Play flutti fleiri í júlí en allt árið 2021 Flugfélagið Play flutti 109.937 í júlí sem er fjórðungsaukning frá farþegafjölda í júní. Fjöldi farþega í júlí 2022 er meiri en samanlagður fjöldi allra farþega sem Play flutti á árinu 2021. Viðskipti innlent 8. ágúst 2022 10:26
Farþegar Icelandair yfir hálfa milljón í fyrsta sinn frá upphafi faraldurs Icelandair flutti yfir hálfa milljón farþega í millilandaflugi í nýliðnum júlí. Fjöldi farþega hefur ekki farið yfir hálfa milljón síðan á háannatíma árið 2019 áður en áhrifa heimsfararaldurs kórónuveiru fór að gæta í flugrekstri. Viðskipti innlent 8. ágúst 2022 09:58
Segja of snemmt að útiloka byggingu flugvallar í Hvassahrauni Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Einar Þorsteinsson, formaður borgarráðs, segja báðir rétt að bíða eftir niðurstöðum áhættumats Veðurstofu Íslands vegna flugvallar í Hvassahrauni; of snemmt sé að útiloka þann möguleika. Innlent 8. ágúst 2022 07:25
Tryggja þurfi nýjan varaflugvöll og Reykjavíkurflugvöllur komi ekki til greina Borgarstjóri segir óraunhæft að Reykjavíkurflugvöllur komi í stað hugmynda um flugvöll í Hvassahrauni. Byggja þurfi upp flugvöll á Suðvesturhorninu sem tekið geti við alþjóðaflugi. Reykjavíkurflugvöllur sé ekki undir það búinn. Innlent 6. ágúst 2022 13:35
Ráðherra innviða ekki æstur í að sjá gosið Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra virðist ekki vera á leiðinni upp að eldgosinu í Meradölum ef marka má orð hans eftir ríkisstjórnarfund í dag. Hann bíður niðurstaðna vísindamanna sem kanna aðstæður í Hvassahrauni með tilliti til náttúruvár vegna nýs flugvallar. Innlent 5. ágúst 2022 13:09
Innviðaráðherra telur minnkandi líkur á flugvelli í Hvassahrauni Innviðaráðherra telur ljóst að líkurnar á flugvelli í Hvassahrauni fari minnkandi vegna jarðhræringa á svæðinu. Sérfræðingahópur á vegum stjórnvalda fundar í dag um jarðhræringar á Reykjanesi. Innlent 3. ágúst 2022 12:25
Fimm teknir í tollinum með Oxycontin á þremur vikum Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hefur ákært fimm pólska karlmenn fyrir brot gegn lögum um ávana- og fíkniefni, með því að hafa flutt inn mikið magn ópíóíðalyfsins Oxycontin. Mennirnir voru teknir á þriggja vikna tímabili með efni í fórum sér en þeir eru allir ákærðir hver í sínu lagi og því er ekki litið á brot þeirra sem samverknað. Innlent 3. ágúst 2022 07:49
Kröfur upp á tæpa 22 milljarða í þrotabú þriggja félaga tengdum Primera Skiptum á þremur félögum tengdum flugfélaginu Primera Air lauk þann 22. júlí síðastliðinn. Samtals voru kröfur upp á rúma 22 milljarða í félögin Primera Air ehf., PTG hf. og PI ehf. Viðskipti innlent 2. ágúst 2022 14:50
Eldgos gæti tekið af okkur báða vegina til Suðurnesja Eldfjallafræðingur segir það vera skynsamlegt að byggja annan alþjóðaflugvöll fjarri Keflavíkurflugvelli. Það gæti gerst að eldgos taki af okkur bæði Suðurstrandarveg og Reykjanesbrautina þannig að engin leið sé fyrir bílaumferð til og frá Reykjanesi. Innlent 2. ágúst 2022 11:23
