

Handbolti
Fréttir af handbolta og handboltafólki, bæði innanlands sem utan.

„Ég held að þeim hafi bara liðið vel allan tímann“
„Erfiður dagur. Við vorum bara ekki nægilega góðir,“ sagði landsliðsþjálfarinn Snorri Steinn Guðjónsson eftir sex marka tap gegn Króatíu. Hann segir liðið ekki hafa náð sama takti varnarlega og í síðustu tveimur leikjum, tapið muni síðan líklega kosta sæti í átta liða úrslitum.

„Gerðum nákvæmlega það sem við ætluðum ekki að gera“
„Við vorum með allt klárt og gerðum nákvæmlega það sem við ætluðum ekki að gera,“ sagði Aron Pálmarsson, landsliðsfyrirliði í handbolta, hundóánægður eftir skelfilega útreið gegn Króatíu á HM í Zagreb í kvöld.

Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu
Eftir skelfilegt tap gegn Króatíu í Zagreb í kvöld veltur draumur Íslands um sæti í 8-liða úrslitum á HM á hjálp frá Slóveníu á sunnudaginn. Króatar voru átta mörkum yfir eftir ótrúlegan fyrri hálfleik, 20-12, og unnu að lokum 32:26.

Stjarnan réði ekki við hraðann á Selfossi
Selfoss tók á móti Stjörnunni í þrettándu umferð Olís deildar kvenna og vann fimm marka sigur. 27-22 urðu lokatölur eftir að Selfoss skoraði síðustu þrjú mörk leiksins.

Afskrifuð stjarna Króata óvænt með
Það vakti töluverða undrun í fjölmiðlaaðstöðunni í Zagreb þegar Domagoj Duvnjak, fyrirliði Króata, var skyndilega mættur til leiks gegn íslenska landsliðinu.

Okkar menn fengu ekki slóvenskan greiða
Egyptaland jafnaði Ísland að stigum í milliriðli 4 á HM í handbolta karla með sigri á Slóveníu, 26-25, í dag.

Einar Þorsteinn kemur inn í hópinn
Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, gerir eina breytingu á leikmannahópi liðsins fyrir leikinn gegn Króatíu í milliriðli 4 á heimsmeistaramótinu í kvöld.

Sögulegur árangur Portúgals á HM
Portúgalar eru komnir áfram í 8-liða úrslit HM karla í handbolta í fyrsta sinn, eftir að hafa skellt grönnum sínum frá Spáni, 35-29, í dag.

Býr sig undir að mæta morðingjum í kvöld
Janus Daði Smárason er klár í slaginn fyrir leik Íslands við Króatíu á HM karla í handbolta í Zagreb í kvöld. Búast má við gríðarmikilli stemningu.

Sjáðu afmælisbarn og fleiri hressa Íslendinga hita upp í Zagreb
Vísir var í beinni útsendingu frá miðborg Zagreb í dag, þar sem stuðningsmenn Íslands gleðjast saman og hita upp fyrir stórleikinn við Króatíu á HM í handbolta í kvöld.

„Kjánaskapur að halda að eitthvað sé komið“
Snorri Steinn Guðjónsson landsliðsþjálfari er ekkert að fara fram úr sér þó svo það gangi vel á HM. Hann veit sem er að það er næg vinna fram undan.

Klippti hálft landsliðið eftir beiðni Viktors: „Ég fékk svona 70 skilaboð“
Ægir Líndal var með skærin á lofti á Westin-hótelinu í Zagreb og snyrti hár strákanna okkar fyrir leik kvöldsins við Króatíu. Athygli vakti þegar Viktor Gísli Hallgrímsson óskaði eftir klippingu á samfélagsmiðlum í vikunni.

„Íslenska liðið lítur vel út“
Það verður vafalítið sérstök stund fyrir Dag Sigurðsson að mæta Íslandi í kvöld en hann er þjálfari króatíska landsliðsins. Fyrsti útlendingurinn sem fékk það eftirsótta starf.

Strákarnir fá veiðiferð í verðlaun ef þeir komast áfram
Leigutaki í Stóru-Laxá í Hreppum hefur heitið því að bjóða öllu karlalandsliði Íslands í handbolta í fjögurra daga veiðiholl í ánni, komist liðið í átta liða úrslit heimsmeistaramótsins sem nú stendur yfir. Strákarnir eru í dauðafæri til þess að tryggja sér ferðina.

