Í lagi að sætta sig við að vera barnlaus Unnur Arndísardóttir býr á Spáni með manni sínum Jóni Tryggva Unnarssyni og hundinum þeirra Álfi litla. Þar heldur hún námskeið, stundar hugleiðslu og vinnur sem jógakennari og heilari. Unnur og Jón Tryggvi eru barnlaus en reyndu í mörg ár að eignast barn. Lífið 9. maí 2024 08:05
Náttúrulegar bótox-meðferðir án sprautunála Vinsældir fegrunarmeðferða hafa aukist til muna undanfarin ár. Fólk leitast eftir að viðhalda unglegu útliti þar sem hrukkum og fínum línum er eytt með fylliefnum eða bótoxi. Í færslu bandaríska heilsumiðilsins Think dirty á Instagram má finna einfaldar leiðir til að viðhalda unglegu og frísklegu útliti með náttúrulegum aðferðum, eða hreinu bótoxi án sprautunála. Lífið 8. maí 2024 20:00
Dáleiðsludagurinn 11. maí Þrjú félög hafa tekið sig saman um að halda kynningu á Dáleiðsludaginn, þann 11. maí, en dagurinn verður framvegis annan laugardag í maí ár hvert. Félögin sem að þessari kynningu standa eru Dáleiðslu félagið, Félag Klínískra dáleiðenda og Dáleiðsluskóli Íslands. Lífið samstarf 8. maí 2024 08:31
Ópíóíða, róandi- og svefnlyf: „Það geta allir orðið háðir þessum lyfjum ómeðvitað“ „Þetta eru lyf sem fólk fær gjarnan eftir aðgerðir. Sjálfur var ég að skrifa allt að þrjátíu lyfseðla á viku þegar ég starfaði á bæklunarskurðdeild Landspítalans,“ segir Kjartan Þórsson læknir og stofnandi Prescriby. Atvinnulíf 8. maí 2024 07:00
Ísland geti orðið fyrsta reyklausa landið í heimi Tómas Guðbjartsson skurðlæknir og fjallgöngugarpur heldur ekki vatni yfir árangri ofurhlaupakonunnar Mari Järsk í Bakgarðshlaupinu sem lauk í gær og er hæstánægður með hlaupakonuna að hafa hlustað á ráð hans og hætt að reykja. Lífið 7. maí 2024 13:21
Hataði á sér brjóstin og vildi skera þau af „Áttatíu prósent kvenna er í vitlausri brjóstahaldarastærð og ég var þar með talin mjög lengi,“ segir Aníta Rún Guðnýjardóttir. Aníta hefur sjálf gengið í gegnum heljarinnar lífstílsbreytingu á líkama og sál og selur nú undirfatnað, aðhaldsfatnað og aðgerðarfatnað fyrir konur í öllum stærðum og gerðum. Lífið 7. maí 2024 07:01
Er hægt að nota of mikið af sólarvörn? Er hægt að lagskipta sólarvörnum og er það eitthvað betra heldur en að nota bara eina? Verður SPF50 + SPF30 = SPF80? Förum aðeins yfir þetta með Hello Sunday. Lífið samstarf 6. maí 2024 15:16
„Við erum öll byrjendur á einhverjum tímapunkti“ Með hlýnandi veðri og hækkandi sól fá margir fiðringinn til að reima á sig hlaupaskóna og fara út að hlaupa í náttúrunni. Rakel María Hjaltadóttir, hlaupari, þjálfari og förðunarfræðingur, kynntist útihlaupum sumarið 2018. Hún segir íþróttina næra sig andlega og líkamlega. Lífið 5. maí 2024 20:01
Grænmetisæta í 38 ár en ekki lengur Martin Freeman er hættur að vera grænmetisæta eftir að hafa verið það í 38 ár. Hinn 52 ára gamli leikari varð grænmetisæta sem unglingur árið 1986 vegna þess að honum fannst aldrei þægileg tilhugsun að borða dýr. Lífið 3. maí 2024 14:42
Tilvísunum vegna skekkju á höfuðkúpu ungbarna fjölgað mikið Frá árinu 2018 til 2023 hefur tilvísunum til sjúkraþjálfara á Æfingastöðinni vegna ósamhverfu í hálshreyfingum og skekkju á höfuðkúpu hjá ungbörnum fjölgað úr 123 í 270. Flestum er vísað frá heilsugæslu í ungbarnaeftirliti við tveggja til fjögurra mánaða aldur. Innlent 3. maí 2024 14:05
