Það keppir enginn í maraþonhlaupi með sementspoka á bakinu Eitt aðaleinkenni íslensks atvinnulífs og Íslendinga almennt er dugnaður og útsjónarsemi. Í aldanna rás hafa Íslendingar unnið baki brotnu og tekist að byggja upp gott samfélag þar sem fólk hefur það almennt nokkuð gott þó auðvitað séu hér hópar sem hafa verið skildir eftir. Skoðun 5. janúar 2022 07:30
Hversu mikils virði er 1 króna til viðbótar? Laun og lífskjör Einfalt svar er að ein króna kaupir alltaf sama magn af vöru eða þjónustu óháð hver á hana. En það gefur okkur samt enga hugmynd um hvers virði krónunnar er í formi aukinnar lífshamingju eða notagildis. Það fer nefnilega eftir því hver fær krónuna. Skoðun 3. janúar 2022 07:30
Huggun harmi gegn að vera í góðum hópi kollega sem hafði rangt fyrir sér Efnahagsþróun á árinu 2021 hefur að mörgu leyti verið jákvæðari en vænst var í ársbyrjun, að sögn aðalhagfræðings Íslandsbanka. Til að mynda hafi hagvöxtur glæðst meira, atvinnuleysi hjaðnað hraðar og krónan styrkst nokkuð umfram það sem Greining Íslandsbanka gerði ráð fyrir. Viðskipti innlent 28. desember 2021 11:55
Telur líklegt að toppnum hafi verið náð Verðbólga mælist nú 5,1 prósent og hefur ekki mælst hærri í rúm níu ár. Fasteignaliðurinn vegur þungt í mælingunni en aðrir þættir ýta einnig undir verðbólgu. Aðalhagfræðingur Íslandsbanka telur að toppnum hafi verið náð. Viðskipti innlent 21. desember 2021 13:01
Verkalýðshreyfingin og gengi krónunnar Furðu sætir í aðdraganda nýrra kjarasamninga að verkalýðshreyfingin skilar auðu um gengið á „blessuðu“ krónunni okkar, ekkert hefur jafnmikil áhrif á kaupmátt launa okkar og verkalýðshreyfingin hefur enga skoðun á því! Skoðun 6. desember 2021 16:00
Ekki augljóst að fjárlögin muni styðja við lágt vaxtastig Það er ekki augljóst að rekstur ríkissjóðs á næstunni, eins og hann birtist í nýju fjárlagafrumvarpi sem Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra kynnti í gær, muni leggjast sérstaklega á sveif með að styðja við peningastefnu Seðlabanka Íslands í því skyni að viðhalda lægri vöxtum en ella. Innherji 1. desember 2021 07:01
Mál málanna Verðbólga er mál málanna þessa dagana en eftir nokkur ár af verðstöðugleika hér á landi er hún mætt aftur með töluverðum látum. Tólf mánaða verðbólga er búin að vera í kringum 4,5% allt árið og hefur ekki verið hærri frá árinu 2013. Uppsöfnuð verðbólga frá upphafi árs 2020 er að nálgast 10%. Umræðan 29. nóvember 2021 10:01
Verðbólga undir væntingum en myndin á eftir að skýrast Verðbólgumæling Hagstofu Íslands var undir væntingum greinenda í fyrsta sinn síðan í nóvember í fyrra. „Í stuttu máli má þannig segja að verðbólgan sé að reynast þrálát en þó ekki eins kraftmikil og væntingar voru um,“ segir Birgir Haraldsson, sjóðstjóri hjá Akta. Innherji 25. nóvember 2021 14:00
Hægt hefur á vexti peningamagns Hægt hefur á vexti peningamagns það sem af er ári eftir kraftmikinn vöxt á seinni hluta síðasta árs. Þetta kom fram í nóvemberhefti Peningamála, sem er gefið út af Seðlabankanum. Innherji 22. nóvember 2021 20:00
Hvað getur hið opinbera gert til að draga úr verðbólgunni? Verðbólgan hefur náð sér á strik undanfarna mánuði. Hún mældist 4,5% í síðasta mánuði og ýmsar spár gera ráð fyrir að hún verði um eða yfir 5% í þessum mánuði. Skoðun 19. nóvember 2021 11:30
