
Frábær fyrsti hringur hjá Birgi Leifi
Birgir Leifur Hafþórsson úr GKG byrjar einstaklega vel opna Telecom mótinu í golfi sem fram fer á Ítalíu. Birgir lauk hringnum á 67 höggum í dag eða fimm höggum undir pari. Hann er í 14. sæti í mótinu en sænski kylfingurinn Joakim Backström er í efsta sæti mótsins á tíu höggum undir pari.