Woods og Rocco í bráðabana Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 16. júní 2008 10:31 Tiger Woods fagnar fuglinum á átjándu holu í gær. Nordic Photos / Getty Images Tiger Woods og Rocco Mediate mætast í 18 holu bráðabana á opna bandaríska meistaramótinu í golfi í dag. Bráðabaninn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sporti og hefst klukkan 16.00. Tiger gerði sér lítið fyrir og náði sér í fugl á átjándu og síðustu holunni í gær og tryggði sér þar með bráðabana gegn Mediate. Woods hefur unnið þrettán stórmót á ferlinum en Mediate aldrei. Lee Westwood átti möguleika að komast í bráðabanann en náði ekki að setja niður pútt á átjándu og varð því í þriðja sæti. „Þetta var ótrúlegt. Ég vissi að hann myndi ná þessu," sagði Mediate sem er í 157. sæti heimslistans. „Ég verð því að byrja að undirbúa mig fyrir baráttuna á morgun. Hversu oft fá kylfingar tækifæri til að mæta besta kylfingi heims í bráðabana á opna bandaríska?" Þetta er í fyrsta sinn sem keppni á opna bandaríska meistaramótinu ræðst í bráðabana síðan að Retief Goosen bar sigurorð af Mark Brooks árið 2001. Golf Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Fótbolti Íranir ætluðu ekki að húðstrýkja Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
Tiger Woods og Rocco Mediate mætast í 18 holu bráðabana á opna bandaríska meistaramótinu í golfi í dag. Bráðabaninn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sporti og hefst klukkan 16.00. Tiger gerði sér lítið fyrir og náði sér í fugl á átjándu og síðustu holunni í gær og tryggði sér þar með bráðabana gegn Mediate. Woods hefur unnið þrettán stórmót á ferlinum en Mediate aldrei. Lee Westwood átti möguleika að komast í bráðabanann en náði ekki að setja niður pútt á átjándu og varð því í þriðja sæti. „Þetta var ótrúlegt. Ég vissi að hann myndi ná þessu," sagði Mediate sem er í 157. sæti heimslistans. „Ég verð því að byrja að undirbúa mig fyrir baráttuna á morgun. Hversu oft fá kylfingar tækifæri til að mæta besta kylfingi heims í bráðabana á opna bandaríska?" Þetta er í fyrsta sinn sem keppni á opna bandaríska meistaramótinu ræðst í bráðabana síðan að Retief Goosen bar sigurorð af Mark Brooks árið 2001.
Golf Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Fótbolti Íranir ætluðu ekki að húðstrýkja Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira