Gæfi flugumferðarstjórum kartöflu í skóinn Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 7. desember 2023 12:18 Sigríður Margrét Oddsdóttir framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir boðaðar verkfallsaðgerðir flugumferðastjóra fráleitar. Vísir/Vilhelm Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir fráleitt að flugumferðarstjórar boði nú til þriðja verkfallsins á fimm árum á meðan unnið sé að gerð nýrrar þjóðarsáttar á meðal allra aðila vinnumarkaðarins. Flugumferðarstjórar munu að óbreyttu leggja niður störf á þriðjudags- og fimmtudagsmorgun í næstu viku. Samningar milli þeirra og Isavia hafa verið lausir í rúma tvo mánuði. Kosningu meðal flugumferðarstjóra um verkfallsaðgerðir lauk á sunnudaginn og samþykkti yfirgnæfandi meirihluti þeirra að boða til verkfalls. Nýr fundur hefur ekki verið boðaður í kjaradeilu Félags flugumferðarstjóra og Isavia og því virðist lausn ekki í sjónmáli. Samtök atvinnulífsins sjá um að semja fyrir hönd Isavia og segir Sigríður Margrét Oddsdóttir framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins að fjöldi kjarasamninga sé að losna á næstunni og að unnið sé að því að ná breiðri sátt á meðal launafólks og atvinnurekenda. „Við gerum að vinna að gerð nýrrar þjóðarsáttar á meðal allra aðila vinnumarkaðarins. Við erum að vinna að þessu verkefni með aðkomu ríkisstjórnarinnar og skýrum yfirlýsingum sveitarfélaganna um að þeirra gjaldskrár muni ekki raska stöðugleika.“ Hún telur því fráleitt að flugumferðarstjórar séu núna að boða til þriðja verkfallsins á fimm árum. „Vegna þess að verkefnið sem að við stöndum frammi fyrir er að ná niður þessari 8% verðbólgu og stýrivöxtum sem að eru 9,25% og hafa alveg gríðarleg mikil áhrif á daglegan rekstur bæði heimila og fyrirtækja. Það er bara einfaldlega ekki annað í boði núna heldur en að við séum að gera langtímakjarasaminga sem er innistæða fyrir til þess að ná aftur stöðugleika og að verja bæði samkeppnishæfni landsins og lífskjörin í þessu landi.“ Ljóst er að verkfall Félags flugumferðarstjóra, ef til þess kemur, getur haft víðtæk áhrif á ferðalög yfir jólahátíðina. „Ef ég væri jólasveinninn þá myndi ég gefa flugumferðarstjórum kartöflu í skóinn,“ segir Sigríður Margrét. Fréttir af flugi Kjaramál Keflavíkurflugvöllur Reykjavíkurflugvöllur Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Verkfallið komi á „gríðarlega vondum tíma“ Flugfélögin Play og Icelandair skoða nú viðbrögð sín við fyrirhuguðu verkfalli flugumferðarstjóra á þriðjudags- og fimmtudagsmorgun í næstu viku. 6. desember 2023 21:40 Flugumferðarstjórar boða til verkfalls í næstu viku Flugumferðarstjórar munu að óbreyttu leggja niður störf á þriðjudags- og fimmtudagsmorgun í næstu viku. Samningar milli þeirra og Isavia hafa verið lausir í rúma tvo mánuði og formaður Félags flugumferðarstjóra segir enn töluvert bera í milli. 6. desember 2023 16:47 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Fleiri fréttir Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Sjá meira
Flugumferðarstjórar munu að óbreyttu leggja niður störf á þriðjudags- og fimmtudagsmorgun í næstu viku. Samningar milli þeirra og Isavia hafa verið lausir í rúma tvo mánuði. Kosningu meðal flugumferðarstjóra um verkfallsaðgerðir lauk á sunnudaginn og samþykkti yfirgnæfandi meirihluti þeirra að boða til verkfalls. Nýr fundur hefur ekki verið boðaður í kjaradeilu Félags flugumferðarstjóra og Isavia og því virðist lausn ekki í sjónmáli. Samtök atvinnulífsins sjá um að semja fyrir hönd Isavia og segir Sigríður Margrét Oddsdóttir framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins að fjöldi kjarasamninga sé að losna á næstunni og að unnið sé að því að ná breiðri sátt á meðal launafólks og atvinnurekenda. „Við gerum að vinna að gerð nýrrar þjóðarsáttar á meðal allra aðila vinnumarkaðarins. Við erum að vinna að þessu verkefni með aðkomu ríkisstjórnarinnar og skýrum yfirlýsingum sveitarfélaganna um að þeirra gjaldskrár muni ekki raska stöðugleika.“ Hún telur því fráleitt að flugumferðarstjórar séu núna að boða til þriðja verkfallsins á fimm árum. „Vegna þess að verkefnið sem að við stöndum frammi fyrir er að ná niður þessari 8% verðbólgu og stýrivöxtum sem að eru 9,25% og hafa alveg gríðarleg mikil áhrif á daglegan rekstur bæði heimila og fyrirtækja. Það er bara einfaldlega ekki annað í boði núna heldur en að við séum að gera langtímakjarasaminga sem er innistæða fyrir til þess að ná aftur stöðugleika og að verja bæði samkeppnishæfni landsins og lífskjörin í þessu landi.“ Ljóst er að verkfall Félags flugumferðarstjóra, ef til þess kemur, getur haft víðtæk áhrif á ferðalög yfir jólahátíðina. „Ef ég væri jólasveinninn þá myndi ég gefa flugumferðarstjórum kartöflu í skóinn,“ segir Sigríður Margrét.
Fréttir af flugi Kjaramál Keflavíkurflugvöllur Reykjavíkurflugvöllur Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Verkfallið komi á „gríðarlega vondum tíma“ Flugfélögin Play og Icelandair skoða nú viðbrögð sín við fyrirhuguðu verkfalli flugumferðarstjóra á þriðjudags- og fimmtudagsmorgun í næstu viku. 6. desember 2023 21:40 Flugumferðarstjórar boða til verkfalls í næstu viku Flugumferðarstjórar munu að óbreyttu leggja niður störf á þriðjudags- og fimmtudagsmorgun í næstu viku. Samningar milli þeirra og Isavia hafa verið lausir í rúma tvo mánuði og formaður Félags flugumferðarstjóra segir enn töluvert bera í milli. 6. desember 2023 16:47 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Fleiri fréttir Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Sjá meira
Verkfallið komi á „gríðarlega vondum tíma“ Flugfélögin Play og Icelandair skoða nú viðbrögð sín við fyrirhuguðu verkfalli flugumferðarstjóra á þriðjudags- og fimmtudagsmorgun í næstu viku. 6. desember 2023 21:40
Flugumferðarstjórar boða til verkfalls í næstu viku Flugumferðarstjórar munu að óbreyttu leggja niður störf á þriðjudags- og fimmtudagsmorgun í næstu viku. Samningar milli þeirra og Isavia hafa verið lausir í rúma tvo mánuði og formaður Félags flugumferðarstjóra segir enn töluvert bera í milli. 6. desember 2023 16:47