Flugsamgöngur að komast í samt horf Gunnar Reynir Valþórsson skrifar 21. desember 2022 06:35 Ferðalangar sem setið hafa fastir á Íslandi munu vonandi komast til síns heima á næstu dögum. Vísir/Fanndís Flugsamgöngur til og frá landinu virðast vera að komast í samt lag á ný eftir óveður síðustu daga. Samkvæmt vef Isavia hefur þó einhver röskun orðið á Ameríkuflugi Icelandair í nótt, frá Orlando, Denver og Portland auk þess sem flugi Play frá Madríd var aflýst og ferð Wizz Air frá Varsjá einnig. Aðrar vélar virðast á áætlun þótt nokkuð sé um seinkanir. Sömu sögu er að segja af brottfararhliðinni; ekkert er um aflýsingar á flugi en nokkuð um seinkanir. Í tilkynningu frá Icelandair frá því seint í gærkvöldi segir að vel hafi gengið að koma flugi út seinnipartinn í gær og í gærkvöldi en alls fóru sautján vélar frá félaginu af landi brott síðari hluta dags. Þó kom upp tæknibilun í einni vél sem var á leið til Denver og þurfti að snúa vélinni við og lenda á ný í Keflavík. Þá segir að allt kapp sé lagt á að koma fólki á áfangastað nú þegar aðstæður hafa batnað. Félagið hefur meðal annars gengið frá leigu á tveimur breiðþotum með áhöfnum sem verða nýttar í leiðakerfi Icelandair næstu daga. Athygli er vakin á því að skert þjónustustig er um borð í leiguvélunum þar sem um skammtímaleigu er að ræða. Svipaða sögu er síðan að segja af flugfélaginu Play sem hefur brugðið á það ráð að sækja nýja farþegaþotu félagsins strax, en til stóð að taka hana í notkun í vor. Play verður þannig með sjö eigin þotur til reiðu á morgun auk þess sem vélar verða leigðar til þess að allir farþegar félagsins komist á sinn áfangastað fyrir jólin, „svo lengi sem Keflavíkurflugvöllur og Reykjanesbrautin eru opin“, eins og segir í tilkynningu. Útlit fyrir innanlandsflugið sem einnig hefur raskast síðustu dagar er líka gott í dag og hefur Icelandair því bætt fjölmörgum ferðum við til Egilsstaða, Akureyrar og Ísafjarðar. Veður Fréttir af flugi Samgöngur Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu Sjá meira
Samkvæmt vef Isavia hefur þó einhver röskun orðið á Ameríkuflugi Icelandair í nótt, frá Orlando, Denver og Portland auk þess sem flugi Play frá Madríd var aflýst og ferð Wizz Air frá Varsjá einnig. Aðrar vélar virðast á áætlun þótt nokkuð sé um seinkanir. Sömu sögu er að segja af brottfararhliðinni; ekkert er um aflýsingar á flugi en nokkuð um seinkanir. Í tilkynningu frá Icelandair frá því seint í gærkvöldi segir að vel hafi gengið að koma flugi út seinnipartinn í gær og í gærkvöldi en alls fóru sautján vélar frá félaginu af landi brott síðari hluta dags. Þó kom upp tæknibilun í einni vél sem var á leið til Denver og þurfti að snúa vélinni við og lenda á ný í Keflavík. Þá segir að allt kapp sé lagt á að koma fólki á áfangastað nú þegar aðstæður hafa batnað. Félagið hefur meðal annars gengið frá leigu á tveimur breiðþotum með áhöfnum sem verða nýttar í leiðakerfi Icelandair næstu daga. Athygli er vakin á því að skert þjónustustig er um borð í leiguvélunum þar sem um skammtímaleigu er að ræða. Svipaða sögu er síðan að segja af flugfélaginu Play sem hefur brugðið á það ráð að sækja nýja farþegaþotu félagsins strax, en til stóð að taka hana í notkun í vor. Play verður þannig með sjö eigin þotur til reiðu á morgun auk þess sem vélar verða leigðar til þess að allir farþegar félagsins komist á sinn áfangastað fyrir jólin, „svo lengi sem Keflavíkurflugvöllur og Reykjanesbrautin eru opin“, eins og segir í tilkynningu. Útlit fyrir innanlandsflugið sem einnig hefur raskast síðustu dagar er líka gott í dag og hefur Icelandair því bætt fjölmörgum ferðum við til Egilsstaða, Akureyrar og Ísafjarðar.
Veður Fréttir af flugi Samgöngur Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu Sjá meira