„Orðin sköllótt og þekki sjálfa mig ekki lengur“ Elísabet Hanna skrifar 20. maí 2022 10:31 Halla Dagný Úlfsdóttir segir frá reynslu sinni af því að greinast með krabbameini í nýjasta þættinum af Fokk ég er með krabbamein. Vísir/Vilhelm Halla Dagný Úlfsdóttir hefur þrisvar sinnum greinst með krabbamein en hún er aðeins 28 ára gömul. Hún greindist fyrst fyrir fjórum árum með leghálskrabbamein á fjórða stigi, síðar sama ár greinist hún aftur og í þriðja skiptið í lok árs 2020. Bjartsýn Við tóku lyfjameðferðir, geislar og að lokum eftir þriðju greininguna, sem var staðbundin, var framkvæmd aðgerð. Aðgerðin var legnám þar sem legið, legháls og eggjaleiðarar eru teknir. Í dag er eitt og hálft ár síðan krabbameinið gerði síðast vart við sig. Halla Dagný Úlfsdóttir stundar og kennir jóga.Vísir/Vilhelm Það lengsti tíminn sem hefur liðið síðan fyrsta greiningin kom og er hún bjartsýn með framtíðina. Halla nýtir tímann sinn til þess að ferðast, að kenna og iðka jóga og vera með fólkinu sínu. Þáttinn má heyra í heild sinni hér að neðan en þar ræðir hún við Sigríði Þóru Ásgeirsdóttur um Kraft, heilsuna, hvernig hún greindist, að upplifa sig sem byrgði á fjölskylduna, tryggingar og „survivor's guilt“. Klippa: Fokk ég er með Krabbamein - Ég hefði viljað eignast börn Skrítið að greinast ung Halla Dagný segist hafa verið ung og að leika sér í lífinu þegar hún fékk greininguna. Hún stundaði nám í háskólanum, fór í ræktina og djammaði um helgar en skyndlega breyttist allt. „Allt í einu er ég dottin út úr því, orðin sköllótt og þekki sjálfa mig ekki lengur,“ segir Halla. Hún segir það hafa tekið dágóðan tíma að venjast hárleysinu og fannst fyrst um sinn erfitt að fara út án þess. Hún segir það hafa verið ómetanlegt að geta leitað til Krafts þegar hún var skyndilega komin á þennan stað og hefur eignast góðan og sterkan vinahóp út frá félaginu. View this post on Instagram A post shared by Halla Dagny (@halladagny) „Vinkonur mínar sem voru bara áfram í háskólanum og voru að djamma og ég var bara heima eitthvað með krabbamein, við hvern á ég að tala?“ Syrgir barneignir „Legið var tekið síðast en eftir geislana og allt það þá hef ég ekki getað gengið með börn,“ segir Halla. „Fyrst þegar ég greindist þá var enginn tími til að bíða og ræða þessi málefni, það var ekki einu sinni minnst á það en ég einhvernveginn gerði mér grein fyrir því sjálf að það væri ekkert gefið að ég gæti átt börn.“ View this post on Instagram A post shared by Halla Dagny (@halladagny) Með tímanum fór staðreyndin að læðast að henni og í dag segist hún vera á þeim aldri að margir í kringum hana séu að eignast börn. „Núna undanfarið finn ég hvað ég hefi viljað það mikið,“ segir hún og segist leyfa sér að syrgja þá upplifun þegar tilfinningarnar koma. „Það er eins og að syrgja eitthvað, stundum er það alveg ömurlegt og sárt.“ Erfitt að hugsa til þess að eignast maka Hún segir möguleikana ekki vera marga þegar kemur að barneignum þar sem hún mætti líklega ekki ættleiða vegna heilsu þar sem leghálskrabbamein á fjórða stigi hafi tilhneigingu til þess að koma aftur, þó að það gangi mjög vel hjá henni. Hún segir krabbameinið hafa haft áhrif á viljann til að eignast maka því hún segir það hræða sig að vera með einhverjum og greinast aftur. View this post on Instagram A post shared by Halla Dagny (@halladagny) „Svo náttúrulega get ég ekki átt börn og mér finnst það, líka svona flókið afþví ég myndi ekki vilja taka það frá einhverjum, að geta ekki eignast börn.“ Klisjurnar sannar Halla Dagný segir gömlu klisjuna vera sanna að veikindin gefi manni nýja sýn á lífið og upplifði hún líkt og hula hafi verið tekin frá og hún hafi séð hvað virkilega skiptir máli. „Ég náttúrulega lifi þannig að ég get vaknað á morgun með einhvern verk og það er komið aftur krabbameinið.