Mikil gleði þegar helsta fyrirmyndin fékk flugvél nefnda eftir sér Flugakademía Íslands heiðraði í dag Ernu Hjaltalín, sem var fyrsta konan til að taka einkaflugmannspróf og atvinnuflugmannspróf hér á landi. Afkomendur hennar segja það mikinn heiður að ein kennsluvéla akademíunnar sé nú nefnd eftir Ernu. Innlent 28. júlí 2022 22:45
Hækkar verulega verðmat á Icelandair og metur félagið á 117 milljarða Nýbirt uppgjör Icelandair Group, þar sem félagið skilaði hagnaði á öðrum ársfjórðungi í fyrsta sinn í fimm ár, ber það með sér að „flugið er komið af stað“ og allt útlit er fyrir að afkoma félagsins á þriðja ársfjórðungi verði „dúndur“. Innherji 28. júlí 2022 08:52
Skoði gjaldskrána væntanlega á næsta ári Isavia segjast væntanlega muna endurskoða gjaldskrá innanlandsflugvalla þegar þjónustusamningur íslenska ríkisins við Isavia verður endurskoðaður á næsta ári. Innlent 27. júlí 2022 20:39
Farþega Condor-vélarinnar leið eins og íslensk stjórnvöld hafi tekið hann í gíslingu Farþegi um borð í flugvél sem lent var óvænt á Keflavíkurflugvelli á mánudag vegna sprengjuhótunar segist í fyrstu ekki hafa fengið neinar skýringar frá lögreglunni og liðið eins og hann hafi verið tekinn til fanga. Innlent 27. júlí 2022 16:21
Ódýrara að leggja einkaþotu en bíl Það er ódýrara að leggja einkaþotu á Reykjavíkurflugvelli en bíl í bílakjallara í miðbæ Reykjavíkur. Fimm daga stæði á Reykjavíkurflugvelli kostar 35.485 fyrir einkaþotu. Innlent 27. júlí 2022 07:27
Aðgerðir viðbragðsaðila vegna sprengjuhótunar hafi gengið afbragðsvel Lögreglustjórinn á Suðurnesjum segir aðgerðir viðbragðsaðila á Keflavíkurflugvelli, vegna sprengjuhótunar um borð í flugvél á leið frá Frankfurt til Seattle, hafa gengið afbragðsvel. Enn sé ekki vitað hver hafi borið ábyrgð á hótuninni. Innlent 26. júlí 2022 20:46
Lufthansa aflýsir nær öllum flugferðum frá Frankfurt og München Lufthansa mun þurfa að aflýsa næstum öllum flugferðum sínum frá Frankfurt og München á miðvikudag vegna verkfalls þýskra flugvallarstarfsmanna. Flugfélagið ætlar að aflýsa 1.023 flugferðum sem þýðir að rúmlega hundrað þúsund ferðalangar munu verða fyrir áhrifum. Erlent 26. júlí 2022 11:38
Ekkert hafi fundist en rannsóknarvinna haldi áfram Lögregla hefur nú lokið rannsóknarvinnu á vettvangi vegna flugvélarinnar sem lenti á Keflavíkurflugvelli í dag vegna sprengjuhótunar. Innlent 25. júlí 2022 22:07
Lent á Keflavíkurflugvelli vegna sprengjuhótunar Flugvél lenti á Keflavíkurflugvelli klukkan 16:22 í dag vegna sprengjuhótunar. Vélin var á leið frá Frankfurt til Seattle og var henni snúið við yfir Grænlandi. Innlent 25. júlí 2022 17:45
Telja tæknilega bilun vera ástæðu nauðlendingarinnar Rannsakendur hjá Rannsóknarnefnd samgönguslysa telja að ástæða nauðlendingar á Nýjabæjarfjalli, stuttu frá Akureyri, á laugardag hafi verið tæknileg bilun í flugvélinni. Innlent 25. júlí 2022 14:44
