Ekki rætt að stíga inn í deiluna með lagasetningu Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 13. desember 2023 18:49 Innviðaráðherra segir mikilvægt að deilan leysist sem fyrst. Vísir/Arnar Töluverð röskun verður á millilanda- og innilandsflugi þegar flugumferðarstjórar leggja niður störf í nótt í annað sinn í vikunni. Innviðaráðherra segir stjórnvöld ekki ætla að beita sér í deilunni og hvetur viðsemjendur til að finna lausn sem fyrst. Flugumferðarstjórar leggja niður störf klukkan fjögur í nótt að öllu óbreyttu og mun verkfallið standa í sex klukkutíma. Á meðan á því stendur verður ekki hægt að fljúga áætlunarflugi um Keflavíkur- og Reykjavíkurflugvöll. Verkfallið mun hafa áhrif á mörg þúsund farþega en tugir flugferða frestast og einhverjum ferðum verður aflýst. Enginn fundur var í deilunni í dag og næsti fundur hefur ekki verið boðaður fyrr en klukkan tvö á morgun. Arnar Hjálmsson er formaður Félags flugumferðarstjóra.Vísir/Vilhelm Arnar Hjálmsson formaður Félags íslenskra flugumferðarstjóra segir eins og staðan sé lausn deilunnar ekki í sjónmáli. Sigurður Ingi Jóhannesson innviðaráðherra segir mikilvægt að deilan leysist sem fyrst. „Við erum búin að vera að fara hérna í gegnum náttúruhamfarir og glíma við náttúruvá. Koma heilu byggðarlagi í skjól, heilu sveitarfélagi. Þessi náttúrvá hefur líka haft áhrif á ferðaþjónustu um landið Ísland. Það er ljóst að þessi deila hefur það líka og svo er nú bara til fullt af fólki sem vill geta komast heim til sín um jólin. Þannig ég tel mjög mikilvægt að menn finni lausn á þessari deilu sem fyrst.“ Hann segir stjórnvöld ekki hafa skoðað að stíga inn í deiluna með lagasetningu. Almenningsálitið aldrei með flugumferðarstjórum Flugumferðarstjórar telja sig vera að sækjast eftir sambærilegum kjarabótum sem aðrir á almennum vinnumarkaði fengu í kringum síðustu áramót en þeir hafi ekki enn fengið. „Þetta er auðvitað lokin á síðustu kjaralotu. Þetta er ekki upphafið á þeirri sem er að hefjast hér á næsta ári eins ótrúlegt að það nú hljómar að það sé hægt vera heilu árin í samningaviðræðum en svona er nú staðan á Íslandi hún er of þung. Við þurfum að vera með eitthvað svona gáfulegra kerfi eins og við þekkjum á Norðurlöndunum en við búum við þetta í dag og þeim mun mikilvægara er að aðilar axli sína ábyrgð.“ Arnar segir flugumferðarstjóra vana neikvæðri umræðu. „Ég held aðalmenningsálitið svona almennt hafi aldrei verið með okkur. Við erum ekkert í vondri stöðu til að berjast. Við getum alveg samið um okkar kjör eins og við reynum að gera alltaf. Við semjum fyrir alla okkar félagsmenn. Við erum með félagsmenn á lægri launum og við erum með félagsmenn sem eru yfirmenn hjá fyrirtækinu. Það er alveg sama hvaða meðallaun fólk er með það á rétt á að semja um sín kjör og það er bara það sem við erum að gera. Fréttir af flugi Kjaraviðræður 2023-25 Kjaramál Verkföll flugumferðarstjóra Tengdar fréttir Telur að stjórnvöld ættu að stíga inn í deiluna Flugsamgöngur lömuðust þegar flugumferðarstjórar lögðu niður störf í morgun. Frekari verkfallsaðgerðir eru fyrirhugaðar á fimmtudag og í næstu viku. Fundi var slitið nú síðdegis án þess að samningar næðust. Forstjóri Play segir furðulegt að svo lítill hópur geti sett svo mikið úr skorðum og telur að stjórnvöld ættu að stíga inn í deiluna. 12. desember 2023 20:52 Mest lesið „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fleiri fréttir Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Sjá meira
