Tiger Woods bar sigur úr býtum á opna bandaríska meistaramótinu í golfi. Hann vann Rocco Mediate eftir bráðabana í umspili um titilinn.
Eftir að þeir höfðu leikið átján holur í kvöld stóðu þeir jafnir, báðir fóru á pari vallarins. Það þurfti því bráðabana til að skera úr um sigurvegara.
Mediate lenti í miklum vandræðum strax á fyrstu holu bráðabanas en Tiger Woods var öryggið uppmálað og tryggði sér sigur.