Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Árshlutareikningur Sýnar hf. fyrir fyrstu sex mánuði ársins var samþykktur í dag. Rekstrarhagnaður fyrirtækisins á öðrum ársfjórðungi var 66 milljónir krónur. Viðskipti innlent 25.8.2025 21:57
Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Flugfélagið Fly Play hf. hefur lokið við útgáfu breytanlegs skuldabréfs til tveggja ára en umframeftirspurn var eftir bréfunum. Fjórar vélar verða starfræktar frá Íslandi í vetur, undir maltnesku flugrekstrarleyfi. Viðskipti innlent 25.8.2025 17:31
Viðsnúningur í óverðtryggðum íbúðalánum eftir innkomu Kviku á markaðinn Eftir langt tímabil þar sem heimilin hafa stöðugt verið að greiða upp óverðtryggð lán með veði í íbúð þá varð viðsnúningur í liðnum mánuði þegar þau jukust í fyrsta sinn í nærri þrjú ár. Áfram heldur að hægja nokkuð á lánavexti atvinnufyrirtækja en þau eru sömuleiðis hætt að sækja í verðtryggða fjármögnun. Innherjamolar 25.8.2025 17:26
Gengi JBTM nálgast hæstu hæðir og greinendur hækka verðmat sitt á félaginu Innherjamolar 24.8.2025 12:49
Vægi heimila meðal eigenda hlutabréfasjóða ekki minna frá því fyrir faraldur Innherjamolar 22.8.2025 14:21
Tinna ráðin yfir til Alvotech Tinna Molphy, sem stýrði fjárfestatengslum hjá Marel um árabil, hefur verið ráðin yfir til líftæknilyfjafyrirtækisins Alvotech. Innherjamolar 21. ágúst 2025 18:00
Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna Síldarvinnslan í Neskaupstað hefur gefið vilyrði fyrir að skrá sig fyrir hlutum í Arctic fish fyrir um tvo milljarða króna í hlutafjáraukningu félagsins. Félagið hefur boðað hlutafjáraukninguna til þess að bæta eiginfjárhlutfall sitt, en félagið tapaði um 637 milljónum króna á fyrri hluta þessa árs. Viðskipti innlent 21. ágúst 2025 14:52
Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Íslenska steinefnadrykkjafyrirtækið Happy Hydrate hefur hafið sölu á orkudrykkjum. Skammt er síðan stjórnarmaður í Ölgerðinni rakkaði drykkinn niður á samfélagsmiðlum, en fyrirtækin eru í virkri samkeppni. Viðskipti innlent 20. ágúst 2025 18:05
Erum nánast háð því að lífeyrissjóðirnir fari út með um hundrað milljarða á ári Þegar það fer að róast um hjá ferðaþjónustunni og lífeyrissjóðirnir fara á nýjan leik að bæta í gjaldeyriskaupin mun raungengi krónunnar, sem eru sögulega hátt um þessar mundir, án vafa leiðréttast en spurningin er hins vegar aðeins hversu mikið, að sögn sérfræðings á gjaldeyrismarkaði. Framan af ári hafa lífeyrissjóðirnir keypt minna af gjaldeyri en á tímum faraldursins og mögulega er gjaldeyrisöflun þjóðarbúsins það sterk að við erum háð því að sjóðirnir fari út með hátt í hundrað milljarða á ári eigi koma í veg fyrir „ósjálfbært“ raungengi. Innherji 19. ágúst 2025 16:23
Bubbi segir Hróa Hattar-brag á stuldinum Bubbi Morthens, einn ástsælasti tónlistarmaður þjóðarinnar, hefur tjáð sig um hraðbankaþjófnað sem varð í Mosfellsbæ í nótt. Bubbi segir stuldinn hafa minnt sig á goðsagnapersónuna Hróa Hött. Lífið 19. ágúst 2025 15:21
Vanguard og Vanguard áhrifin Vonandi fara Vanguard áhrifin að hafa einhver áhrif hér á landi en það gerist ekki á meðan reglur eru hamlandi fyrir almenna fjárfesta hérlendis að fjárfesta í sjóðum eins og Vanguard. Slíkar hamlanir eru hagfelldar fyrir íslensku fjármálafyrirtækin en ekki almenna fjárfesta. Umræðan 19. ágúst 2025 13:32
Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Árni Sigurðsson, forstjóri Marel, er tekjuhæsti forstjórinn í nýju blaði Frjálsrar verslunar yfir tekjur Íslendinga árið 2024. Árni var með rúmar 40 milljónir á mánuði í tekjur. Viðskipti innlent 19. ágúst 2025 12:01
Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Þjófar stálu hraðbanka Íslandsbanka og milljónum sem í honum voru þegar þeir brutust inn í hraðbankaútibú Íslandsbanka í nótt. Hraðbankinn var staðsettur við bæjarskrifstofur Mosfellsbæjar í Þverholti í Mosfellsbæ. Fleiri en einn er grunaður um þjófnaðinn samkvæmt lögreglu og er grunur um að grafan sem var notuð við þjófnaðinn hafi verið tekin á byggingarsvæði á Blikastaðalandi. Innlent 19. ágúst 2025 08:31
Ráðin framkvæmdastjóri Frama Kristín Hildur Ragnarsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Frama. Viðskipti innlent 19. ágúst 2025 07:14
Bandarískt fjárfestingafélag bætist í hóp stærri erlendra hluthafa í Alvotech Fjárfestingafélagið Heights Capital Management er komið með nokkuð drjúgan hlut í Alvotech, sem það eignaðist í tengslum við uppgjör á breytanlegum bréfum sem Alvotech tók yfir við kaup á þróunarstarfsemi Xbrane, og er meðal stærri erlendra fjárfesta í hlutahafahópi líftæknilyfjafélagsins. Bandaríski bankinn Morgan Stanley var langsamlega umsvifamestur á söluhliðinni með Alvotech á öðrum fjórðungi þegar hann losaði um meginþorra allra bréfa sinna. Innherjamolar 18. ágúst 2025 16:54
Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Grétar Br. Kristjánsson lögmaður er látinn, 87 ára að aldri. Sem einn af lykilstjórnendum Loftleiða og síðar Flugleiða var hann einn valdamesti maður íslenska fluggeirans um áratugaskeið. Hann er sá sem lengst allra sat í stjórn Flugleiða, í 32 ár, þar af sem varaformaður stjórnar í 18 ár, en stóð þó jafnan utan sviðsljóssins. Innlent 18. ágúst 2025 12:12
Hver eru rökin fyrir því að lækka vexti um 25 punkta, þvert á spár greinenda? Greinendur reikna fastlega með því að vöxtum verði haldið óbreyttum þegar peningastefnunefnd kynnir ákvörðun sína á miðvikudaginn enda ekki útlit fyrir að verðbólgan lækki á næstunni. Þótt spennan sé lítil með sjálfa vaxtaákvörðunina verður áhugaverðara að heyra tóninn í yfirlýsingu nefndarinnar og þá hafa hagfræðingar Arion banka jafnframt týnt til helstu rök fyrir því að halda áfram með vaxtalækkunarferlið. Innherjamolar 18. ágúst 2025 10:13
RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor emerítus í íslenskri málfræði við Háskóla Íslands, segir Ríkisútvarpið ekki bara grafa undan íslenskunni heldur einnig undan eigin tilvist með því að birta auglýsingu Sýnar. Innlent 17. ágúst 2025 23:31
Gengi Alvotech tók dýfu með óvæntum söluþrýstingi eftir uppgjör yfir spám Þrátt fyrir að uppgjör Alvotech á öðrum fjórðungi hafi á flesta mælikvarða verið talsvert yfir spám greinenda tók gengi bréfa félagsins væna dýfu fljótlega eftir að markaðir opnuðu daginn eftir. Mikið framboð af bréfum til sölu kom þá inn á markaðinn í gegnum erlendar fjármálastofnanir. Innherji 17. ágúst 2025 13:43
Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Þrjár nýjar Airbus-þotur bætast í flota Icelandair í vetur. Þær koma til viðbótar þeim fjórum þotum sem félagið er þegar búið að fá afhentar frá evrópska flugvélaframleiðandum. Þar með verða alls sjö Airbus A321LR-þotur komnar í rekstur félagsins fyrir næsta vor. Viðskipti innlent 17. ágúst 2025 09:39
Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ Samtök áhugafólks um fagna spilafíkn viðbrögðum Fjölmiðlanefndar, sem sektaði í gær Símann fyrir að auglýsa veðmálasíðu sem hafði ekki starfsleyfi á Íslandi. Formaður samtakanna segir það ekki koma á óvart að nánast ekkert eftirlit sé með ólöglegum veðmálasíðum hér á landi enda sé lítið sem ekkert eftirlit með þeirri starfssemi sem er lögleg. Innlent 16. ágúst 2025 13:18
Þykir svartsýnin í verðlagningu skuldabréfa „keyra úr hófi fram“ Miðað við þá „Ódysseifsku leiðsögn“ sem peningastefnunefndin hefur gefið út er ljóst að næstu skref í vaxtaákvörðunum munu aðallega ráðast af þróun verðbólgunnar, en horfurnar þar gefa ekki tilefni til bjartsýni um frekari vaxtalækkanir á árinu. Aðalhagfræðingur Kviku telur samt ekki þurfa stór frávik í komandi verðbólgumælingum til að setja lækkun vaxta aftur á dagskrá og undrast svartsýni skuldabréfafjárfesta sem verðleggja inn aðeins tvær vaxtalækkanir næstu þrjú árin. Innherji 16. ágúst 2025 12:53
Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Fjölmiðlanefnd hefur sektað Símann hf. um eina milljón króna fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu sem hafði ekki leyfi til að reka slíka starfsemi hér á landi. Viðskipti innlent 15. ágúst 2025 22:14
Fjárfestingafélag Soros komið með margra milljarða stöðu í JBT Marel Fjárfestingafélag í eigu hins heimsþekkta fjárfestis George Soros, sem hagnaðist ævintýralega þegar hann felldi breska pundið árið 1992, hefur bæst við hluthafahóp JBT Marel eftir að hafa keypt stóran hlut í félaginu á öðrum fjórðungi. Á sama tíma var umsvifamesti fjárfestingarsjóður í ríkiseigu á heimsvísu jafnframt að byggja upp enn stæri stöðu í félaginu en hlutabréfaverð JBT Marel hefur hækkað skarpt að undanförnu. Innherji 15. ágúst 2025 16:06
Olíufélögin hafi átt í samráði án þess að tala saman Alþýðusambandið stendur við ummæli sín um meint samráð olíufélaga en segja það hafa verið gert í þegjanda þófi. ASÍ hafnar alfarið ásökunum forstjóra N1 um óvönduð vinnubrögð í umfjöllun sinni um innlent olíuverð. Neytendur 15. ágúst 2025 15:18
Sjónvarpsapp Sýnar aðgengilegt í Samsung sjónvörpum Sjónvarpsapp Sýnar er nú aðgengilegt í Samsung sjónvörpum. Með appinu geta viðskiptavinir nálgast allt sjónvarpsefni Sýnar í sjónvarpinu án aukatækja. Samstarf 15. ágúst 2025 13:31