Innrás Rússa í Úkraínu

Innrás Rússa í Úkraínu

Fréttir af yfirstandandi innrás Rússa í Úkraínu sem hófst 24. febrúar 2022.

Fréttamynd

Umfangsmiklar árásir í nótt á báða bóga

Úkraínumenn gerðu í nótt víðtækar drónaárásir á svæði í Rússlandi. Í einni árásinni voru tvær flutningavélar sprengdar í loft upp á Pskov flugvellinum er í mörg hundruð kílómetra fjarlægð frá víglínunni í Úkraínu.

Erlent
Fréttamynd

Síðustu dagar Prígósjíns: Kepptist við að halda veldi sínu saman

Rússneski auðjöfurinn Jevgení Prígósjín, sem stofnaði og fjármagnaði meðal annars málaliðahópinn Wagner Group, varði sínum síðustu dögum á flakki um heiminn og reyndi að halda lífi í viðskiptaveldi sínu í Afríku og Mið-Austurlöndum. Varnarmálaráðuneyti Rússlands beitti hann miklum þrýstingi og var að bola Wagner út.

Erlent
Fréttamynd

Sterk til­hneiging and­stæðinga Pútín til að deyja fyrir aldur fram

Málaliðaforinginn Jegveníj Prigozhin bættist í stóran hóp andstæðinga stjórnvalda í Kreml sem hafa látist við grunsamlegar kringumstæður í stjórnartíð Vladímírs Pútín Rússlandsforseta. Pólitískir mótherjar, blaðamenn og meintir svikarar hafa margir látist fyrir aldur fram eða veikst heiftarlega.

Erlent
Fréttamynd

Flug­riti flug­vélar Prígó­sjíns fundinn

Flugriti flugvélarinnar sem fórst nærri Moskvu á miðvikudag hefur verið fundinn auk líkamsleifa þeirra tíu sem voru um borð. Jevgení Prígosjín, leiðtogi Wagner-hópsins, var á farþegalista flugvélarinnar auk undirmanna sinna og áhafnarmeðlima flugvélarinnar.

Erlent
Fréttamynd

Saka Úkraínu­menn um um­fangs­mestu á­rásirnar til þessa

Rússneska varnarmálaráðuneytið heldur því fram að Úkraínumenn hafi skotið flugskeyti að Moskvu og ráðist á Krímskaga með á fimmta tug dróna í dag. Ef rétt reynist eru það umfangsmestu árásir Úkraínumanna á Rússland og hernumin svæði til þessa.

Erlent
Fréttamynd

Deilt um gagnsóknina

Bandarískir og úkraínskir herforingjar eru sagðir hafa deilt um framkvæmd gagnsóknar Úkraínumanna. Valerí Salúsjní, yfirmaður úkraínska hersins, segir hermenn sína nærri því að brjóta sér leið í gegnum varnir Rússa.

Erlent
Fréttamynd

Segja Prigozhin hafa verið ráðinn af dögum

Bráðabirgðaniðurstaða leyniþjónustusamfélags Bandaríkjanna er að rússneski auðjöfurinn Yevgeny Prigozhin, sem átti málaliðahópinn Wagner Group, hafi verið ráðinn af dögum. Heimildarmenn fjölmiðla vestanhafs eru þó ekki sammála um hvort að talið sé að einkaflugvél hans hafi verið skotin niður yfir Rússlandi í gær eða hvort sprengju hafi verið komið fyrir um borð í flugvélinni.

Erlent
Fréttamynd

Segir dauða Prigozhin ekki koma á óvart

Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, segir dauða Yevgeny Prigozhin, eiganda málaliðahópsins Wagner Group, ekki hafa komið sér á óvart. Hann segir lítið gerast í Rússlandi án aðkomu Vladimírs Pútín, forseta.

Erlent
Fréttamynd

Flugvél Prigozhin sögð hafa verið skotin niður

Rússneski auðjöfurinn Yevgeny Prigozhin, eigandi málaliðahópsins Wagner Group, er lést er einkaflugvél hans féll til jarðar í Rússlandi í dag. Fregnir hafa borist af því að flugvélin hafi verið skotin niður en það er óstaðfest.

Erlent
Fréttamynd

Vilja að Úkraínumenn einbeiti sér að suðrinu

Bandamenn Úkraínu telja forsvarsmenn úkraínska hersins hafa dreift of mikið úr hermönnum sínum. Úkraínumenn þurfi að einbeita sér frekar að því að sækja fram í suðurhluta Úkraínu heldur en í austri.

Erlent
Fréttamynd

Biðst af­sökunar á um­mælum um land fyrir aðild

Stian Jenssen, yfirmaður skrifstofu Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóra Atlantshafsbandalagsins, hefur beðist afsökunar á ummælum sem hann lét falla á dögunum þar sem hann gaf í skyn að Úkraína gæti bundið enda á átökin með því að láta land af hendi.

Erlent
Fréttamynd

Stórhækkuðu stýrivexti til að hægja á falli rúblunnar

Seðlabanki Rússlands ákvað að hækka stýrivexti í landinu um þrjú og hálft prósentustig á neyðarfundi í dag. Með ákvörðuninni reynir bankinn að bregðast við vaxandi verðbólgu og styrkja rúbluna sem er nú veikari en hún hefur verið eftir að innrásin í Úkraínu hófst í fyrra.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Segjast hafa komið í veg fyrir at­lögu að lífi Selenskís

Úkraínsk stjórnvöld segjast hafa komið í veg fyrir atlögu að lífi Volodómír Selenskí, forseta landsins. Úkraínsk kona hefur verið handtekinn vegna málsins. Hún er sögð hafa safnað gögnum um ferðir forsetans til að undirbúa rússneska loftárás.

Erlent
Fréttamynd

Saka Rússa um að ráðast á viðbragðsaðila

Úkraínsk stjórnvöld sökuðu rússneska herinn um að beina spjótum sínum sérstaklega að björgunarfólki í flugskeytaárásum sem voru gerðar á borgina Pokrovsk í austanverðri Úkraínu í gærkvöldi. Fimm féllu í árásinni.

Erlent