Munnvatnið skiptir öllu máli Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 13. júní 2025 22:01 Munnvatnið skiptir meira máli en margur heldur. Pawel Wewiorski Tannheilsa er ekki einungis spurning um fallegt bros, heldur er hún lykilatriði fyrir almennt heilbrigði, þar á meðal hjarta-, æða og mögulega heilaheilsu. Þetta segir Hrönn Róbertsdóttir tannlæknir, sem er gestur í Heilsuhlaðvarpi Lukku og Jóhönnu Vilhjálms. Bakteríur í munninum ferðast víða „Í dag erum við farin að átta okkur betur og betur á því að það er enginn heilbrigður sem er ekki með heilbrigðan munn,“ segir Hrönn. Rannsóknir hafa leitt í ljós tengsl milli baktería sem valda tannholdsbólgu og sjúkdóma eins og Alzheimer, hjarta- og æðasjúkdóma og jafnvel fyrirburafæðinga. „Það að vera með bólgið tannhold er kannski svolítið eins og að vera með magasár. Þú ert þá komin með gegndræpt tannhold fyrir munnbakteríunum. Og ef við erum með slæmar bakteríur, þá eru þær farnar að hringsóla um blóðrásina. Þannig að það að vera með heilbrigðan munn snýst um miklu meira en fallegt bros, það snýst um almenna heilsu og heilbrigði.“ Hrönn bendir að á sínum tíma höfum við haldið að við gætum bara tannburstað og flosað okkur frá helstu vandamálum sem viðkoma tönnum, en tannheilsan snúist um svo miklu meira. Hún snúist að sjálfsögðu um hreinar tennur, þ.e. tannburstun, tannþráð og tungusköfu en líka um heilar tennur, heilbrigt tannhold, góð bein, mataræði og steinefna- og vítamínbúskap okkar. Munnöndun eykur líkur á slæmri tann- og munnheilsu „Munnvatnið gegnir lykilhlutverki í að viðhalda jafnvægi í munninum, bæði til að skola burtu bakteríum, vernda tannholdið og til að stýra sýrustigi,“ segir Hrönn og hún bendir á staðreynd sem margir gera sér kannski ekki grein fyrir; áhrifum munnöndunar á munnvatnið og þar með á tannheilsu almennt. Munnöndun dregur úr áhrifum munnvatns og veldur munnþurrki og það segir Hrönn auka líkur á tannskemmdum og slæmri munnheilsu. Ráðleggur plástur á munninn á nóttunni til að styðja við neföndun Hún bendir á að það sé sérstaklega mikilvægt að koma í veg fyrir munnöndun á næturnar þar sem munnvatnsframleiðsla minnkar. „Það er gríðarlega mikilvægt að sofa með lokaðan munn, það hjálpar til við að varðveita munnvatnið og bætir svefn. Þeir sem eiga ekki erfitt með neföndun ættu að nýta sér hjálp frá munnplástri til að halda vörunum lokuðum þegar þeir sofa.“ Hún segir að þeir sem séu með fyrirstöðu í nefi sem komi í veg fyrir neföndun ættu að leita aðstoðar læknis áður en þeir byrji að nota munnplástur. Varafyllingar geta ýtt undir tannholdsbólgu og jafnvel skekkt tennur Í þættinum bendir Hrönn á að það sé meira sem valdi munnþurrki í dag og verri tannheilsu. Það séu t.d. varafyllingar sem margar konur og jafnvel menn eru að fá sér nú til dags. „Þegar varafyllingarnar verða of stórar þá verður erfiðara að halda vörunum alveg lokuðum og þá ertu komin með opna varastöðu. Þá byrjar munnurinn að þorna og það getur ýtt undir munnöndun en við sjáum hjá þessum hópi meiri lit á tönnum og kannski frekar tannholdsbólgu og jafnvel ef að vörin lyftist það hátt upp og vinnur ekki á móti tönnunum að þær geta verið að færast aðeins fram þannig að þá er að myndast bil,“ segir Hrönn. Vitund um tengsl tannheilsu og heildarheilbrigðis mikilvæg Hrönn ræddi einnig mikilvægi mataræðis, tungunnar og stöðu hennar, mikilvægi þess að tyggja, auknar tannskemmdir hjá fólki í álagsíþróttum og margt fleira í þættinum en stóru skilaboðin eru að aukin vitund um tengsl tannheilsu og heildarheilbrigðis er mikilvæg. „Já, ég bara er fyrir forvarnir, minnstu mögulegu meðferð og að ekkert er betra en eigin tennur. Hvernig get ég reynt að verja og passa mínar tennur og mína munnheilsu og almennt heilbrigði?“ segir Hrönn. Hægt er að hlusta á viðtalið hér. Heilsa Tannheilsa Mest lesið Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Lífið Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Lífið Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Lífið Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Lífið „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Menning Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Kynntust í Keflavík og gista saman í villu í Kenýa Ferðalög „Hættið að senda mér gervigreindarmyndbönd af pabba“ Bíó og sjónvarp Andri og Anne selja í Fossvogi Lífið Enginn í joggingbuxum í París Lífið Fleiri fréttir Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi „Mikilvægt að íslenskt samfélag virði alla sem Íslendinga“ Gefur endurkomu undir fótinn Enginn í joggingbuxum í París Guðrún er með sólarsellurafmagn í sautján fermetra húsi sínu Embla Wigum flytur aftur á Klakann Helgi Ómars útskrifaður sem heilsumarkþjálfi Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Sjá meira