Tíu ár og aukin meðvitund í bransanum Snyrtivöruverslunin Nola fagnaði tíu ára afmæli sínu á dögunum. Í tilefni tímamótanna sló verslunin til veislu og nýtti í leiðinni tækifærið á að breyta útliti vörumerkisins. Nola hefur verið leiðandi í innflutningi á snyrtivörum án óæskilegra innihaldsefna. Lífið 2. maí 2024 13:00
Ný vörulína lagar litabletti í húð Bright Reveal er splunkuný húðvörulína frá L´Oréal Paris sem er að slá í gegn. Vörurnar innihalda einstakt virkt efni sem Erna Hrund Hermannsdóttir, vörumerkjastjóri L´Oréal Paris á Íslandi segir leikbreyti þegar kemur að lagfæringum á húð og endurnýjun. Lífið samstarf 2. maí 2024 09:04
The House of Beauty fagna sex ára afmæli með látum Líkamsmeðferðarstofan The House of Beauty er eina sinnar tegundar á Íslandi og hlaut verðlaun sem besta líkamsmeðferðarstofan árið 2022 og 2023 frá World Salon Awards. Í dag, 1. maí, er opið hús og sannkölluð afsláttarsprengja. Lífið samstarf 1. maí 2024 08:30
Gerða og glæsilegar gellur á Edition Íþróttafrömuðurinn Gerður Jónsdóttir, þekkt sem Gerða-In Shape eða Jane Fonda Íslands, bauð sannkölluðum ofurskvísum í partý á hótelinu Reykjavík Edition síðastliðið miðvikudagskvöld í tilefni opnun vefsíðunnar In shape. Lífið 30. apríl 2024 21:01
Maikai-hjónin eignuðust stúlku Hjónin og eigendur heilsustaðarins Maikai, Elísabet Metta Svan Ásgeirsdóttir og Ágúst Freyr Hallsson, betur þekktur sem Áki, eignuðust stúlku á dögunum. Lífið 30. apríl 2024 09:10
Dulin blessun að missa Baðhúsið Linda Pétursdóttir segist þakklát og glöð fyrir líf sitt og segist sjaldan hafa verið hamingjusamari eftir alls kyns erfiðleika í gegnum tíðina. Linda, sem er gestur í podcasti Sölva Tryggvasonar, segist komin á þann stað að vera raunverulega frjáls frá áliti annarra, en það hafi tekið langan tíma. Lífið 29. apríl 2024 10:01
Gallstasi á meðgöngu: „Ég grátbað um að ég yrði sett af stað“ „Þá fer mig að klæja svo rosalega að ég var viðþolslaus af kláða. Mig klæjaði það mikið að ég var komin með gaffal til að klóra mér. Svona óstjórnlegur kláði gerir mann galinn,“ segir Anna Marta Ásgeirsdóttir þegar hún lýsir kláðakastinu sem hún fékk undir lok meðgöngu dóttur sinnar Sólar, sem fæddist andvana þann 28. mars árið 2008. Áskorun 28. apríl 2024 08:00
Minni lyfjanotkun og meiri vellíðan í sérstöku heilabilunarþorpi Minni lyfjanotkun, meiri vellíðan og rólegra andrúmsloft er meðal þess sem starfsmenn heilabilunarþorps í Bærum í Noregi hafa orðið varir við í þorpinu. Það er hannað með mannlega nálgun og inngildingu að leiðarljósi. Einn arkítektanna segir tækifæri til að ná slíkum árangri hér á landi. Innlent 27. apríl 2024 23:03
Mikil gleði þegar Bergur komst í mark Bergur Vilhjálmsson, slökkviliðs og sjúkraflutningamaður og björgunarkafari hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins, lauk um klukkan 14 í dag 100 kílómetra göngu sinni frá Akranesi til Reykjavíkur. Bergur gekk alla þessa leið til styrktar Píeta samtökunum. Innlent 27. apríl 2024 15:06
Tíu kílómetrar eftir af hundrað: Gangan miklu erfiðari en hann óraði fyrir Bergur Vilhjálmsson á nú aðeins eftir að ganga tíu af þeim hundrað kílómetrum sem hann ætlaði sér að klára gangandi. Bergur lagði af stað á sumardaginn fyrsta og býst við því að klára gönguna um klukkan 14 í dag. Innlent 27. apríl 2024 08:42