“ Hún segir suma daga vera erfiðara en aðra andlega, að neikvæðu hugsanirnar komi reglulega upp, oftast nái hún að bæla þeim frá en suma daga þurfi að leyfa þeim að vera til þess að komast yfir þá. Árleg vitundavakning Krafts er að hefjast og verður risa perlu viðburður haldinn í Hörpu um helgina, 22. Maí þar sem stefnt er á að slá íslandsmet í perli. View this post on Instagram A post shared by Kraftur (@krafturcancer) Markmið átaksins er að selja ný Lífið er núna armbönd, fá fólk til að koma saman og sýna samstöðu með því að perla armbönd og sýna almenningi inn í reynsluheim félagsmanna Krafts og þeim áskorunum sem verða á vegi þeirra. Fokk ég er með krabbamein Heilsa Tengdar fréttir Erfitt að vera ekki á landinu þegar hann lést „Það sem ég mæli með fyrir alla sem þurfa að ganga í gegnum þetta er að tala opinskátt um hlutina,“ segir Katla Njálsdóttir Þórudóttir. Hún missti föður sinn Njál Þórðarson aðeins sextán ára gömul eftir mjög stutta og erfiða baráttu við krabbamein. 2. apríl 2022 10:00 „Mér leið eins og hann væri búinn að gefast upp“ Svavar Pétur Eysteinsson, einnig þekktur sem Prins Póló greindist með krabbamein á fjórða stigi í lok ársins 2018 og hefur hann ásamt eiginkonu sinni Berglindi Häsler verið að þreifa sig í gegnum það stóra verkefni. Það er á markmiðalistanum að vera á lífi og hjónin taka einn dag í einu. 18. mars 2022 10:31 „Mig langar að lifa og mig langar að verða gamall með konunni minni“ Ástríðufulli íþróttalýsandinn Sigurbjörn Árni Arngrímsson greindist með ólæknandi sortuæxli og deilir sögu sinni í nýjasta Krafts hlaðvarpsþættinum af Fokk ég er með krabbamein. 18. febrúar 2022 17:56 Mest lesið Sviptir hulunni af þrettánda barni Musks Lífið Baltasar, Sunneva og Kilja litla njóta lífsins Lífið Tom Cruise og Ana de Armas sögð stinga saman nefjum Lífið Þau komust áfram í úrslit Söngvakeppninar Lífið Krakkatían: Eurovision, Góa og Gettu betur Lífið Þórdís Björk selur höllina á Arnarnesi Lífið Dúbaí-súkkulaðið umtalaða: „Þetta er galin sala“ Lífið „Við höfum það fyrir sið að faðmast í að lágmarki sjö sekúndur á hverjum morgni“ Lífið samstarf Móðirin ósátt við veru sonarins í Hvíta húsinu Lífið Barnaníðsmáli Jay-Z vísað frá Lífið Fleiri fréttir Tom Cruise og Ana de Armas sögð stinga saman nefjum Sviptir hulunni af þrettánda barni Musks Krakkatían: Eurovision, Góa og Gettu betur Þau komust áfram í úrslit Söngvakeppninar Baltasar, Sunneva og Kilja litla njóta lífsins Barnaníðsmáli Jay-Z vísað frá Fréttatía vikunnar: Mismæli, sakborningar og Elon Musk Dúbaí-súkkulaðið umtalaða: „Þetta er galin sala“ Bitist um miða á ball vinstri sinnaðs ábreiðubands Þórdís Björk selur höllina á Arnarnesi „Sorgleg þróun“ Líf og fjör í teiti 66°Norður í Kaupmannahöfn „Fann það á mér að það væri of mikil fórn“ Kanye og Censori séu við það að skilja Öðruvísi hugmyndir fyrir Valentínusardaginn Blár hvalur í kveðjugjöf „Geta tveir einstaklingar með svona ólíka lífssýn átt í hjónabandi?“ Russell Brand stefnt vegna kynferðislegrar áreitni Eyþór Wöhler hefur fundið ástina Björn Hlynur og Rakel slettu úr klaufunum Breytti lúxusíbúð frá 1985 í Efstaleitinu í risastóra lúxussvítu Von Trier lagður inn á hjúkrunarheimili Eldri borgarar á hraðstefnumóti í Bíó paradís Íslensku kryddpíurnar en hver er hvað? Móðirin ósátt við veru sonarins í Hvíta húsinu Öryrki um þrítugt vegna verkja en lyfjalaus í dag Draumurinn rættist en honum fylgdi skömm Taldi sig hólpna því síminn hringdi aldrei Tilhugsun um kynlíf á ný óbærileg Forsetahjónin mættu á frumsýningu Sigurvilja Sjá meira
