„Minnið mitt fór út um gluggann“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 25. maí 2022 15:30 Ósk Gunnars er með þátt á FM957 frá 10 til 14 alla virka daga. Fm957 Ef fólk fær ekki góðan djúpsvefn, þá kemur á endanum að skuldardögum. Þetta sagði Ásgerður Guðmundsdóttir vinnuráðgjafi í viðtali hjá Ósk Gunnars á FM957. Ásgerður talaði þar meðal annars um mikilvægi djúpsvefns. „Hann varir mest fyrri hluta nætur. Það að fá góðan gæðasvefn þýðir það að skapið okkar verður betra því svefn gefur tilfinningamiðstöð heilans möguleika á að hvílast,“ segir Ásgerður meðal annars í viðtalinu. „Svefn afeitrar og veitir okkur hvíld af því að hann hefur áhrif á vöðvauppbyggingu og frumur endurnýja sig og sogæðakerfi heilans virkjast og tekur að hreinsa burt eiturefni sem safnast upp í vöku.“ Ásgerður Guðmunds hjá Vinnuheilsu er reglulega gestur á FM957.Aðsent Ásgerður bendir líka á að svefninn getur haft áhrif á matarlyst, hormónastarfsemi og margt annað. Ósk talar líka um það í klippunni hér fyrir neðan hvaða áhrif skertur svefn í eitt og hálft ár hafði á hennar líf og heilsu. „Ég breyttist í zombie.“ FM957 Heilsa Svefn Mest lesið Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Lífið Þegar desember verður erfiðari en hann þarf að vera Áskorun Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Lífið Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Lífið Kanónur í jólakósí Menning Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Lífið Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Lífið Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Lífið Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Lífið
Ásgerður talaði þar meðal annars um mikilvægi djúpsvefns. „Hann varir mest fyrri hluta nætur. Það að fá góðan gæðasvefn þýðir það að skapið okkar verður betra því svefn gefur tilfinningamiðstöð heilans möguleika á að hvílast,“ segir Ásgerður meðal annars í viðtalinu. „Svefn afeitrar og veitir okkur hvíld af því að hann hefur áhrif á vöðvauppbyggingu og frumur endurnýja sig og sogæðakerfi heilans virkjast og tekur að hreinsa burt eiturefni sem safnast upp í vöku.“ Ásgerður Guðmunds hjá Vinnuheilsu er reglulega gestur á FM957.Aðsent Ásgerður bendir líka á að svefninn getur haft áhrif á matarlyst, hormónastarfsemi og margt annað. Ósk talar líka um það í klippunni hér fyrir neðan hvaða áhrif skertur svefn í eitt og hálft ár hafði á hennar líf og heilsu. „Ég breyttist í zombie.“
FM957 Heilsa Svefn Mest lesið Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Lífið Þegar desember verður erfiðari en hann þarf að vera Áskorun Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Lífið Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Lífið Kanónur í jólakósí Menning Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Lífið Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Lífið Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Lífið Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Lífið