Loftbrú niðurgreitt flug fyrir sjö hundruð milljónir króna Ríkissjóður hefur niðurgreitt fargjöld farþega í innanlandsflugi um tæpar sjö hundruð milljónir króna með Loftbrú. Yfir hundrað þúsund flug hafa verið niðurgreidd í heildina. Innlent 25. júlí 2022 07:16
Vel gert hjá flugmanninum að koma vélinni niður Mikil heppni var að flugmaður flugvélar sem nauðlenti á Nýjabæjarfjalli í gær hafi fundið svo góðan stað til að lenda. Flugmaðurinn og farþeginn sluppu báðir með skrekkinn en þyrla Landhelgisgæslunnar kom þeim til aðstoðar þar sem þeir lentu í þúsund metra hæð. Innlent 24. júlí 2022 19:19
Rannsóknardeild samgönguslysa komin norður en enn ekki farin á vettvang nauðlendingarinnar Tveir fulltrúar Rannsóknarnefndar samgönguslysa eru komnir norður á Akureyri til að rannsaka nauðlendingu á Nýjabæjarfjalli í gær. Rannsóknarmennirnir eru enn ekki komnir á vettvang og segja of snemmt til að segja til um hvað hafi orðið til nauðlendingarinnar. Innlent 24. júlí 2022 10:05
Flugvél nauðlenti í Tungudal Lítil flugvél nauðlenti í um tuttugu mínútna fjarlægð frá Akureyrarflugvelli í kringum sjöleytið í kvöld. Tveir voru um borð og eru þeir báðir óslasaðir. Innlent 23. júlí 2022 19:53
Hlutabréf fara á flug eftir jákvætt uppgjör Icelandair Gengi hlutabréfa í Icelandair hafa hækkað um 5,59 prósent það sem af er degi. Flugfélagið skilaði rúmlega hálfum milljarði króna í hagnað á öðrum ársfjórðungi. Viðskipti innlent 22. júlí 2022 10:49
Hálfur milljarður í hagnað á öðrum ársfjórðungi Icelandair skilar um hálfum milljarði í hagnað á öðrum ársfjórðungi 2022. Lausafjárstaða félagsins hefur aldrei verið sterkari og nam 61,6 milljörðum króna í lok júní. Viðskipti innlent 21. júlí 2022 16:26
Starfsfólkið farið annað og flugvellir haldi ekki í við flugfélögin Yfirmaður hjá Alþjóðasamtökum flugvalla segir stuðning við flugfélög í Covid-faraldrinum hafa verið margfalt meiri en við flugvelli. Stór hluti starfsmanna flugvalla sem sagt var upp vilji ekki snúa aftur sem víða hafi skapað miklar tafir. Erlent 19. júlí 2022 21:30
SAS hefur flugið á ný Flugfélagið SAS og stéttarfélög flugmanna þess hafa komist að samkomulagi um að flugmenn taki upp störf á ný en þeir hafa verið í verkfalli tvær vikur. Erlent 19. júlí 2022 06:58
Samkomulag milli SAS og flugmanna í höfn en ekki undirritað Flugfélagið SAS og stéttarfélög flugmanna þess hafa komist að samkomulagi um að flugmenn taki upp störf á ný en þeir hafa verið í verkfalli tvær vikur. Félagið gaf þó í kvöld út tilkynningu þess efnis að ekki væri búið að undirrita neina samninga. Erlent 18. júlí 2022 23:53
Fjórir látnir eftir þyrluslys í Nýju-Mexíkó Fjórir létu lífið í þyrluslysi nærri bænum Las Vegas í Nýju-Mexíkó í gær. Í þyrlunni voru viðbragðsaðilar sem höfðu unnið að því að slökkva eld í Arizona-ríki. Erlent 17. júlí 2022 21:15
Átta létust í flugslysi: „Auðvitað lifðu þau þetta ekki af“ Allir átta meðlimir áhafnar úkraínskrar Antonov An-12 fraktflugvélar sem hrapaði í Grikklandi í gær létust. Erlent 17. júlí 2022 09:40