Öll að koma til eftir fólskulegt brot Elín Klara Þorkelsdóttir er á batavegi eftir fautabrot andstæðings Hauka í Evrópuleik í gær. Haukakonur náðu sögulegum árangri og stefna enn lengra í keppninni. Handbolti 14. janúar 2025 08:00
Önnur U-beygja og Hafsteinn með gegn Íslandi Strákarnir okkar gætu enn þurft að glíma við landa sinn, Hafstein Óla Berg Ramos Rocha, í fyrsta leiknum á HM í handbolta. Hafsteinn hefur á ný verið kallaður inn í landsliðshóp Grænhöfðaeyja. Handbolti 14. janúar 2025 07:21
Fékk blóðtappa í heila degi eftir að HM draumurinn var úr sögunni Alexander Blonz, markahæsti landsliðsmaður Noregs í handbolta á Ólympíuleikunum síðasta sumar sem og Evrópumótinu í ágúst, hefur ekki átt sjö dagana sæla undanfarið. Handbolti 13. janúar 2025 22:45
Þórir búinn að opna pakkann Þórir Hergeirsson fékk óvænta gjöf frá Jesper Jensen, þáverandi landsliðsþjálfara Danmerkur, eftir síðasta leik sinn sem þjálfari norska kvennalandsliðsins í handbolta. Hann er núna búinn að opna pakkann. Handbolti 13. janúar 2025 14:17
Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Norska handboltafélagið Vipers frá Kristiansand er endanlega orðið gjaldþrota. Tilraunir til að bjarga félaginu í haust báru á endanum ekki árangur. Handbolti 13. janúar 2025 10:28
Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins Haukar komust áfram í 8-liða úrslit Evrópubikarkeppni kvenna þegar liðið lagði úkraínska liðið HC Galychanka Lviv með tveimur mörkum í dag. Handbolti 12. janúar 2025 20:31
„Mjög fegin að við kláruðum þetta“ Rut Jónsdóttir var alsæl með tveggja marka sigur Hauka á úkraínska liðinu Galychanka Lviv í 16-liða úrslitum Evrópubikar kvenna í handbolta í dag. Handbolti 12. janúar 2025 19:40
Dana fór illa með færin sín en það kom ekki að sök Dana Björg Guðmundsdóttir og félagar hennar í Volda eru áfram sigurreifar á toppi norsku b-deildarinnar eftir útisigur í dag. Handbolti 12. janúar 2025 15:24
Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Albin Lagergren var liði sænska handboltalandsliðsins í gær sem vann það íslenska í síðasta æfingaleik sínum fyrir heimsmeistaramótið í handbolta. Það munaði þó litlu að hann hefði aldrei fengið tækifæri til þess að spila á mótinu. Handbolti 12. janúar 2025 11:01
Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Haukar fara með ágætt veganesti í seinni leik liðsins gegn úkraínska liðinu Galychanka Lviv. Haukar unnu tveggja marka sigur í fyrri leik liðanna í dag. Handbolti 11. janúar 2025 18:48
Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Valskonur gerðu 25-25 jafntefli við Malaga þegar liðin mættust í 16-liða úrslitum EHF-bikarsins í handbolta. Seinni leikur liðanna fer fram á heimavelli Vals um næstu helgi. Handbolti 11. janúar 2025 18:38
Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Landsliðskonan Díana Dögg Magnúsdóttir var í eldlínunni með liði Blomberg-Lippe sem tók á móti franska liðinu Dijon í fyrstu umferð Evrópudeildar kvenna í handknattleik í dag. Handbolti 11. janúar 2025 16:36
Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Ísland tapaði með tveimur mörkum í æfingaleik ytra gegn Svíþjóð, síðasta leik liðsins fyrir heimsmeistaramótið. Strákarnir okkar áttu erfitt uppdráttar sóknarlega, lentu langt eftir á í fyrri hálfleik og þurftu, þrátt fyrir betri spilamennsku í seinni hálfleik, að sætta sig við 26-24 tap. Handbolti 11. janúar 2025 16:31
Aldís Ásta frábær í stórsigri Íslenska handboltakonan Aldís Ásta Heimisdóttir átti mjög góðan leik í sænsku úrvalsdeildinni í dag þegar lið hennar var stórsigur og hélt sigurgöngu sinni áfram. Handbolti 11. janúar 2025 16:26
Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Stjarnan fagnaði sigri í Olís deild kvenna í handbolta í dag en það var jafntefli í hinum leik dagsins. Handbolti 11. janúar 2025 15:07
