Algengast að vinnustaðir vilji auka ánægju starfsfólks og bæta þjónustu „Það var ánægjulegt að sjá áherslu svarenda á ánægju starfsmanna, bæði sem helstu stefnumarkandi áskorun vinnustaða og helsta markmið hvað varðar starfsþróun,“ segir Guðrún Högnadóttir framkvæmdastjóri FranklinCovey á Íslandi um niðurstöður rannsóknar sem gerð var meðal stjórnenda í mars síðastliðnum. Niðurstöðurnar sýna að mikil vitundavakning hefur orðið á vinnumarkaði um mikilvægi þess að bæta andlega líðan og heilsu starfsfólks og stuðla þannig að vaxandi árangri vinnustaða. Atvinnulíf 2. júní 2021 07:01
Vona að lyf úr ofskynjunarsveppum komist á markað: „Ein meðferð eins og tíu ára sálfræðimeðferð“ Sérfræðingar segja byltingu framundan í meðferð við þunglyndi, kvíða og fíknisjúkdómum með lyfi sem unnið er úr ofskynjunarsveppum. Þau muni jafnvel leysa af hólmi stóran hluta kvíða- og þunglyndislyfja sem 13% landsmanna nota. Formaður Geðlæknafélags Íslands vonar að lyfin komist á markað en það þurfi fleiri rannsóknir. Innlent 1. júní 2021 21:56
„Ef einhver getur grætt á þessu þá er tilganginum náð“ Sylvía Briem Friðjónsdóttir og Eva Mattadóttir halda úti hlaðvarpinu Normið. Þær kynntust þegar þær störfuðu báðar sem þjálfarar hjá Dale Carnegie og í dag ná þær til þúsunda einstaklinga í gegnum hlaðvarpið. Lífið 1. júní 2021 20:00
Safna fyrir rannsóknum á brjóstakrabbameini með göngu í Þórsmörk Á laugardag verður haldinn styrktar- og gönguviðburðurinn Göngum saman og að þessu sinni fer hann fram í Þórsmörk. Markmið viðburðarins er að koma saman og ganga Þórsgötu og safna um leið fé til styrktar rannsóknum á brjóstakrabbameini. Lífið 1. júní 2021 14:31
Vinnualkar og helstu einkenni þeirra Við tölum oft um fólk sem við teljum vera algjöra vinnualka. Eða viðurkennum okkur sjálf sem vinnualka. Stundum tölum við um að það sé jákvætt að vera vinnualki. Svona eins og það sé tilvísun í að vera mjög duglegur í vinnu. Atvinnulíf 1. júní 2021 07:01
„Ég er spennt að takast á við nýjar áskoranir“ „Ég er náttúrulega frekar ný í þessum leik þannig margt er að koma á óvart. Það sem kemur alltaf hvað mest á óvart er hvað það leynast margir laumumeistarar út um allt,“ segir Birna Másdóttir um nýjustu þáttaröðina af GYM sem nú eru í sýningu. Lífið 31. maí 2021 15:06
Nánast með doktorspróf í þrautseigju og þolinmæði „Zeto er í raun fjölskyldufyrirtæki, stofnað af mér, móður minni, Fjólu Sigurðardóttur og móðurbróður, Steindóri Rúniberg Haraldssyni árið 2016. Það er Steindór sem hefur þróað þaraþykknið sem við notum í vörurnar okkar,“ segir Eydís Mary Jónsdóttir, einn stofnandi Zeto. Fyrirtækið er þessa dagana að kynna nýtt vatnslaust sjampó. Atvinnulíf 31. maí 2021 07:00
Sífellt fleiri börn og ungmenni meta andlega heilsu sína slæma Sviðsstjóri Lýðheilsusviðs Landlæknis segir sífellt fleiri börn og ungmenni meta andlega líðan sína slæma. Afar mikilvægt sé að bregðast við og samhæfa viðbrögð hjá þeim stofnunum sem koma að eða fylgjast með hópnum. Innlent 26. maí 2021 16:01
Væri til í að hafa eingöngu konur á Alþingi nokkur kjörtímabil „Ég myndi vilja jafna þennan leikvöll og sjá breytingarnar sem verða í samfélaginu,“ segir hlauparinn Arnar Pétursson. Að hans mati þarf margt að breytast í dínamík kynjanna hér á landi og er hann með ýmsar uppástungur á því hvernig hægt væri að gera það. Lífið 25. maí 2021 16:01
