Lífið

Aron Einar og Krist­björg opna búð á Suður­lands­braut: „Kominn tími til að snúa vörn í sókn“

Ása Ninna Pétursdóttir skrifar
Hjónin Kristbjörg og Aron Einar eru eigendur íslenska húðvörumerkisins AK Pure Skin. Vörurnar hafa hingað til einungis verið til sölu í vefverslun þeirra og völdum söluaðilum. Kristbjörg segir núna vera réttan tíma til að færa út kvíarnar. 
Hjónin Kristbjörg og Aron Einar eru eigendur íslenska húðvörumerkisins AK Pure Skin. Vörurnar hafa hingað til einungis verið til sölu í vefverslun þeirra og völdum söluaðilum. Kristbjörg segir núna vera réttan tíma til að færa út kvíarnar.  Steina Matt

Fótboltamaðurinn Aron Einar og eiginkona hans Kristbjörg Jónasdóttir opnuðu snyrtivöruverslunina AK Pure Skin síðastliðinn föstudag. 

Verslunin, sem er staðsett á Suðurlandsbraut 10, selur húðvörurnar AK Pure Skin sem er vörumerki þeirra hjóna. 

Fyrirtækið var stofnað árið 2019 og hafa vörurnar hingað til verið fáanlegar í vefverslun þeirra og hjá öðrum söluaðilum. Vörulínan er að fullu þróuð og framleidd á Íslandi.

„Notið þess að vera samkvæm sjálfum okkur“

Í fréttatilkynningu AK Pure Skin segir Kristbjörg þau Aron hafa lagt hart að sér að þróa og framleiða vörur fyrir viðskiptavini sína en vörurnar séu einnig þeirra drauma húðvörur. Þau hafi fundið fyrir áhuga á persónulegri þjónustu og því hafi þau ákveðið að stíga það skref að opna verslun. 

Eftir þrjú ár og ótrúlegar sveiflur, meðal annars vegna heimsfaraldurs COVID, töldum við hjónin að það væri kominn tími til að snúa vörn í sókn.

Hún segir það mikilvægt að fólk hugsi vel um sjálft sig og geri það heildstætt. 

„Ég held líka að við höfum notið þess að vera samkvæm sjálfum okkur í því sem við gerum og það hafa viðskiptavinir okkar kunnað að meta,“ segir Kristbjörg.


Tengdar fréttir

Stjörnum prýtt partí hjá Aroni og Kristbjörgu

Landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson og athafnarkonan Kristbjörg Jónasdóttir blésu til heljarinnar kynningarpartýs í gær í tilefni afhjúpunar AK Pure Skin húðvörulínunnar, sem þau hjónin hafa unnið að síðustu þrjú árin.

„Við vorum eins og systur“

„Ég er eiginlega ekki búin að átta mig á þessu ennþá,“ segir athafnarkonan Kristbjörg Jónasdóttir, sem er gestur Einkalífsins í þessari viku.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.