Verkfallsaðgerðir raski plönum mörg þúsund farþega Magnús Jochum Pálsson og Heimir Már Pétursson skrifa 11. desember 2023 20:10 Verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra munu hafa áhrif á tugi flugferða og raska plönum mörg þúsund farþega. Vísir/Vilhelm Flugumferðarstjórar hafa samþykkt verkfallsaðgerðir á tveimur dögum í næstu viku til viðbótar við aðgerðir á morgun og næsta fimmtudag. Enn er fundað í Karphúsinu og bendir því allt til að það verði af fyrirhugaðri vinnustöðvun í nótt sem mun hafa áhrif á mörg þúsund farþega. Deiluaðilar komu til fundar hjá ríkissáttasemjara klukkan tvö í dag og sitja enn á fundi. Samningar losnuðu mánaðamótin september-október og er verið að semja um tímabil sem aðrir sömdu um á almennum vinnumarkaði í desember í fyrra. Flugumferðarstjórar og fulltrúar flugfélaga funda í Karphúsinu.Vísir/Sigurjón Náist ekki saman skella fyrstu aðgerðirnar á klukkan fjögur í nótt og standa til klukkan tíu í fyrramálið. Á þeim tíma verða engar lendingar eða flugtök frá Keflavíkurflugvelli og Reykjavíkurflugvelli. Þess ber að geta að flugumferðarstjórar eru með rúm 900 þúsund í grunnlaun og rúmlega 1.400 þúsund í meðalheildarlaun en það vakti þó nokkra athygli nýlega þegar Arnar Hjálmsson, formaður Félags íslenskra flugumferðarstjóra, sagðist ekki vita hver meðallaun flugumferðarstjóra væru. Aðgerðirnar hafa áhrif á tugi flugferða íslensku flugfélaganna Íslensku flugfélögin eru tilbúin með áætlanir um breytingu á flugferðum á morgun vegna aðgerðanna. Play hefur þegar ákveðið að breyta nítján brottförum og komum hjá sér. Venjulega koma Norður-Ameríkuflugvélarnar þeirra inn á fimmta tímanum og brottfarir til Evrópu um klukkan sex en þessu verður öllu frestað til um klukkan ellefu. Heimir Már Pétursson, fréttamaður, ræddi við Guðna Sigurðsson, upplýsingafulltrúa Icelandair, um áhrif verkfallsins á flugferðir flugfélagsins. „Það eru þarna 28 ferðir til og frá Íslandi á dagskrá þarna á milli fjögur og tíu. Svo hefur þetta ruðningsáhrif þarna seinni partinn líka á tólf ferðir til Íslands frá Evrópu. Þannig þetta eru um 4.700 farþegar sem þetta hefur áhrif á,“ sagði Guðni um áhrif aðgerðanna á Icelandair. Seinkanir og raskanir á plönum Munu ykkar farþegar missa af tengiflugi eins og gerist hjá Play? „Við höfum verið að bóka farþega með öðrum flugfélögum, þá sem eiga tengiflug með okkur. Þannig við stefnum að því að allir farþegar komist leiða sinnar innan dagsins en það verða auðvitað seinkanir og raskanir á plönum,“ sagði Guðni. „Þetta er mjög erfitt á þessum tíma svona fyrir jól. Íslendingar að komast til ástvina erlendis, fólk sem býr erlendis að koma hingað til landsins og sömuleiðis fólk sem er á leið yfir hafið. Það eru allir að reyna að komast eitthvert fyrir jólin. Þetta er háannatími og erfiður tími fyrir fólk,“ sagði hann. Áhrif á næstu daga dempuð Jafnvel þó þetta yrðu einu aðgerðirnar, tekur ekki langan tíma að vinda ofan af svona dómínó-áhrifum? „Með því að færa tengifarþegana yfir á önnur flugfélög þá gerum við ráð fyrir að við náum að jafna þetta út seinni partinn þannig það verði ekki áhrif á áætlanir okkar síðdegis á morgun,“ sagði Guðni um næstu daga. Ameríkuflugið verður á réttum tíma seinni partinn á morgun og svo ætti miðvikudagurinn að vera í lagi eða hvað? „Já, það er stefnan og við vonum að það gangi eftir,“ sagði Guðni að lokum. Fréttir af flugi Stéttarfélög Play Icelandair Keflavíkurflugvöllur Reykjavíkurflugvöllur Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Erlent Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Fleiri fréttir „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Sjá meira
Deiluaðilar komu til fundar hjá ríkissáttasemjara klukkan tvö í dag og sitja enn á fundi. Samningar losnuðu mánaðamótin september-október og er verið að semja um tímabil sem aðrir sömdu um á almennum vinnumarkaði í desember í fyrra. Flugumferðarstjórar og fulltrúar flugfélaga funda í Karphúsinu.Vísir/Sigurjón Náist ekki saman skella fyrstu aðgerðirnar á klukkan fjögur í nótt og standa til klukkan tíu í fyrramálið. Á þeim tíma verða engar lendingar eða flugtök frá Keflavíkurflugvelli og Reykjavíkurflugvelli. Þess ber að geta að flugumferðarstjórar eru með rúm 900 þúsund í grunnlaun og rúmlega 1.400 þúsund í meðalheildarlaun en það vakti þó nokkra athygli nýlega þegar Arnar Hjálmsson, formaður Félags íslenskra flugumferðarstjóra, sagðist ekki vita hver meðallaun flugumferðarstjóra væru. Aðgerðirnar hafa áhrif á tugi flugferða íslensku flugfélaganna Íslensku flugfélögin eru tilbúin með áætlanir um breytingu á flugferðum á morgun vegna aðgerðanna. Play hefur þegar ákveðið að breyta nítján brottförum og komum hjá sér. Venjulega koma Norður-Ameríkuflugvélarnar þeirra inn á fimmta tímanum og brottfarir til Evrópu um klukkan sex en þessu verður öllu frestað til um klukkan ellefu. Heimir Már Pétursson, fréttamaður, ræddi við Guðna Sigurðsson, upplýsingafulltrúa Icelandair, um áhrif verkfallsins á flugferðir flugfélagsins. „Það eru þarna 28 ferðir til og frá Íslandi á dagskrá þarna á milli fjögur og tíu. Svo hefur þetta ruðningsáhrif þarna seinni partinn líka á tólf ferðir til Íslands frá Evrópu. Þannig þetta eru um 4.700 farþegar sem þetta hefur áhrif á,“ sagði Guðni um áhrif aðgerðanna á Icelandair. Seinkanir og raskanir á plönum Munu ykkar farþegar missa af tengiflugi eins og gerist hjá Play? „Við höfum verið að bóka farþega með öðrum flugfélögum, þá sem eiga tengiflug með okkur. Þannig við stefnum að því að allir farþegar komist leiða sinnar innan dagsins en það verða auðvitað seinkanir og raskanir á plönum,“ sagði Guðni. „Þetta er mjög erfitt á þessum tíma svona fyrir jól. Íslendingar að komast til ástvina erlendis, fólk sem býr erlendis að koma hingað til landsins og sömuleiðis fólk sem er á leið yfir hafið. Það eru allir að reyna að komast eitthvert fyrir jólin. Þetta er háannatími og erfiður tími fyrir fólk,“ sagði hann. Áhrif á næstu daga dempuð Jafnvel þó þetta yrðu einu aðgerðirnar, tekur ekki langan tíma að vinda ofan af svona dómínó-áhrifum? „Með því að færa tengifarþegana yfir á önnur flugfélög þá gerum við ráð fyrir að við náum að jafna þetta út seinni partinn þannig það verði ekki áhrif á áætlanir okkar síðdegis á morgun,“ sagði Guðni um næstu daga. Ameríkuflugið verður á réttum tíma seinni partinn á morgun og svo ætti miðvikudagurinn að vera í lagi eða hvað? „Já, það er stefnan og við vonum að það gangi eftir,“ sagði Guðni að lokum.
Fréttir af flugi Stéttarfélög Play Icelandair Keflavíkurflugvöllur Reykjavíkurflugvöllur Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Erlent Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Fleiri fréttir „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Sjá meira