Hlaupa til styrktar fólki á landsbyggðinni í krabbameinsmeðferð Sveitafélag Hrunamannahrepps ætlar að setja á laggirnar nýtt hlaup fyrir íbúa sveitafélagsins. Hlaupið í ár verður í tileinkað nýstofnaðri landsbyggðardeild Ljóssins. Heilsa 25. maí 2021 10:01
„Vonandi ekki langt í að hægt verði að nota þessi lyf hér á landi“ Sálfræðingur vonar að ekki þurfi að bíða lengi eftir að meðferð með lyfjum sem eru unnin úr ofskynjunarsveppum verði leyfð hér á landi. Þau hafi reynst afar vel við mörgum geðröskunum. Lyfin opni milli heilastöðva þannig að fólk virðist eiga auðveldara með að vinna úr ýmsum sálrænum vanda. Innlent 24. maí 2021 15:00
Kannski er yfirmaðurinn þinn á breytingaskeiðinu sínu (á líka við karlmenn) Að tala um breytingaskeiðið fer oftast fram í frekar lokuðum hópum. Kannski hjá bestu vinkonum. Hjá hjónum. Hjá lækninum. Sjaldnast meðal karlmanna, en þó: Það kemur fyrir. Hjá báðum kynjum oft í gríni eða sem einhvers konar djók. Atvinnulíf 21. maí 2021 07:00
„Fitufordómar eru auðvitað bara kerfisbundið ofbeldi“ Erna Kristín Stefánsdóttir guðfræðingur og talskona fyrir jákvæða líkamsímynd segir stöðuna alvarlega þegar kemur að líkamsímynd kvenna á Íslandi. Lífið 20. maí 2021 11:31
Segir tímamót framundan í meðferð við þunglyndi, kvíða og ýmsum fíknisjúkdómum Geðlæknir segir að búast megi við byltingu í geðlækningum á næstu árum með lyfjum sem unnin eru úr svokölluðum ofskynjunarsveppum. Rannsóknir hafi sýnt að þau geti gagnast afar vel við þunglyndi, kvíða, áfallastreitu og fíknisjúkdómum. Hópur sérfræðinga skoði að leita til Lyfjastofnunar og ráðherra til að fá að gera rannsóknir á lyfinu hér á landi. Innlent 19. maí 2021 14:45
„Get bætt upp fyrir hlutina en ég get ekki breytt neinu“ Guðmundur er íþróttafræðingur og yfirþjálfari hjá Sundfélaginu Ægi sem hefur gengið í gegnum eitt og annað í lífinu svo sem höfuðkúpubrot fyrir 10 árum síðan. Lífið 19. maí 2021 07:01
Nýjar vörur frá Locobase fyrir viðkvæma húð Húðvörurnar frá Locobase eru þróaðar af húðlæknum. Nú hafa tvær nýjar vörur bæst við línuna. Lífið samstarf 18. maí 2021 13:31
Kostnaðarþátttaka ríkisins vegna gleraugna fyrir börn aukin úr 30 í 70 milljónir Foreldrar fjögurra ára barns með +3.0 sjónskerðingu á báðum augum fengu áður 7.000 krónur endurgreiddar vegna gleraugnakaupa árlega en mun frá og með 1. júní næstkomandi fá 20.000 krónur tvisvar á ári. Innlent 17. maí 2021 14:33
Yfirlýsing frá Samtökum um líkamsvirðingu vegna ítrekaðrar og einhliða fjölmiðlaumfjöllunar um offituaðgerðir Samtök um líkamsvirðingu telja ærið tilefni til að gera athugasemd við forsíðu Fréttablaðsins í gær, föstudaginn 14. maí. Þar kom fram að Klíníkin Ármúla áætli að líf þeirra þúsund einstaklinga sem fara í offituaðgerð hjá fyrirtækinu á árinu 2021 lengist um samtals sex þúsund ár. Skoðun 15. maí 2021 12:32
