Farþegar flugu í loftið í gríðarlegri ókyrrð Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 20. desember 2022 07:51 Flugvél Hawaiin Airlines, af samskonar gerð og þeirri sem lenti í hinni miklu ókyrrð. Fabrizio Gandolfo/SOPA Images/LighRocket via Getty Images) Rannsóknarnefnd samgönguslysa í Bandaríkjunum rannsakar nú atvik sem varð um borð í flugi Hawaiian Airlines frá Phoenix í til Havaí. Gríðarleg ókyrrð varð til þess að ellefu farþegar vélarinnar slösuðust alvarlega. Nærri 300 farþegar voru um borð í vélinni, af gerðinni Airbus A330-200, flestir á leiðinni í frí á Havaí yfir hátíðirnar. Ferðin gekk vel þangað til stutt var til lendingar, þegar vélin lenti í gríðarlega mikilli ókyrrð. „Þetta var hristingur,“ hefur fréttastofa CNBC eftir Jacie Hayata Ano, sem var á heimleið. Svo breyttist þetta snarlega þannig að við hristumst svo mikið að við flutum nánast bara úr sætunum okkar.“ Allt í allt þurftu 36 þeirra sem voru um borð í vélinni aðhlynningu eftir ókyrrðina. Tuttugu voru flutt á sjúkrahús, þar af ellefu í alvarlegu ástandi. Enginn er þó talinn í lífshættu. Þeir sem fundu mest fyrir ókyrrðinni voru þeir sem höfðu sætisbeltin ekki spennt. Þó fundu þeir sem voru með beltin spennt einnig vel fyrir hristingnum. At least 36 injured after Hawaii-bound flight hits severe turbulence pic.twitter.com/H7rR7FEbaw— KWTX News 10 (@kwtx) December 19, 2022 „Ég hélt í sætið fyrir framan mig, efsta hlutann á því, bara til að halda í eitthvað, jafn vel þó ég væri með beltin spennt,“ hefur CNBC eftir Jodette Neely, öðrum faþega. Sem fyrr segir rannsakar hin bandaríska Rannsóknarnefnd samgönguslysa atvikið. Framkvæmdastjóri Hawaiian Airlines segir flugvélar flugfélagsins aldrei áður hafa lent í viðlíka ókyrrð. Ókyrrð sé alvanalegur hluti af flugi en í þetta skiptip hafi hún verið óvenjuleg. Annar farþegi, Kaylee Reyes, sagði við fréttamiðla að móðir hennar, sem hafi verið á ferð með henni, hafi verið nýsest niður þegar ókyrrðon hófst og hafði ekki haft tíma til að spenna beltin. „Hún flaug upp og rakst í loftið,“ segir hún. Annar farþegi segir að ókyrrðin hafi sent vatnsflöski hans lóðbeint upp í loft vélarinnar. Ekki er vitað hversu mikla hæð flugvélin missti í ókyrrðinni, en það er á meðal þess sem rannsakað verður. Bandaríkin Fréttir af flugi Mest lesið Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð Innlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Erlent Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent Fleiri fréttir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Sjá meira
Nærri 300 farþegar voru um borð í vélinni, af gerðinni Airbus A330-200, flestir á leiðinni í frí á Havaí yfir hátíðirnar. Ferðin gekk vel þangað til stutt var til lendingar, þegar vélin lenti í gríðarlega mikilli ókyrrð. „Þetta var hristingur,“ hefur fréttastofa CNBC eftir Jacie Hayata Ano, sem var á heimleið. Svo breyttist þetta snarlega þannig að við hristumst svo mikið að við flutum nánast bara úr sætunum okkar.“ Allt í allt þurftu 36 þeirra sem voru um borð í vélinni aðhlynningu eftir ókyrrðina. Tuttugu voru flutt á sjúkrahús, þar af ellefu í alvarlegu ástandi. Enginn er þó talinn í lífshættu. Þeir sem fundu mest fyrir ókyrrðinni voru þeir sem höfðu sætisbeltin ekki spennt. Þó fundu þeir sem voru með beltin spennt einnig vel fyrir hristingnum. At least 36 injured after Hawaii-bound flight hits severe turbulence pic.twitter.com/H7rR7FEbaw— KWTX News 10 (@kwtx) December 19, 2022 „Ég hélt í sætið fyrir framan mig, efsta hlutann á því, bara til að halda í eitthvað, jafn vel þó ég væri með beltin spennt,“ hefur CNBC eftir Jodette Neely, öðrum faþega. Sem fyrr segir rannsakar hin bandaríska Rannsóknarnefnd samgönguslysa atvikið. Framkvæmdastjóri Hawaiian Airlines segir flugvélar flugfélagsins aldrei áður hafa lent í viðlíka ókyrrð. Ókyrrð sé alvanalegur hluti af flugi en í þetta skiptip hafi hún verið óvenjuleg. Annar farþegi, Kaylee Reyes, sagði við fréttamiðla að móðir hennar, sem hafi verið á ferð með henni, hafi verið nýsest niður þegar ókyrrðon hófst og hafði ekki haft tíma til að spenna beltin. „Hún flaug upp og rakst í loftið,“ segir hún. Annar farþegi segir að ókyrrðin hafi sent vatnsflöski hans lóðbeint upp í loft vélarinnar. Ekki er vitað hversu mikla hæð flugvélin missti í ókyrrðinni, en það er á meðal þess sem rannsakað verður.
Bandaríkin Fréttir af flugi Mest lesið Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð Innlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Erlent Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent Fleiri fréttir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Sjá meira