Bjartsýn Við tóku lyfjameðferðir, geislar og að lokum eftir þriðju greininguna, sem var staðbundin, var framkvæmd aðgerð. Aðgerðin var legnám þar sem legið, legháls og eggjaleiðarar eru teknir. Í dag er eitt og hálft ár síðan krabbameinið gerði síðast vart við sig. Halla Dagný Úlfsdóttir stundar og kennir jóga.Vísir/Vilhelm Það lengsti tíminn sem hefur liðið síðan fyrsta greiningin kom og er hún bjartsýn með framtíðina. Halla nýtir tímann sinn til þess að ferðast, að kenna og iðka jóga og vera með fólkinu sínu. Þáttinn má heyra í heild sinni hér að neðan en þar ræðir hún við Sigríði Þóru Ásgeirsdóttur um Kraft, heilsuna, hvernig hún greindist, að upplifa sig sem byrgði á fjölskylduna, tryggingar og „survivor's guilt“. Klippa: Fokk ég er með Krabbamein - Ég hefði viljað eignast börn Skrítið að greinast ung Halla Dagný segist hafa verið ung og að leika sér í lífinu þegar hún fékk greininguna. Hún stundaði nám í háskólanum, fór í ræktina og djammaði um helgar en skyndlega breyttist allt. „Allt í einu er ég dottin út úr því, orðin sköllótt og þekki sjálfa mig ekki lengur,“ segir Halla. Hún segir það hafa tekið dágóðan tíma að venjast hárleysinu og fannst fyrst um sinn erfitt að fara út án þess. Hún segir það hafa verið ómetanlegt að geta leitað til Krafts þegar hún var skyndilega komin á þennan stað og hefur eignast góðan og sterkan vinahóp út frá félaginu. View this post on Instagram A post shared by Halla Dagny (@halladagny) „Vinkonur mínar sem voru bara áfram í háskólanum og voru að djamma og ég var bara heima eitthvað með krabbamein, við hvern á ég að tala?“ Syrgir barneignir „Legið var tekið síðast en eftir geislana og allt það þá hef ég ekki getað gengið með börn,“ segir Halla. „Fyrst þegar ég greindist þá var enginn tími til að bíða og ræða þessi málefni, það var ekki einu sinni minnst á það en ég einhvernveginn gerði mér grein fyrir því sjálf að það væri ekkert gefið að ég gæti átt börn.“ View this post on Instagram A post shared by Halla Dagny (@halladagny) Með tímanum fór staðreyndin að læðast að henni og í dag segist hún vera á þeim aldri að margir í kringum hana séu að eignast börn. „Núna undanfarið finn ég hvað ég hefi viljað það mikið,“ segir hún og segist leyfa sér að syrgja þá upplifun þegar tilfinningarnar koma. „Það er eins og að syrgja eitthvað, stundum er það alveg ömurlegt og sárt.“ Erfitt að hugsa til þess að eignast maka Hún segir möguleikana ekki vera marga þegar kemur að barneignum þar sem hún mætti líklega ekki ættleiða vegna heilsu þar sem leghálskrabbamein á fjórða stigi hafi tilhneigingu til þess að koma aftur, þó að það gangi mjög vel hjá henni. Hún segir krabbameinið hafa haft áhrif á viljann til að eignast maka því hún segir það hræða sig að vera með einhverjum og greinast aftur. View this post on Instagram A post shared by Halla Dagny (@halladagny) „Svo náttúrulega get ég ekki átt börn og mér finnst það, líka svona flókið afþví ég myndi ekki vilja taka það frá einhverjum, að geta ekki eignast börn.“ Klisjurnar sannar Halla Dagný segir gömlu klisjuna vera sanna að veikindin gefi manni nýja sýn á lífið og upplifði hún líkt og hula hafi verið tekin frá og hún hafi séð hvað virkilega skiptir máli. „Ég náttúrulega lifi þannig að ég get vaknað á morgun með einhvern verk og það er komið aftur krabbameinið.“ Hún segir suma daga vera erfiðara en aðra andlega, að neikvæðu hugsanirnar komi reglulega upp, oftast nái hún að bæla þeim frá en suma daga þurfi að leyfa þeim að vera til þess að komast yfir þá. Árleg vitundavakning Krafts er að hefjast og verður risa perlu viðburður haldinn í Hörpu um helgina, 22. Maí þar sem stefnt er á að slá íslandsmet í perli. View this post on Instagram A post shared by Kraftur (@krafturcancer) Markmið átaksins er að selja ný Lífið er núna armbönd, fá fólk til að koma saman og sýna samstöðu með því að perla armbönd og sýna almenningi inn í reynsluheim félagsmanna Krafts og þeim áskorunum sem verða á vegi þeirra.