35 prósent starfsfólks á Íslandi í basli með líf sitt „Einna áhugaverðast er að rannsóknir tengdar bókinni styðja það enn og aftur að ein áhrifaríkasta leiðin til skapa heilbrigt starfsumhverfi og hafa jákvæð áhrif á starfsfólk er að gefa fólki tækifæri til að vaxa og nýta styrkleika sína í starfi, að sinna verkefnum sem því fellur vel að inna af hendi og hæfileikar þess nýtast,“ segir Marta Gall Jörgensen sérfræðingur hjá Gallup um nýútkomna bók, Wellbeing at Work: How to Build Resilient and Thriving Teams, eftir Jim Clifton stjórnarformann og framkvæmdastjóra Gallup á heimsvísu og Jim Harter, yfirrannsóknarstjóra. Atvinnulíf 7. maí 2021 07:01
Gríðarleg hugarfarsbreyting til hjólreiða á fáum árum Sviðsstjóri almennningsíþróttasviðs ÍSÍ segir gríðarlegan viðsnúning hafa orðið í hugarfari almennings til hjólreiða. Nú teljist enginn maður með mönnum nema eiga tvö hjól til skiptanna, áður fyrr hafi fólk ekki sagt frá því að það hjólaði í vinnuna. Innlent 5. maí 2021 13:30
Gyðjan fer úr því að hanna glamúrvörur í að framleiða tæki Líkamsmeðferðarstofan The House of Beauty fagnar þriggja ára afmæli með glæsilegum tilboðspakka. Stofan er vinsæll viðkomustaður meðal þeirra sem vilja bæta bæði líkamlegt form og heilsu. Lífið samstarf 5. maí 2021 08:50
Fer í góðu jafnvægi inn í sumarið Að huga að heilsunni, bæði líkamlega og andlega, hefur aldrei verið mikilvægara en nú þegar Covid geisar yfir. Heilsa 1. maí 2021 12:02
Acaí þeytingurinn hjá Nútrí sló strax í gegn Opnuðu veitingastað í miðju samkomubanni en sáu sannarlega ekki eftir því. Lífið samstarf 29. apríl 2021 16:33
„Við þurfum að vinna gegn útundanóttanum“ „Ég vinn meðal annars við að aðstoða og styðja fólk í að reyna að ná utan um þær óvelkomnu breytingar sem hafa orðið í Covid faraldrinum,“ segir Þórkatla Aðalsteinsdóttir sálfræðingur hjá Líf og sál og bendir á að vinnustaðir þurfi að huga vel að þeim áhrifum sem Covid er að hafa á fólk, því þeim áhrifum muni ekki ljúka með bólusetningum. Atvinnulíf 29. apríl 2021 07:01
Grunur um myglu á Kvistaborg: „Talað fyrir daufum eyrum,“ segir leikskólastjórinn Tvær deildir á leikskólanum Kvistaborg í Fossvoginum hafa verið fluttar í skátaheimili Garðbúa í Hólmgarði vegna gruns um myglu í húsnæði leikskólans. Síðast var ráðist í framkvæmdir vegna myglu á Kvistaborg árið 2017. Innlent 28. apríl 2021 12:06
Áhrifarík meðferð við naglasvepp Nailner vörurnar bæði meðhöndla og fyrirbyggja naglasvepp. Sýnt hefur verið fram á virkni varanna með viðurkenndum klínískum rannsóknum. Lífið samstarf 26. apríl 2021 10:39
RevitaLash komið til Íslands Nýtt vörumerki á íslenskan markað fyrir hár, augnhár og brúnir. Lífið samstarf 23. apríl 2021 08:46
Þetta á Linda Ben alltaf til í ísskápnum Heilsuvara vikunnar á Vísi eru ferskir og næringaríkir safar frá Innocent. Samstarf 20. apríl 2021 08:50
Sterkar vísbendingar um að eldfjallagasið muni hafa áhrif á heilsu fólks Sterklega má gera ráð fyrir að eldfjallagasið úr Geldingadölum muni leiða til aukinna öndunarfærasjúkdóma, sérstaklega hjá fólki í nálægri byggð. Börn og fólk með undirliggjandi sjúkdóma eru sérstaklega útsett fyrir menguninni. Innlent 16. apríl 2021 19:00
Þegar meðferð eykur líkur á langvinnum verkjum Fyrirsögnin er kannski svolítið dramatísk en á engu að síðu rétt á sér þegar nýlegar leiðbeiningar um gagnreynda endurhæfingu við stoðkerfisvandamálum eru skoðaðar og svo rannsóknir á því hvað gerist ef meðferðaraðilar fylgja ekki þessum leiðbeiningum. Skoðun 16. apríl 2021 08:01