„Það er einmanalegt að missa móður“ „Ég ætlaði alls ekki í leiklist. Þú getur samt aldrei flúið frá kölluninni og þér sjálfri, úr hverju þú ert og við hvað þú elst upp. Maður er nú genasamsetning foreldra sinna,“ segir leikkonan Unnur Birna J. Backman. Unnur er dóttir Eddu Heiðrúnar Backman heitinnar og Jóns Axels Björnssonar myndlistarmanns og er alin upp í kringum mikla list. Hún ræddi við blaðamann um móðurmissinn, uppeldið, leiklistina, stöðuga þróun á sjálfri sér, hvernig hreyfing bjargaði lífi hennar og margt fleira. Lífið 27. apríl 2024 07:00
Eitruð vinnustaðamenning algeng og margfaldar líkur á kulnun Okkur dettur flestum í hug að of mikið álag sé skýringin á kulnun. Nokkuð er meira að segja rætt um að álagið sem leiðir til kulnunar sé oftar en ekki samblanda af tvennu: Vinnu og heima fyrir. Já lífinu sjálfu. Atvinnulíf 24. apríl 2024 07:01
Myndaveisla: Pattra og Gugusar hressastar í drykkjarpartýi Tónlistarkonan Gugusar og Pattra Sriyanonge, áhrifavaldur og markaðsstjóri Sjáðu, fögnuðu nýrri og öðruvísi útgáfu af virknidrykknum Collab í glæsilegu útgáfuteiti á vegum Ölgerðarinnar á Laugardasvelli síðastliðinn fimmtudag. Lífið 23. apríl 2024 11:01
Litríkur og ljúffengur vikumatseðill Jönu Kristjana Steingrímsdóttir, eða Jana, heilsukokkur deilir litríkum og ljúffengum vikumatseðli með lesendum Vísis þessa vikuna. Uppskriftirnar eru fjölbreyttar og ættu að falla vel í kramið hjá matgæðingum landsins. Lífið 21. apríl 2024 18:27
Stendur þétt við bak Heru Þórdís Lóa Þórhallsdóttir forseti borgarstjórnar segir lífið vera allt annað eftir hnéaðgerð. Áður gat hún ekki gengið á öðru en jafnsléttu. Hún segir fjölskylduna standa þétt að baki systur sinni Heru Björk í Eurovision. Þá hrósar hún minnihlutanum í borgarstjórn og segir samstarfið aldrei hafa gengið betur. Lífið 21. apríl 2024 07:01
„Ekki lengur þræll þess að finnast ég ekki nóg“ Líf Kírópraktorsins Guðmundar Birkis Pálmasonar, eða Gumma kíró, hefur litast af fullkomnunaráráttu og neikvæðu sjálfstali frá unga aldri. Eftir mikla sjálfsvinnu síðastliðin ár hafi hann ákveðið að fyrirgefa sjálfum sér og öðlast nýtt og betra líf. Lífið 18. apríl 2024 14:51
Bergur og Inga Lóa selja eitt glæsilegasta hús Garðabæjar Bergur Konráðsson kírópraktor og eiginkona hans, Inga Lóa Bjarnadóttir aðstoðarmaður kírópraktors, hafa sett stórbrotið einbýlishús við Óttahæð í Garðabæ á sölu. Ásett verð fyrir eignina er 269 milljónir. Lífið 17. apríl 2024 15:09
Gengur hundrað kílómetra með hundrað kílóa sleða Bergur Vilhjálmsson, slökkviliðs og sjúkraflutningamaður og björgunarkafari hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins, ætlar á sumardaginn fyrsta ganga 100 kílómetra til styrktar Píeta samtökunum. Á eftir sér mun hann draga 100 kílóa sleða sem hann léttir á tíu kílómetra fresti. Lífið 17. apríl 2024 10:00
„Draumur að verða að veruleika“ Þjálfarinn Sandra Björg Helgadóttir og eiginmaður hennar Hilmar Arnarsson eiga von á sínu fyrsta barni saman í haust. Hjónin greina frá tímamótunum í sameiginlegri færslu á Instagram. Lífið 15. apríl 2024 14:01
Karlmannsnærbuxurnar sem eru að gera allt vitlaust „Þeir sem prófa þessar henda yfirleitt bara gömlu nærbuxunum og skipta alfarið yfir. Þetta er algjör bylting í nærfatnaði fyrir karlmenn,“ segir Ómar Ómarsson sem stendur á bak við Comfyballs.is Lífið samstarf 15. apríl 2024 10:16