Gætið ykkar: Maðurinn sem vildi stýra Íslandi með Snorra
Íslenska karlalandsliðið í handbolta þarf á öllum sínum kröftum að halda í kvöld til að vinna Króata á heimavelli þeirra í Zagreb, í afar mikilvægum leik á HM. Í liði Króata má finna frábæra leikmenn og þjálfarinn Dagur Sigurðsson veit sjálfsagt allt sem hægt er að vita um íslenska liðið.

HM í dag: Sérstakur gestur og sögulegar sættir
Brugðið var út af vananum í þætti dagsins af HM í dag í Zagreb. Sérlega góður gestur lét sjá sig og þá urðu sögulegar sættir.

Harðarmenn bæta við sig Brassa, Japana og Slóvaka á einu bretti
Hörður hefur heldur betur styrkt sig vel fyrir lokabaráttunni um sæti í Olís deild karla í handbolta. Reynslubolti gerir samning út tímabilið en tveir 22 ára strákar sem til ársins 2022.

Bjarki úr leik og Stiven kallaður til
Vinstri hornamaðurinn Bjarki Már Elísson hefur neyðst til að draga sig úr íslenska landsliðshópnum á HM í handbolta, vegna meiðsla.

„Kominn tími til að hann verði sá besti í heimi“
Roland Valur Eradze varð markvarðaþjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta í aðdraganda HM. Hann hrósar Viktori Gísla Hallgrímssyni fyrir frammistöðu sína en þeir hafa þekkst um hríð.

Snorri Steinn getur bætt met Gumma Gumm í kvöld
Íslenska karlalandsliðið í handbolta hefur unnið fjóra fyrstu leiki sína á heimsmeistaramótinu í ár og jafnar bæði og slær met með sigri í fimmta leiknum í röð í kvöld.

„Þetta er svona svindlmaður“
Viktor Gísli Hallgrímsson hefur átt magnað heimsmeistaramót til þessa enda hefur hann átt stórleiki í íslenska markinu leik eftir leik. Strákarnir í Besta sætinu spöruðu ekki stóru orðin um einn besta markvörðinn á heimsmeistaramótinu.

„Fór langt á harða gæjanum og hrokanum“
Fátt hefur glatt meira á heimsmeistaramótinu í Zagreb en frammistaða Arons Pálmarssonar. Hann hefur gengið í endurnýjun lífdaga í landsliðsbúningnum og leikið við hvurn sinn fingur.

Danir óstöðvandi
Það verður ekki annað sagt en Danmörk sé líkleg til að landa fjórða heimsmeistaratitlinum í röð en liðið er hreinlega óstöðvandi sem stendur á HM karla í handbolta. Eftir tíu marka sigur á lærisveinum Alfreðs Gíslasonar í Þýskalandi síðast vann Danmörk ellefu marka sigur á Sviss í kvöld.

Lærisveinar Alfreðs með mikilvægan sigur á Ítalíu
Lærisveinar Alfreðs Gíslasonar í Þýskalandi unnu mikilvægan sigur á Ítalíu í milliriðli HM karla í handbolta.

Uppgjörið: ÍR - Haukar 25-26 | Hafnfirðingar upp í annað sætið eftir dramatískan endi
Eftir góðan sigur á Val í síðustu umferð unnu Haukakonur dramatískan eins marks sigur á ÍR í kvöld.

„Þeir voru pottþétt að spara“
„Mér finnst við ennþá eiga inni einn gír en við erum búnir að gera þetta mjög fagmannlega hingað til og þurfum að gera það áfram,“ segir Elliði Snær Viðarsson, sem hefur, líkt og aðrir landsliðsmenn Íslands, leikið vel á HM í Zagreb.

Selbit og stuð hjá strákunum í Zagreb
Strákarnir okkar í íslenska karlalandsliðinu brostu hringinn á æfingu dagsins í keppnishöllinni í Zagreb. Enda engin ástæða til annars.

Halda í veika von og gætu mætt Íslandi
Norður-Makedóníumenn eru enn með í baráttunni um sæti í 8-liða úrslitum á HM, eftir öruggan sigur gegn Katar í dag, 39-34, í næstsíðustu umferð milliriðils II.

Áfall fyrir Noreg: Sagosen meiddur
Noregur hélt möguleikum sínum á að komast í átta liða úrslit HM á lífi með sigri á Spáni, 25-24, í gær. Norðmenn gátu þó ekki leyft sér að gleðjast mikið eftir sigurinn því þeirra besti maður meiddist í leiknum gegn Spánverjum.

Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“
Landsliðsmenn Íslands voru verðlaunaðir eftir sigur gærkvöldsins með McDonald's hamborgurum. Þeir nutu þess vel að breyta til frá bragðlitlum kjúklingi á hótelinu.