Bandaríkjamenn eru í góðri stöðu fyrir lokadaginn í Forsetabikarnum eftir þriðja keppnisdaginn og eru komnir með þriggja stiga forskot á Alþjóðaliðið.
Bæði lið unnu tvær viðureignir og einni viðureign lauk með jafntefli í nótt þegar liðin áttust við í fjórleik og staðan er því 12,9,5 fyrr lokadaginn.
Á lokadeginum er keppt í tvímenningi og allir taka þátt en enn eru tólf stig eftir í pottinum.