Bandaríkjamaðurinn Tiger Woods hefur forystu eftir fyrsta keppnisdag á 91. PGA meistaramótinu í golfi. Tiger lék í dag á 67 höggum eða á 5 undir pari og er einu höggi á undan Íranum Pedraig Harrington.
Margir kylfingar eiga eftir að ljúka leik í dag en sýnt verður beint frá mótinu alla fjóra keppnisdagana. Fyrsta útsendingin hefst núna klukkan 20. PGA-meistaramótið fer nú fram í 91. sinn. Pedraig Harrington vann í fyrra en tvö árin þar á undan hrósaði Tiger Woods sigri.