Flugsamgöngur að komast í samt horf Gunnar Reynir Valþórsson skrifar 21. desember 2022 06:35 Ferðalangar sem setið hafa fastir á Íslandi munu vonandi komast til síns heima á næstu dögum. Vísir/Fanndís Flugsamgöngur til og frá landinu virðast vera að komast í samt lag á ný eftir óveður síðustu daga. Samkvæmt vef Isavia hefur þó einhver röskun orðið á Ameríkuflugi Icelandair í nótt, frá Orlando, Denver og Portland auk þess sem flugi Play frá Madríd var aflýst og ferð Wizz Air frá Varsjá einnig. Aðrar vélar virðast á áætlun þótt nokkuð sé um seinkanir. Sömu sögu er að segja af brottfararhliðinni; ekkert er um aflýsingar á flugi en nokkuð um seinkanir. Í tilkynningu frá Icelandair frá því seint í gærkvöldi segir að vel hafi gengið að koma flugi út seinnipartinn í gær og í gærkvöldi en alls fóru sautján vélar frá félaginu af landi brott síðari hluta dags. Þó kom upp tæknibilun í einni vél sem var á leið til Denver og þurfti að snúa vélinni við og lenda á ný í Keflavík. Þá segir að allt kapp sé lagt á að koma fólki á áfangastað nú þegar aðstæður hafa batnað. Félagið hefur meðal annars gengið frá leigu á tveimur breiðþotum með áhöfnum sem verða nýttar í leiðakerfi Icelandair næstu daga. Athygli er vakin á því að skert þjónustustig er um borð í leiguvélunum þar sem um skammtímaleigu er að ræða. Svipaða sögu er síðan að segja af flugfélaginu Play sem hefur brugðið á það ráð að sækja nýja farþegaþotu félagsins strax, en til stóð að taka hana í notkun í vor. Play verður þannig með sjö eigin þotur til reiðu á morgun auk þess sem vélar verða leigðar til þess að allir farþegar félagsins komist á sinn áfangastað fyrir jólin, „svo lengi sem Keflavíkurflugvöllur og Reykjanesbrautin eru opin“, eins og segir í tilkynningu. Útlit fyrir innanlandsflugið sem einnig hefur raskast síðustu dagar er líka gott í dag og hefur Icelandair því bætt fjölmörgum ferðum við til Egilsstaða, Akureyrar og Ísafjarðar. Veður Fréttir af flugi Samgöngur Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Erlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Veðurviðvaranir og vegalokanir Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Sjá meira
Samkvæmt vef Isavia hefur þó einhver röskun orðið á Ameríkuflugi Icelandair í nótt, frá Orlando, Denver og Portland auk þess sem flugi Play frá Madríd var aflýst og ferð Wizz Air frá Varsjá einnig. Aðrar vélar virðast á áætlun þótt nokkuð sé um seinkanir. Sömu sögu er að segja af brottfararhliðinni; ekkert er um aflýsingar á flugi en nokkuð um seinkanir. Í tilkynningu frá Icelandair frá því seint í gærkvöldi segir að vel hafi gengið að koma flugi út seinnipartinn í gær og í gærkvöldi en alls fóru sautján vélar frá félaginu af landi brott síðari hluta dags. Þó kom upp tæknibilun í einni vél sem var á leið til Denver og þurfti að snúa vélinni við og lenda á ný í Keflavík. Þá segir að allt kapp sé lagt á að koma fólki á áfangastað nú þegar aðstæður hafa batnað. Félagið hefur meðal annars gengið frá leigu á tveimur breiðþotum með áhöfnum sem verða nýttar í leiðakerfi Icelandair næstu daga. Athygli er vakin á því að skert þjónustustig er um borð í leiguvélunum þar sem um skammtímaleigu er að ræða. Svipaða sögu er síðan að segja af flugfélaginu Play sem hefur brugðið á það ráð að sækja nýja farþegaþotu félagsins strax, en til stóð að taka hana í notkun í vor. Play verður þannig með sjö eigin þotur til reiðu á morgun auk þess sem vélar verða leigðar til þess að allir farþegar félagsins komist á sinn áfangastað fyrir jólin, „svo lengi sem Keflavíkurflugvöllur og Reykjanesbrautin eru opin“, eins og segir í tilkynningu. Útlit fyrir innanlandsflugið sem einnig hefur raskast síðustu dagar er líka gott í dag og hefur Icelandair því bætt fjölmörgum ferðum við til Egilsstaða, Akureyrar og Ísafjarðar.
Veður Fréttir af flugi Samgöngur Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Erlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Veðurviðvaranir og vegalokanir Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Sjá meira