Hollywood

Hollywood

Fréttir af fræga fólkinu úti í hinum stóra heimi.

Fréttamynd

Hefur engan á­huga á góð­lát­legum orðum Watson

Breski rithöfundurinn J.K Rowling segir leikkonuna Emmu Watson ekki gera sér grein fyrir því hve fáfróð hún sé, í langri færslu um leikkonuna og samband þeirra á samfélagsmiðlinum X, áður Twitter. Hún segir leikkonuna blinda á eigin forréttindi og segist vonsvikin að hún hafi ekki komið sér til varnar.

Lífið
Fréttamynd

Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi

Saksóknarar í máli bandaríska tónlistarmannsins Sean „Diddy“ Combs hafa farið fram á að honum verði gert að sæta ellefu ára fangelsisvist. Tónlistarmaðurinn hefur verið sakfelldur í tveimur ákæruliðum af fimm og mun dómari kveða upp refsingu næstkomandi föstudag 3. október.

Erlent
Fréttamynd

Hneig niður í miðju lagi

Breska tónlistarkonan og hæfileikabúntið Lola Young hefur ekki átt sjö dagana sæla þegar það kemur að því að syngja á sviði. Hún kastaði eftirminnilega upp á tónlistarhátíðinni Coachella síðastliðið vor og hneig niður í miðju lagi á tónleikum í New York á laugardag.

Tónlist
Fréttamynd

Selena Gomez giftist Benny Blanco

Tónlistar- og leikkonan Selena Gomez og tónlistarframleiðandinn Benny Blanco hafa gift sig. Gomez sagði frá vendingunum á Instagram í gærkvöldi, þar sem hún birti einnig myndir frá athöfninni sem fór fram í Kaliforníu í gær.

Lífið
Fréttamynd

Nextar og Sinclair sýna þætti Kimmels aftur

Forsvarsmenn fyrirtækjanna Nexstar Media Group og Sinclair Broadcast Group lýstu því yfir í gær að þættir Jimmys Kimmel yrðu sýndir aftur á sjónvarpsstöðvum fyrirtækjanna. Er það í kjölfar þess að þættirnir voru teknir úr birtingu, eftir að þessir sömu menn neituðu að birta þá í kjölfar hótana yfirmanns Fjarskiptastofnunnar Bandaríkjanna (FCC) um að stöðvar sem sýndu þættina ættu á hættu að missa útsendingarleyfi.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Ætlar sér að koma böndum á sjón­varps­stöðvar

Þó Jimmy Kimmel sé snúinn aftur í sjónvarpið vestanhafs er Brendan Carr, yfirmaður Fjarskiptastofnunnar Bandaríkjanna (FCC), ekki hættur að reyna að þagga niður í fjölmiðlum. Hann ætlar sér að berjast gegn því sem hann sér sem frjálslynda slagsíðu í fjölmiðlum.

Erlent
Fréttamynd

Claudia Cardinale er látin

Ítalska stórleikkonan Claudia Cardinale, sem birtist meðal annars í kvikmyndunum um Bleika pardusinn og Once Upon A Time In The West, er látin, 87 ára að aldri.

Lífið
Fréttamynd

Baywatch aftur á skjáinn

Bandaríska sjónvarpsstöðin Fox hyggst framleiða glænýja seríu af Baywatch þáttunum sem gerðu allt vitlaust á tíunda áratugnum og voru langvinsælustu þættir í heimi. Fox hyggst framleiða tólf glænýja þætti með glænýju fólki.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn

Grínistinn og þáttastjórnandinn Jimmy Kimmel mun snúa aftur á skjáinn með spjallþátt sinn Jimmy Kimmel Live! á morgun. Hlé var gert á framleiðslu þáttanna í síðustu viku eftir að ummæli Kimmels um viðbrögð hægri manna við morðinu á Charlie Kirk ollu usla.

Erlent
Fréttamynd

Hljóp undir fölsku nafni

Enski söngvarinn og lagasmiðurinn Harry Styles hljóp Berlínarmaraþonið sem fram fór á sunnudag á undir þremur klukkustundum.

Lífið
Fréttamynd

Gary Busey dæmdur fyrir kyn­ferðis­brot

Bandaríski stórleikarinn Gary Busey hefur verið dæmdur í tveggja ára skilorðsbundið fangelsi fyrir kynferðislega áreitni. Hann játaði að hafa gripið í og káfað á aðdáanda árið 2022, á svokallaðri hryllingssamkomu, fyrir aðdáendur hryllingsmynda og þess háttar.

Erlent
Fréttamynd

Búið spil hjá Burton og Bellucci

Bandaríski leikstjórinn Tim Burton og ítalska leikkonan Monica Bellucci eru hætt saman eftir tveggja ára samband. Stutt er síðan hún lék í kvikmynd hans, Beetlejuice Beetlejuice.

Lífið
Fréttamynd

Fjölgar mann­kyninu enn frekar

Tónlistarkonan Cardi B á von á sínu fjórða barni og því fyrsta með kærasta sínum, NFL-kappanum Stefon Diggs. Fyrir á hún tvær dætur og einn son með rapparanum Offset.

Lífið
Fréttamynd

Laufey treður upp með Justin Bieber

Súperstjarnan Laufey Lín kemur fram á tónlistarhátíðinni Coachella í eyðimörkinni í Kaliforníu á næsta ári. Er um að ræða einhverja stærstu tónlistarhátíð í heimi.

Tónlist
Fréttamynd

Drake fékk brjósta­haldarann frá Guggu í fangið

Áhrifavaldurinn og ofurskvísan Guðrún Svava Egilsdóttir, betur þekkt sem Gugga í gúmmíbát á Instagram, kastaði brjóstahaldara sínum upp á svið á tónleikum kanadíska rapparans Drake í Berlín í Þýskalandi í gær. Drake var hæstánægður með uppátækið.

Lífið
Fréttamynd

Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum

Fyrrverandi eiginmaður Kristinar Cabot, mannauðsstjóra tæknifyrirtækisins Astronomer, sem var gripin glóðvolg í faðmlögum með Andy Byron, forstjóra Astronomer, á Coldplay-tónleikum í júlí, segir þau þegar hafa ætlað að skilja fyrir fjölmiðlafárið.

Lífið