Stjörnugolfarinn Tiger Woods hefur ekki leikið átján holu hring síðan hann fór í aðgerð á hné fyrir um tveimur mánuðum. Aðgerðin heppnaðist vel og er Tiger bjartsýnn fyrir US Open sem hefst í næstu viku.
„Það er mjög erfitt að vera svona frá keppni. Ég hef verið að æfa að undanförnu en farið fremur hægt af stað. Það hefur þó ekkert bakslag komið í þetta og mér finnst ég vera að nálgast mitt besta form á ný," sagði Woods.
„Nú er bara að vona að ég komist í rétta gírinn fyrir þetta mót. Ég hef áður unnið mót án þess að vera í mínu besta formi svo ég er mjög bjartsýnn bara."