Heilsa

Heilsa

Allt um heilsu, hreyfingu og hollan mat

Fréttamynd

Fjórða bylgjan: Einmana í fjarvinnu

Margir sáu fyrir sér í hillingum að í kjölfar sumarfría myndu vinnufélagar hittast á ný í ágúst. Á mörgum vinnustöðum eftir langa fjarveru teyma. En nú blasir við fjórða bylgjan og aftur stefnir í að fjöldi fólks fari inn í haustið í fjarvinnu.

Atvinnulíf
Fréttamynd

Gummi Emil trúir ekki á boð og bönn

„Alltof algeng mistök hjá fólki, sérstaklega núna, er að byrja of hratt. Það er kannski búið að fá sér bjór þrjá til fjóra daga í viku og fer svo beint í átak,“ segir einkaþjálfarinn Guðmundur Emil í samtali við Brennsluna á FM957.

Lífið
Fréttamynd

Að vera óánægður í nýju vinnunni

Á tímum heimsfaraldurs upplifa flestir þakklæti fyrir það að hafa vinnu og framfærsluöryggi. Og þeir sem hafa upplifað atvinnuleysi, eru ekki síst þakklátir þegar þeir fá loksins starf. En hvað ef okkur líður þannig að við erum svo óánægð í nýju vinnunni? 

Atvinnulíf
Fréttamynd

Aftur til vinnu eftir frí: Sex góð ráð

Eftir dásamlegt frí, jafnvel sólardaga, er komið að því: Við þurfum að byrja aftur að vinna! Og þá gildir um marga að fá smá hnút í magann. Finna jafnvel til þess að „nenna” varla. Þótt við séum almennt ánægð í vinnunni okkar.

Atvinnulíf
Fréttamynd

Fjórða bylgjan og óttinn við að missa vinnuna

Nú þegar fjórða bylgjan er hafin er ekki laust við að gamalkunnur Covid-hnútur geri vart við sig hjá sumum: Mun ég missa starfið mitt? Hvernig mun vinnustaðnum mínum reiða af? Verður mér sagt upp um næstu mánaðamót? Eða í haust eða vetur?

Atvinnulíf
Fréttamynd

Rifrildin heima fyrir eftir vinnu

Við ræðum oft um mikilvægi þess að aðskilja vinnu og einkalíf. Sem þó getur verið hægara sagt en gert. Því satt best að segja getur líðanin okkar verið mjög mismunandi þegar að við komum heim eftir vinnu.

Atvinnulíf
Fréttamynd

„Þurfum að setja okkur í loftgæðagosgír“

Sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun brýnir fyrir fólki að tileinka sér að kanna loftgæði í nágrenni við sig vegna mengunar frá eldgosinu í Geldingadölum. Fólk með öndunarfærasjúkdóma eigi að forðast útiveru þegar mengun er mikil. Búast megi við færri sólardögum í sumar vegna gosmóðu og þoku.

Innlent
Fréttamynd

„Ég er feit og ég er einkaþjálfari“

„Það sem maður verður að hugsa fyrst er að álit annarra kemur manni ekkert við,“ segir Arna Vilhjálmsdóttir, sigurvegari Biggest Loser árið 2017. Arna hefur síðustu misseri unnið sem grunnskólakennari en í dag starfar hún sem þjálfari og notar samfélagsmiðla til þess að vera öðrum fyrirmynd.

Lífið
Fréttamynd

Að vinna of mikið er í orðsins fyllstu merkingu að drepa okkur

Í nýlegri grein BBC er sagt frá niðurstöðum alþjóðlegrar rannsóknar sem sýna að sífellt fjölgar í þeim hópi fólks sem deyr of ungt í kjölfar of mikillar vinnu. Greinin ber yfirskriftina „How overwork is literally killing us.“ Ótímabært dauðsfall sem afleiðing af of mikilli vinnu, er algengara hjá körlum en konum. 

Atvinnulíf
Fréttamynd

Segir mögulegt að virðast tíu árum yngri með andlitsæfingum

„Við förum í líkamsrækt til þess að byggja upp vöðvana og stinna húðina, líta betur út og líða betur. Þannig er hægt að gera með andlitið, við erum með yfir 40 vöðva í andlitinu,“ segir Ragnheiður Guðjohnsen andlitsþjálfari. Hún heldur námskeið þar sem hún kennir fólki að þjálfa andlitið til þess að gera útlitið unglegra.

Lífið
Fréttamynd

Fagnaði sigri á gigtinni á toppi Hvannadalshnjúks

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri Reykjavíkur gekk á topp Hvannadalshnjúks um helgina, hæsta tind Íslands. Dagur þjáist af gigt og þarf vikulega á lyfjagjöf að halda. Hann segir ólýsanlegt að hafa náð þessum áfanga eftir óvissuna vegna veikindanna síðustu ár. 

Lífið
Fréttamynd

Af hverju hætti ég ekki við að hætta?

Í desember 2019 fór ég á alþjóðlegt námskeið í Kaupmannahöfn þar sem viðfangsefnið var „happiness at work“ og fékk ég viðurkenningarskjal eftir námskeiðið að ég gæti kallað mig „Chief Happiness Officer“.

Skoðun