Fokk ég er með krabbamein Heilsa Tengdar fréttir Erfitt að vera ekki á landinu þegar hann lést „Það sem ég mæli með fyrir alla sem þurfa að ganga í gegnum þetta er að tala opinskátt um hlutina,“ segir Katla Njálsdóttir Þórudóttir. Hún missti föður sinn Njál Þórðarson aðeins sextán ára gömul eftir mjög stutta og erfiða baráttu við krabbamein. 2. apríl 2022 10:00 „Mér leið eins og hann væri búinn að gefast upp“ Svavar Pétur Eysteinsson, einnig þekktur sem Prins Póló greindist með krabbamein á fjórða stigi í lok ársins 2018 og hefur hann ásamt eiginkonu sinni Berglindi Häsler verið að þreifa sig í gegnum það stóra verkefni. Það er á markmiðalistanum að vera á lífi og hjónin taka einn dag í einu. 18. mars 2022 10:31 „Mig langar að lifa og mig langar að verða gamall með konunni minni“ Ástríðufulli íþróttalýsandinn Sigurbjörn Árni Arngrímsson greindist með ólæknandi sortuæxli og deilir sögu sinni í nýjasta Krafts hlaðvarpsþættinum af Fokk ég er með krabbamein. 18. febrúar 2022 17:56 Mest lesið Sviptir hulunni af þrettánda barni Musks Lífið Baltasar, Sunneva og Kilja litla njóta lífsins Lífið Tom Cruise og Ana de Armas sögð stinga saman nefjum Lífið Þau komust áfram í úrslit Söngvakeppninar Lífið Krakkatían: Eurovision, Góa og Gettu betur Lífið Þórdís Björk selur höllina á Arnarnesi Lífið Dúbaí-súkkulaðið umtalaða: „Þetta er galin sala“ Lífið „Við höfum það fyrir sið að faðmast í að lágmarki sjö sekúndur á hverjum morgni“ Lífið samstarf Móðirin ósátt við veru sonarins í Hvíta húsinu Lífið Barnaníðsmáli Jay-Z vísað frá Lífið Fleiri fréttir Tom Cruise og Ana de Armas sögð stinga saman nefjum Sviptir hulunni af þrettánda barni Musks Krakkatían: Eurovision, Góa og Gettu betur Þau komust áfram í úrslit Söngvakeppninar Baltasar, Sunneva og Kilja litla njóta lífsins Barnaníðsmáli Jay-Z vísað frá Fréttatía vikunnar: Mismæli, sakborningar og Elon Musk Dúbaí-súkkulaðið umtalaða: „Þetta er galin sala“ Bitist um miða á ball vinstri sinnaðs ábreiðubands Þórdís Björk selur höllina á Arnarnesi „Sorgleg þróun“ Líf og fjör í teiti 66°Norður í Kaupmannahöfn „Fann það á mér að það væri of mikil fórn“ Kanye og Censori séu við það að skilja Öðruvísi hugmyndir fyrir Valentínusardaginn Blár hvalur í kveðjugjöf „Geta tveir einstaklingar með svona ólíka lífssýn átt í hjónabandi?“ Russell Brand stefnt vegna kynferðislegrar áreitni Eyþór Wöhler hefur fundið ástina Björn Hlynur og Rakel slettu úr klaufunum Breytti lúxusíbúð frá 1985 í Efstaleitinu í risastóra lúxussvítu Von Trier lagður inn á hjúkrunarheimili Eldri borgarar á hraðstefnumóti í Bíó paradís Íslensku kryddpíurnar en hver er hvað? Móðirin ósátt við veru sonarins í Hvíta húsinu Öryrki um þrítugt vegna verkja en lyfjalaus í dag Draumurinn rættist en honum fylgdi skömm Taldi sig hólpna því síminn hringdi aldrei Tilhugsun um kynlíf á ný óbærileg Forsetahjónin mættu á frumsýningu Sigurvilja Sjá meira
Erfitt að vera ekki á landinu þegar hann lést „Það sem ég mæli með fyrir alla sem þurfa að ganga í gegnum þetta er að tala opinskátt um hlutina,“ segir Katla Njálsdóttir Þórudóttir. Hún missti föður sinn Njál Þórðarson aðeins sextán ára gömul eftir mjög stutta og erfiða baráttu við krabbamein. 2. apríl 2022 10:00
„Mér leið eins og hann væri búinn að gefast upp“ Svavar Pétur Eysteinsson, einnig þekktur sem Prins Póló greindist með krabbamein á fjórða stigi í lok ársins 2018 og hefur hann ásamt eiginkonu sinni Berglindi Häsler verið að þreifa sig í gegnum það stóra verkefni. Það er á markmiðalistanum að vera á lífi og hjónin taka einn dag í einu. 18. mars 2022 10:31
„Mig langar að lifa og mig langar að verða gamall með konunni minni“ Ástríðufulli íþróttalýsandinn Sigurbjörn Árni Arngrímsson greindist með ólæknandi sortuæxli og deilir sögu sinni í nýjasta Krafts hlaðvarpsþættinum af Fokk ég er með krabbamein. 18. febrúar 2022 17:56