Fréttir af flugi

Fréttir af flugi

Allt það helsta sem viðkemur flugi.

Fréttamynd

Hætta að skoða öll bólusetningavottorð

Bólusetningavottorð verða skoðuð með tilviljanakenndum hætti, í þeim tilgangi að leysa úr þeim flöskuhálsi sem hefur myndast og skapað mannmergð á Keflavíkurflugvelli undanfarnar vikur, segir ferðamálaráðherra. Farþegafjöldi á Keflavíkurflugvelli er nú um þriðjungur af því sem hann var fyrir tveimur árum.

Innlent
Fréttamynd

Átta taldir af í þyrluslysi á Kamtjatkaskaga

Óttast er að átta manns hafi farist þegar þyrla með ferðamenn um borð hrapaði í stöðuvatn á náttúruverndarsvæði á Kamtjatkaskaga austast í Rússlandi í dag. Átta aðrir sem voru um borð náðu að bjarga sér út úr flakinu.

Erlent
Fréttamynd

95 komur og brottfarir í dag

Fimmtíu og ein brottför er á áætlun frá Keflavíkurflugvelli í dag. Þar ef eru þrjátíu brottfarir með flugvélum Icelandair og þrjár með Play.

Innlent
Fréttamynd

Yfir 200 þúsund flugu með Icelandair í júlí

Farþegum Icelandair fjölgaði verulega í júlí í millilanda- og innanlandsflugi, bæði frá júnímánuði og miðað við sama tíma í fyrra. Þá hefur farþegum í tengiflugi yfir hafið fjölgað töluvert og hafa þeir ekki verið fleiri frá því áður en faraldurinn hófst.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Lentu í Keflavík með veikan farþega

Vél á leið frá New York í Bandaríkjunum til Mumbai á Indlandi var snúið við þegar hún var á leið sinni yfir Ísland og lenti á Keflavíkurflugvelli rétt upp úr klukkan 5 í morgun.

Innlent
Fréttamynd

Einkaþotan laus úr slitlaginu og farin burt

Einkaþotan sem festist í slitlagi á flugvellinum á Rifi á Snæfellsnesi á dögunum var dregin upp á flugbraut í gær. Var henni flogið á brott eftir að flugvirkjar frá Þýskalandi fóru yfir hana.

Innlent
Fréttamynd

Geimskoti Starliner frestað þrisvar sinnum á einni viku

Geimskoti geimfars Boeing, Starliner, hefur verið frestað enn eina ferðina og það þrisvar sinnum á einni viku. Geimskotinu var frestað í gær þegar ákveðinn galli kom upp og stóð til að gera aðra tilraun í dag. Í nótt var einnig hætt við hana og Starliner fjarlægt af skotpalli.

Erlent
Fréttamynd

Lenti lítilli flugvél á bensínstöð

Viðstöddum brá heldur betur í brún í dag þegar lítilli flugvél var lent á plani bensínstöðvar N1 í Árnesi. Upphaflega hélt fólk að um brotlendingu væri að ræða og safnaðist saman á bensínstöðinni.

Innlent
Fréttamynd

„Við erum ekki landamæraeftirlit“

Þeir sem ekki geta framvísað neikvæðu kórónuveiruprófi við byrðingu í flug með flugfélaginu Play, verður ekki hleypt um borð á leið til Íslands. Forstjóri félagsins segir ákvörðunina innan lagalegs ramma enda sinni flugfélagið ekki landamæraeftirliti. 

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Dæmi að fólk missi af flugi vegna ófullnægjandi gagna

Talsvert er um að fólk mæti ekki með fullnægjandi gögn á Keflavíkurflugvöll og dæmi eru um að það missi þar af leiðandi af flugi sínu út, segir Arngrímur Guðmundsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn á Suðurnesjum. Hann hvetur fólk til að fylgjast með þeim reglum sem séu í gildi hverju sinni, sem geti breyst frá degi til dags. Þá sé mikilvægt að ferðalangar mæti snemma í innritun því hún taki lengri tíma nú en áður.

Innlent