Dobropillia er norðvestan við borgina Donetsk, sem Rússar hafa yfirráð yfir.
Úkraínsk yfirvöld segja að átta íbúablokkir hafi orðið fyrir skemmdum í árásinni, og ein skrifstofubygging á vegum ríkisins.
Þá hafi einn dróni lent á svæðinu þegar viðbragðsaðilar voru mættir á svæðið, og valdið skemmdum á slökkviliðsbíl.
Trump hótar frekari viðskiptaþvingunum
Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði á blaðamannafundi í gær að Rússar væru að „sprengja Úkraínu til helvítis,“ og hann hefði hótað þeim frekari viðskiptaþvingunum ef þeir létu ekki af árásunum.
Þá sagði hann að þrátt fyrir það væri kannski auðveldara að eiga við Rússa en Úkraínumenn til að binda enda á stríðið.
„Ég á sífellt erfiðara með að eiga við Úkraínu ... ef þeir vilja ekki semja, þá erum við farnir,“ sagði Trump.

Á blaðamannafundinum sagði hann jafnframt að Evrópulöndin hefðu enga hugmynd um það hvernig ætti að binda enda á stríðið. Hann hefði aftur á móti hugmynd um það.
Þá sagðist hann ekki vita hvort Úkraínumenn vilji semja um frið, er hann var spurður hvort Bandaríkin muni veita þeim loftvarnarkerfi, í ljósi ákvörðunar Trumps að stöðva hernaðaraðstoð til Úkraínu.