnd fyrir skemmstu. Fulltrúar frá Seðlabankanum voru gestir á fyrri hluta fundarins. Viðskipti innlent 28. júní 2023 14:34
Bein útsending: Ræða brot Íslandsbanka á nefndarfundi Brot Íslandsbanka við sölumeðferð eignarhluta ríkisins í bankanum verða til umræðu á opnum fundi efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis sem hefst klukkan 13. Innlent 28. júní 2023 12:15
Boðað til hluthafafundar í lok júlí Finnur Árnason, formaður stjórnar Íslandsbanka, segir að boðað verði til hluthafafundar bankans þann 28. júlí. Hann segir síðustu daga hafa verið erfiða. Nýr bankastjóri er tekinn við. Viðskipti innlent 28. júní 2023 11:59
Hlutabréfaverð ISB réttir úr kútnum við brotthvarf Birnu Gengi hlutabréfa Íslandsbanka, sem hafði fallið skarpt fyrstu tvo daga vikunnar, hefur hækkað um meira en þrjú prósent í fyrstu viðskiptum í Kauphöllinni í morgun. Gengishækkunin kemur í kjölfar þess tilkynnt var um það fyrr í nótt að samið hefði verið um starfslok Birnu Einarsdóttur eftir að bankinn braut fjölmörg lög og innri reglur félagsins við sölu á hlutum í sjálfum í útboði ríkisins í fyrra. Innherji 28. júní 2023 10:44
Ótrúverðugt að „undirbúningur upp á tíu“ hafi leitt til niðurstöðu „drekkhlöðnum lögbrotum“ „Við þurfum að fá að sjá spilin um það hver var aðdragandinn því það er einfaldlega ekki trúverðugt að einhver undirbúningur hafi verið upp á tíu hafi leitt til niðurstöðu sem er drekkhlaðin lögbrotum.“ Innlent 28. júní 2023 10:26
Jón Guðni ráðinn bankastjóri af stjórn Íslandsbanka Stjórn Íslandsbanka hefur komist að samkomulagi við Birnu Einarsdóttur um starfslok hennar hjá bankanum og ráðið Jón Guðna Ómarsson í starf bankastjóra. Jón Guðni hefur gegnt starfi framkvæmdastjóra fjármála bankans og mun sinna því áfram þar til ráðið hefur verið í þá stöðu. Viðskipti innlent 28. júní 2023 06:26
Birna lætur af störfum hjá Íslandsbanka Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, hefur ákveðið að stíga til hliðar „með hagsmuni bankans að leiðarljósi“. Segist hún gera það til að „ró geti myndast vegna sáttar Íslandsbanka við fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands“. Viðskipti innlent 28. júní 2023 06:07
Yfirgefa Íslandsbanka og vilja að stjórnendur greiði sekt úr eigin vasa Stjórn Neytendasamtakanna hefur tekið ákvörðun um að færa viðskipti félagsins frá Íslandsbanka vegna þeirra brota sem stjórnendur hans hafa gerst uppvísir að í tengslum við sölu hluta í bankanum. Viðskipti innlent 27. júní 2023 23:50
Bjarni segir erfitt að spá fyrir um framtíð stjórnarsamstarfsins Nú ásama tíma og fylgi stjórnarflokkanna hefur aldrei mælst minna ríkir mikil óvissa um framtíð stjórnarsamstarfsins vegna deilna um tímabundið hvalveiðibann ofan á mjög ólíkar áherslur í málefnum útlendinga. Innlent 27. júní 2023 20:01
Nefndarfundurinn verður opinn eftir allt saman Fundur efnahags-og viðskiptanefndar þingsins á morgun verður opinn og hefst klukkan eitt eftir hádegi. Fundað verður um brot Íslandsbanka við sölumeðferð á eignarhluta ríkisins í bankanum. Viðskipti innlent 27. júní 2023 16:53
Brotin geti haft mikið að segja um orðspor Íslandsbanka Það að Íslandsbanki hafi hvorki greint hagsmunaárekstra með fullnægjandi hætti né tryggt að þeir sköðuðu ekki hagsmuni viðskiptavina þegar bankinn seldi hluti í sjálfum sér er ein af stærstu orðsporsáhættum bankans í sáttinni við fjármálaeftirliti Seðlabanka Íslands. Þetta segir Andri Fannar Bergþórsson, dósent við lagadeild Háskólans í Reykjavík, lögmaður hjá Advel lögmönnum og fyrrverandi nefndarmaður í fjármálaeftirlitsnefnd. Innherji 27. júní 2023 12:11
Vilja að pólitísk ábyrgð í Íslandsbankamálinu sé skoðuð betur Þingflokkur Viðreisnar hefur farið fram á að Alþingi verði kallað saman sem fyrst vegna niðurstöðu Fjármálaeftirlitsins um lögbrot við sölu Íslandsbanka. Forsætisráðherra segir ekkert tilefni fyrir þing til að koma saman. Innlent 27. júní 2023 12:00