Lífið

Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi

Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar
Fjöldi glæsilegra kvenna komu saman á nærandi viðburði á Garðatorgi í gærkvöldi.
Fjöldi glæsilegra kvenna komu saman á nærandi viðburði á Garðatorgi í gærkvöldi. Sigga Ella

Það ríkti sannkölluð gleðistemning á kvennakvöldi Tilverunnar heilsuseturs á Garðatorgi, þar sem glæsilegur hópur kvenna sameinaðist í nærandi og skemmtilegri kvöldstund. Á dagskránni var einstök blanda af hreyfingu, tónlist, dansi og djúpri slökun sem skapaði fallega heildræna upplifun.

Kvöldið hófst með Barre og Pilates-flæði undir leiðsögn Aðalheiðar Jensen, eiganda Tilverunnar. Plötusnúðurinn DJ Paradísa keyrði upp stemninguna með frábærri tónlist sem setti tóninn fyrir kvöldið.

Eftir æfingarnar fæður konurnar sig yfir í frjálsan dans og gæddu sér léttum veitingum. Kvöldinu lauk svo með djúpri og endurnærandi jóga nidra slökun svo allar gátu farið heim vel senaðar og fullar af orku.

Meðal gesta voru þekktar konur úr ólíkum áttum, þar á meðal Helga Margrét, Hildur Gunnlaugsdóttir, Jana Steingríms, Krista Ketó og Pattra, auk fjölda annarra.

Ljósmyndarinn Sigga Ella var á staðnum og myndaði gleðina.

Jafnvægi, lenging og styrkur!Sigga Ella
Sigga Ella
Sigga Ella
Sigga Ella
Dj Paradísa.Sigga Ella
Sigga Ella
Krista ketó.Sigga Ella
Sigga Ella
Jana bauð upp á dýrindis matcha og rauðrófubita.Sigga Ella
Sigga Ella
Dans og gleði!Sigga Ella
Helga Margrét slakaði vel á.Sigga Ella
Sigga Ella
Sigga Ella
Aðalheiður og Þóra leiddu konurnar í gegnum notalega og endunærandi kvöldstund.Sigga Ella





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.