Innlent

Laun flug­um­ferðar­stjóra um 1,4 milljónir króna

Bjarki Sigurðsson skrifar
Flugumferðarstjórar við störf á Reykjavíkurflugvelli.
Flugumferðarstjórar við störf á Reykjavíkurflugvelli. Vísir/Vilhelm

Samkvæmt tölum Hagstofu Íslands eru flugumferðarstjórar með regluleg meðalheildarlaun upp á 1,4 milljónir króna. Neðri fjórðungsmörk launa flugumferðarstjóra eru um ein milljón króna.

Í gögnum Hagstofu er launaflokkur flugumferðarstjóra númer 3144 og heitir „sérfræðistörf við flugumsjón.

Meðaltal reglulegra heildarlauna hefur hækkað úr 936 þúsund krónum í 1,4 milljónir á átta árum, frá 2014 til 2022. Neðri fjórðungsmörk launa flugumferðarstjóra eru 1,06 milljón króna en efri fjórðungsmörk eru 1,7 milljón króna. 

Í samantekt DV frá árinu 2021 þegar flugumferðarstjórar ætluðu sér í verkfall má sjá að hæstlaunaði flugumferðarstjórinn var með yfir þrjár milljónir króna á mánuði. Nokkrir til viðbótar voru með rúmar tvær milljónir króna á mánuði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×