Golf

Golf

Fréttir og úrslit úr heimi golfsins.

Fréttamynd

Slakur lokadagur hjá Birgi

Birgir Leifur Hafþórsson lauk leik á tveimur höggum undir pari á Estoril-mótinu í Portúgal sem er hluti af evrópsku mótaröðinni. Birgir lék lokahringinn í dag á sex yfir pari og er samtals í 60. sæti.

Golf
Fréttamynd

Birgir á sjö undir eftir fyrri níu

Birgir Leifur Hafþórsson er búinn með fyrri níu holurnar á lokahringnum á Estoril mótinu í Portúgal. Hann er sem stendur í 36. sætinu á 7 höggum undir pari.

Golf
Fréttamynd

Birgir Leifur í 21.-26. sæti eftir þriðja hring

Birgir Leifur Hafþórsson er í 21.-26. sæti fyrir lokahringinn á Estoril meistaramótinu á evrópsku mótaröðinni sem fram fer í Portúgal. Birgir Leifur hefur leikið hringina þrjá á átta höggum undir pari.

Golf
Fréttamynd

Birgir Leifur: Besti hringur árins

Birgir Leifur Hafþórsson var léttur í lund þegar Vísir ræddi við hann eftir frábæran þriðja hring á Estoril meistaramótinu í Portúgal fyrir stundu. Birgir Leifur lék á fimm höggum undri pari og er í 12. sæti sem stendur.

Golf
Fréttamynd

Birgir Leifur lauk hringnum á fimm undir pari

Birgir Leifur Hafþórsson lauk rétt í þessu þriðja hringnum á Estoril meistaramótinu í Portúgal. Hann spilaði hringinn á fimm höggum undir pari og hefur leikið hringina þrjá á átta höggum undir pari. Birgir Leifur er sem stendur í 12. sæti ásamt nokkrum öðrum kylfingum.

Golf
Fréttamynd

Birgir Leifur á fjórum undir pari

Birgir Leifur Hafþórsson hefur leikið frábærlega á þriðja hringnum á Estoril meistaramótinu í Portúgal í dag. Hann er á fjórum höggum undir pari eftir fimmtán holur og er í 20. sæti.

Golf
Fréttamynd

Birgir Leifur á pari og komst áfram

Birgir Leifur Hafþórsson komst í gegnum niðurskurðinn á Estoril meistaramótinu í Portúgal í kvöld. Birgir Leifur lék annan hringinn á 70 höggi eða einu höggi undir pari vallarins og endaði daginn í 41.-51. sæti.

Golf
Fréttamynd

Birgir Leifur á pari eftir tólf holur

Birgir Leifur Hafþórsson er á pari eftir tólf holur á öðrum hring á Estoril meistaramótinu í Portúgal. Birgir Leifur hangir enn sem komið er inni fyrir niðurskurð eftir hring dagsins en aðeins munar einu höggi á honum og þeim sem á eftir honum koma.

Golf
Fréttamynd

Romero vann í New Orleans

Argentínski kylfingurinn Andres Romero vann um helgina sigur í Zurich Classic-mótinu í New Orleans en þetta var fyrsti sigurinn hans á PGA-mótaröðinni.

Golf
Fréttamynd

Erfitt hjá Birgi Leifi

Birgir Leifur Hafþórsson átti ekki góðan lokahring á opna Andalúsíumótinu í golfi sem fram fór á Spáni um helgina. Birgir lék lokahringinn á fimm höggum yfir pari eða 77 höggum og lauk því keppni á níu yfir pari.

Golf
Fréttamynd

Birgir náði sér alls ekki á strik

Birgir Leifur Hafþórsson komst naumlega í gegn um niðurskurðinn á opna Andalúsíumótinu í golfi í gær, en honum gekk skelfilega á þriðja hringnum í dag. Birgir lék á fjórum höggum yfir pari í dag eftir að hafa verið á parinu fyrir keppni dagsins.

Golf
Fréttamynd

Birgir á pari í Andalúsíu

Birgir Leifur Hafþórsson á enn möguleika á að komast áfram á opna Andalúsíumótinu í golfi sem fram fer á Spáni. Birgir lék á höggi undir pari í dag - 71 höggi - en var á höggi yfir pari í gær. Hann er því samtals á pari eftir tvær umferðir og sem stendur nægir það honum til að komast í gegn um niðurskurðinn á mótinu.

Golf
Fréttamynd

Tiger Woods ætlar að hætta áður en neistinn fer

Stjörnugolfarinn Tiger Woods segist ætla að leggja kylfuna á hilluna áður en hann verður útbrunninn golfari. Tiger hefur aldrei verið í betra formi en nú og hafði unnið sjö mót í röð áður en hann hafnaði tveimur höggum á eftir Geoff Ogilvy um síðustu helgi.

Golf
Fréttamynd

Birgir Leifur í 63.- 85. sæti

Birgir Leifur Hafþórsson lék í dag fyrsta hringinn á móti í Andalúsíu á Spáni. Hann lék hringinn á einu höggi yfir pari og er í 63.- 85. sæti á mótinu.

Golf
Fréttamynd

Birgir Leifur með um næstu helgi

Birgir Leifur Hafþórsson verður meðal þátttakenda á golfmóti sem fram fer á Andalúsíu á Spáni um helgina. Birgir hætti keppni vegna hálsmeiðsla eftir aðeins tvær holur á móti í Portúgal um síðustu helgi.

Golf
Fréttamynd

Lokahringurinn í beinni

Stöð 2 Sport mun hefja beina útsendingu frá CA-mótinu í heimsmótaröðinni í golfi klukkan 12.30 þar sem frestaður lokahringur mótsins verður í beinni útsendingu.

Golf
Fréttamynd

Woods fimm höggum á eftir

Tiger Woods gæti vel tapað sínu fyrsta móti á þessu ári en hann er fimm höggum á eftir Ástralanum Geoff Ogilvy á CA-mótinu sem er hluti af heimsmótaröðinni.

Golf
Fréttamynd

Keppni hafin á Flórída

Keppni á þriðja keppnisdegi CA-mótinu í heimsmótaröðinni í golfi er hafin en sýnt verður beint frá keppninni klukkan 19.00 á Stöð 2 Sporti.

Golf
Fréttamynd

Tiger langefstur á heimslistanum

Nýr heimslisti í golfi var kynntur í morgun. Eins og áður er Tiger Woods með örugga forystu á listanum en hann jók forskot sitt með því að vinna Arnold Palmer-mótið um helgina.

Golf
Fréttamynd

Woods hrökk í gang

Snillingurinn Tiger Woods hrökk heldur betur í gang á öðrum hringnum á Arnold Palmer mótinu í golfi í gærkvöld. Hann lék hringinn á fjórum höggum undir pari og er nú kominn í efsta sætið ásamt fjórum öðrum kylfingum.

Golf