Hótun verkalýðsleiðtoga yfirlýsing um að þeir ætli að semja um verðbólgu Seðlabankastjóri telur að það hafi verið „mistök“ af hálfu aðila vinnumarkaðarins að ná ekki saman í haust um að falla frá hinum svonefnda hagvaxtarauka á næsta ári, sem tryggir launafólki hlutdeild í ávinningnum þegar landsframleiðsla á hvern íbúa eykst, en hann mun að óbreyttu virkjast og leiða til enn meiri launahækkana en áður var spáð. Innherji 17. nóvember 2021 20:20
Versnandi verðbólguhorfur Verðbólguhorfur hafa versnað frá spá Seðlabanka Íslands í ágúst sem reiknar með að hún verði komin upp í 4,7 prósent undir lok þessa árs. Viðvarandi hækkun húsnæðisverðs og launa og verðs á hrávörum í útlöndum eru meginforsendurnar fyrir því að Seðlabankinn hækkaði meginvexti sína í morgun um 0,5 prósentustig. Viðskipti innlent 17. nóvember 2021 13:14
Seðlabankinn hækkar stýrivexti um 0,5 prósentur Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að hækka vexti bankans um 0,5 prósentur. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því tvö prósent. Viðskipti innlent 17. nóvember 2021 08:30
Spá því að stýrivextir verði hækkaðir um 0,25 prósentustig Hagfræðideild Landsbankans spáir því að stýrivextir verði hækkaðir um 0,25 prósentustig í næstu viku og fari úr 1,5% í 1,75%. Telur deildin nokkrar líkur á 0,5 prósentustiga hækkun en að hin niðurstaðan verið ofan á. Viðskipti innlent 12. nóvember 2021 09:06
Spá mestu verðbólgu í níu ár Hagfræðideild Landsbankans spáir 0,5% hækkun vísitölu neysluverðs milli mánaða og að verðbólga fari úr 4,5% í 5,0% í nóvember. Ársverðbólga hefur ekki mælst svo mikil frá því í júní 2012. Viðskipti innlent 11. nóvember 2021 10:55
Spá umtalsverðri hækkun verðbólgu í nóvember Greining Íslandsbanka spáir umtalsverðri hækkun ársverðbólgu og að hún mælist 5,1% í nóvember. Hún hefur ekki mælst svo mikil síðan um mitt ár 2012. Verðbólga mældist 4,5% í október en hækkandi íbúðaverð og innflutt verðbólga eru nú helstu áhrifaþættir þrálátrar verðbólgu. Viðskipti innlent 10. nóvember 2021 10:11
Telja að stýrivextir nái 4,25 prósentum árið 2023 Efnahagsbatinn er hafinn af fullum krafti og horfur eru á kröftugum hagvexti á þessu og næsta ári. Reiknað er með samfelldum hagvexti næstu þrjú árin, 5,5% á næsta ári, 1,7% árið 2023 og 2% árið 2024. Áætlað er að verg landsframleiðsla nái sama stigi og fyrir faraldurinn undir lok næsta árs. Viðskipti innlent 20. október 2021 09:32
Bein útsending: Landsbankinn kynnir þjóðhags- og verðbólguspá Landsbankinn mun kynna nýja þjóðhags- og verðbólguspá til næstu þriggja ára á morgunfundi í dag. Fundurinn hefst klukkan 8.30 í Silfurbergi í Hörpu og verður hægt að fylgjast með honum í beinu vefstreymi í spilaranum hér fyrir neðan. Viðskipti innlent 20. október 2021 08:01
Kennir vaxtalækkunum um hækkun húsnæðisverðs Gylfi Zoega, prófessor við hagfræðideild Háskóla Íslands, segir ekki rétt að vextir hafi verið hækkaðir á þessu ári vegna þess að lóðaskortur hafi haft í för með sér hækkun húsnæðisverðs. Viðskipti innlent 16. október 2021 16:01
Íslenska krónan veiktist í september Íslenska krónan veiktist á móti helstu erlendu gjaldmiðlunum í september. Þetta kemur fram í Hagsjá hagfræðideildar Landsbankans. Viðskipti innlent 7. október 2021 13:09
Þensla á húsnæðismarkaði knýr verðbólguna áfram Þensla á íbúðamarkaði knýr verðbólguna áfram og er ástæða þess að Seðlabankinn hækkaði meginvexti sína um 0,25 prósentustig í dag. Seðlabankastjóri segir bankann halda áfram að lækka vexti ef á þurfi að halda til að koma verðbólgu niður í tveggja komma fimm prósenta markmið hans. Innlent 6. október 2021 11:50
Bein útsending: Seðlabankinn rökstyður hækkun stýrivaxta Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands tilkynnti í morgun að vextir bankans yrðu hækkaðir um 0,25 prósentur. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því 1,5%. Viðskipti innlent 6. október 2021 09:00
Seðlabankinn hækkar enn stýrivexti Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að hækka vexti bankans um 0,25 prósentur. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því 1,5 prósent. Viðskipti innlent 6. október 2021 08:30
Aukinn hagvöxtur og hraðari efnahagsbati þökk sé loðnunni Greining Íslandsbanka telur að aukin loðnuveiði komi til með að auka hagvöxt um 0,8 prósentustig á næsta ári og ýta undir efnahagsbata eftir faraldurinn. Viðskipti innlent 5. október 2021 16:07
ASÍ segir húsnæðisverð helsta drifkraft verðbólgu Húsnæðisverð er helsti drifkraftur verðbólgu á Íslandi samkvæmt Alþýðusambandi Íslands. Sé horft framhjá áhrifum húsnæðis mælist verðbólga í samræmi við markmið Seðlabankans. Viðskipti innlent 1. október 2021 14:50
Bein útsending: Kynningarfundur um yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Fjármálastöðugleikanefnd Seðlabankans mun kynna og gera grein fyrir yfirlýsingu sinni á fundi sem hefst í bankanum klukkan 9:30. Viðskipti innlent 29. september 2021 09:07
Setja reglur um hámark greiðslubyrðar húsnæðislána Fjármálastöðugleikanefnd Seðlabankans hefur ákveðið setja reglur um hámark greiðslubyrðar húsnæðislána til að vinna á móti aukinni skuldsetningu heimila að undanförnu vegna fasteignakaupa. Viðskipti innlent 29. september 2021 08:44
Með evru neyðumst við til þess að hætta þessum óheilbrigða leik! Það er ekki að ástæðulausu að sérfræðingum greinir á um evrumálin því það getur skipt máli frá hvaða sjónarhorni við skoðum hlutina. Til þess að geta tekið upp evru þarf að sýna ákveðinn aga. Skoðun 24. september 2021 13:45
Krónan er akkeri hagkerfisins! Í undangenginni kosningabaráttu hefur sérstaklega einn stjórnmálaflokkur, Viðreisn, gert að kosningamáli að leggja af sjálfstæðan gjaldmiðil, krónuna okkar, og tengja hana við Evru með einhverjum kúnstum sem meðal annars myndu kalla á að Evrópski Seðlabankinn myndi þurfa að sniðganga eigin reglur. Skoðun 24. september 2021 09:30
Er núverandi peningakerfi komið á endastöð? Síðan heimurinn fór af gullfætinum hefur hann einkennst af skuldum, en skuldir eru rót efnahagslegra sveifla því þær eru í eðli sínu sveiflukenndar. Þegar aðili tekur lán getur hann í nútíðinni eytt meiru en hann þénar. Þetta er þó gert á kostnað framtíðar kaupmátts því þegar lánið er borgað til baka þarf aðilinn að eyða minna en hann þénar. Skoðun 24. september 2021 09:16