Bakteríur í munninum ferðast víða „Í dag erum við farin að átta okkur betur og betur á því að það er enginn heilbrigður sem er ekki með heilbrigðan munn,“ segir Hrönn. Rannsóknir hafa leitt í ljós tengsl milli baktería sem valda tannholdsbólgu og sjúkdóma eins og Alzheimer, hjarta- og æðasjúkdóma og jafnvel fyrirburafæðinga. „Það að vera með bólgið tannhold er kannski svolítið eins og að vera með magasár. Þú ert þá komin með gegndræpt tannhold fyrir munnbakteríunum. Og ef við erum með slæmar bakteríur, þá eru þær farnar að hringsóla um blóðrásina. Þannig að það að vera með heilbrigðan munn snýst um miklu meira en fallegt bros, það snýst um almenna heilsu og heilbrigði.“ Hrönn bendir að á sínum tíma höfum við haldið að við gætum bara tannburstað og flosað okkur frá helstu vandamálum sem viðkoma tönnum, en tannheilsan snúist um svo miklu meira. Hún snúist að sjálfsögðu um hreinar tennur, þ.e. tannburstun, tannþráð og tungusköfu en líka um heilar tennur, heilbrigt tannhold, góð bein, mataræði og steinefna- og vítamínbúskap okkar. Munnöndun eykur líkur á slæmri tann- og munnheilsu „Munnvatnið gegnir lykilhlutverki í að viðhalda jafnvægi í munninum, bæði til að skola burtu bakteríum, vernda tannholdið og til að stýra sýrustigi,“ segir Hrönn og hún bendir á staðreynd sem margir gera sér kannski ekki grein fyrir; áhrifum munnöndunar á munnvatnið og þar með á tannheilsu almennt. Munnöndun dregur úr áhrifum munnvatns og veldur munnþurrki og það segir Hrönn auka líkur á tannskemmdum og slæmri munnheilsu. Ráðleggur plástur á munninn á nóttunni til að styðja við neföndun Hún bendir á að það sé sérstaklega mikilvægt að koma í veg fyrir munnöndun á næturnar þar sem munnvatnsframleiðsla minnkar. „Það er gríðarlega mikilvægt að sofa með lokaðan munn, það hjálpar til við að varðveita munnvatnið og bætir svefn. Þeir sem eiga ekki erfitt með neföndun ættu að nýta sér hjálp frá munnplástri til að halda vörunum lokuðum þegar þeir sofa.“ Hún segir að þeir sem séu með fyrirstöðu í nefi sem komi í veg fyrir neföndun ættu að leita aðstoðar læknis áður en þeir byrji að nota munnplástur. Varafyllingar geta ýtt undir tannholdsbólgu og jafnvel skekkt tennur Í þættinum bendir Hrönn á að það sé meira sem valdi munnþurrki í dag og verri tannheilsu. Það séu t.d. varafyllingar sem margar konur og jafnvel menn eru að fá sér nú til dags. „Þegar varafyllingarnar verða of stórar þá verður erfiðara að halda vörunum alveg lokuðum og þá ertu komin með opna varastöðu. Þá byrjar munnurinn að þorna og það getur ýtt undir munnöndun en við sjáum hjá þessum hópi meiri lit á tönnum og kannski frekar tannholdsbólgu og jafnvel ef að vörin lyftist það hátt upp og vinnur ekki á móti tönnunum að þær geta verið að færast aðeins fram þannig að þá er að myndast bil,“ segir Hrönn. Vitund um tengsl tannheilsu og heildarheilbrigðis mikilvæg Hrönn ræddi einnig mikilvægi mataræðis, tungunnar og stöðu hennar, mikilvægi þess að tyggja, auknar tannskemmdir hjá fólki í álagsíþróttum og margt fleira í þættinum en stóru skilaboðin eru að aukin vitund um tengsl tannheilsu og heildarheilbrigðis er mikilvæg. „Já, ég bara er fyrir forvarnir, minnstu mögulegu meðferð og að ekkert er betra en eigin tennur. Hvernig get ég reynt að verja og passa mínar tennur og mína munnheilsu og almennt heilbrigði?“ segir Hrönn. Hægt er að hlusta á viðtalið hér.
Heilsa Tannheilsa Mest lesið Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Lífið Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Lífið Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Lífið Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Lífið „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Menning Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Kynntust í Keflavík og gista saman í villu í Kenýa Ferðalög „Hættið að senda mér gervigreindarmyndbönd af pabba“ Bíó og sjónvarp Andri og Anne selja í Fossvogi Lífið Enginn í joggingbuxum í París Lífið Fleiri fréttir Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi „Mikilvægt að íslenskt samfélag virði alla sem Íslendinga“ Gefur endurkomu undir fótinn Enginn í joggingbuxum í París Guðrún er með sólarsellurafmagn í sautján fermetra húsi sínu Embla Wigum flytur aftur á Klakann Helgi Ómars útskrifaður sem heilsumarkþjálfi Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Sjá meira