Þórir hefur ekki áhuga Þórir Hergeirsson hefur ekki áhuga á því að taka við þjálfun danska kvennalandsliðinu í handbolta en hann staðfesti það í viðtali í norsku dagblaði. Handbolti 11. janúar 2025 11:01
„Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Íslenska karlalandsliðið í handbolta á að setja stefnuna á 8-liða úrslit, hið minnsta, á komandi heimsmeistaramóti samkvæmt fyrrum landsliðsmanni. Margt má taka út úr jafntefli við sterkt lið Svía í gær. Handbolti 11. janúar 2025 08:00
Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Króatía vann afar sannfærandi sigur á Slóveníu í vináttulandsleik í kvöld en bæði liðin eru að undirbúa sig fyrir heimsmeistaramótið í handbolta seinna í þessum mánuði. Handbolti 10. janúar 2025 20:47
Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Íslenska landsliðskonan Sandra Erlingsdóttir er að koma til baka eftir barnsburð og hjálpaði sínu liði að vinna flottan útisigur í kvöld í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta. Handbolti 10. janúar 2025 19:36
Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum Handknattleikssamband Grænhöfðaeyja hefur tilkynnt lokahóp sinn fyrir HM í handbolta og þar vantar okkar mann, Hafstein Óla Berg Ramos Rocha. Handbolti 10. janúar 2025 12:02
HM úr sögunni hjá Arnari Frey Línumaðurinn Arnar Freyr Arnarsson verður ekki með íslenska handboltalandsliðinu á HM vegna meiðslanna sem hann varð fyrir í leiknum gegn Svíþjóð í gær. Handbolti 10. janúar 2025 10:30
„Það mikilvægasta sem við eigum“ Janus Daði Smárason segir íslenska landsliðið ávallt vera það sem er honum mikilvægast á ferlinum. Hann fagnaði þrítugsafmæli á dögunum en býr sig nú undir HM sem hefst í næstu viku. Handbolti 10. janúar 2025 10:01
Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Íslenska karlalandsliðið í handbolta hefur leik á HM í Zagreb næsta fimmtudagskvöld. Nýjar landsliðstreyjur úr smiðju Adidas eru enn ófáanlegar fyrir stuðningsmenn, og í versta falli fara treyjurnar ekki í sölu fyrr en eftir heimsmeistaramótið. Handbolti 10. janúar 2025 08:03
Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Íslenska karlalandsliðið í handbolta varð fyrir áfalli í kvöld þegar línumaðurinn Arnar Freyr Arnarsson meiddist í leik á móti Svíum. Handbolti 9. janúar 2025 22:01
Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Ísland og Svíþjóð skildu jöfn, 31-31, í fyrri vináttulandsleik þjóðanna í handbolta karla í kvöld. Leikið var í Kristianstad. Svíar tryggðu sér jafntefli með því að skora síðustu tvö mörk leiksins. Handbolti 9. janúar 2025 19:45
Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Henrik Møllgaard viðurkennir að Niklas Landin og Mikkel Hansen skilji eftir sig stór skörð í danska handboltalandsliðinu og talar um tómarúm í þeim efnum. Handbolti 9. janúar 2025 16:31
Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Króatar verða væntanlega mótherjar Íslands í milliriðli á HM í handbolta í þessum mánuði. Dagur Sigurðsson, þjálfari Króatíu, var vægast sagt óhress með lið sitt í gærkvöld. Handbolti 9. janúar 2025 14:00
Eyjaför hjá bikarmeisturunum Valur mætir ÍBV á útivelli í átta liða úrslitum Powerade-bikars kvenna í handbolta. Valskonur eiga titil að verja. Handbolti 9. janúar 2025 13:00
Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Teiti Erni Einarssyni gefst stórt tækifæri á komandi heimsmeistaramóti að stimpla sig inn í íslenska landsliðið í fjarveru sveitungs síns Ómars Inga Magnússonar. Þetta er tækifæri sem Teitur hyggst grípa báðum höndum. Handbolti 9. janúar 2025 10:01
„Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ „Ég er mjög ánægður, fannst við spila mjög vel og sérstaklega í seinni hálfleik. Vorum mjög sannfærandi og vinnum í raun bara nokkuð sannfærandi,“ sagði stoltur og sáttur Ágúst Jóhannsson, þjálfari Vals, eftir 31-28 sigur sinna kvenna í toppslag Olís deildarinnar gegn Fram. Eftir tvo leiki á fimm dögum í upphafi árs flýgur liðið svo til Spánar í nótt. Handbolti 8. janúar 2025 22:35