Flugumferðarstjórar leggja niður störf klukkan fjögur í nótt að öllu óbreyttu og mun verkfallið standa í sex klukkutíma. Á meðan á því stendur verður ekki hægt að fljúga áætlunarflugi um Keflavíkur- og Reykjavíkurflugvöll. Verkfallið mun hafa áhrif á mörg þúsund farþega en tugir flugferða frestast og einhverjum ferðum verður aflýst. Enginn fundur var í deilunni í dag og næsti fundur hefur ekki verið boðaður fyrr en klukkan tvö á morgun. Arnar Hjálmsson er formaður Félags flugumferðarstjóra.Vísir/Vilhelm Arnar Hjálmsson formaður Félags íslenskra flugumferðarstjóra segir eins og staðan sé lausn deilunnar ekki í sjónmáli. Sigurður Ingi Jóhannesson innviðaráðherra segir mikilvægt að deilan leysist sem fyrst. „Við erum búin að vera að fara hérna í gegnum náttúruhamfarir og glíma við náttúruvá. Koma heilu byggðarlagi í skjól, heilu sveitarfélagi. Þessi náttúrvá hefur líka haft áhrif á ferðaþjónustu um landið Ísland. Það er ljóst að þessi deila hefur það líka og svo er nú bara til fullt af fólki sem vill geta komast heim til sín um jólin. Þannig ég tel mjög mikilvægt að menn finni lausn á þessari deilu sem fyrst.“ Hann segir stjórnvöld ekki hafa skoðað að stíga inn í deiluna með lagasetningu. Almenningsálitið aldrei með flugumferðarstjórum Flugumferðarstjórar telja sig vera að sækjast eftir sambærilegum kjarabótum sem aðrir á almennum vinnumarkaði fengu í kringum síðustu áramót en þeir hafi ekki enn fengið. „Þetta er auðvitað lokin á síðustu kjaralotu. Þetta er ekki upphafið á þeirri sem er að hefjast hér á næsta ári eins ótrúlegt að það nú hljómar að það sé hægt vera heilu árin í samningaviðræðum en svona er nú staðan á Íslandi hún er of þung. Við þurfum að vera með eitthvað svona gáfulegra kerfi eins og við þekkjum á Norðurlöndunum en við búum við þetta í dag og þeim mun mikilvægara er að aðilar axli sína ábyrgð.“ Arnar segir flugumferðarstjóra vana neikvæðri umræðu. „Ég held aðalmenningsálitið svona almennt hafi aldrei verið með okkur. Við erum ekkert í vondri stöðu til að berjast. Við getum alveg samið um okkar kjör eins og við reynum að gera alltaf. Við semjum fyrir alla okkar félagsmenn. Við erum með félagsmenn á lægri launum og við erum með félagsmenn sem eru yfirmenn hjá fyrirtækinu. Það er alveg sama hvaða meðallaun fólk er með það á rétt á að semja um sín kjör og það er bara það sem við erum að gera.
Fréttir af flugi Kjaraviðræður 2023-25 Kjaramál Verkföll flugumferðarstjóra Tengdar fréttir Telur að stjórnvöld ættu að stíga inn í deiluna Flugsamgöngur lömuðust þegar flugumferðarstjórar lögðu niður störf í morgun. Frekari verkfallsaðgerðir eru fyrirhugaðar á fimmtudag og í næstu viku. Fundi var slitið nú síðdegis án þess að samningar næðust. Forstjóri Play segir furðulegt að svo lítill hópur geti sett svo mikið úr skorðum og telur að stjórnvöld ættu að stíga inn í deiluna. 12. desember 2023 20:52 Mest lesið „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fleiri fréttir Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Sjá meira
Telur að stjórnvöld ættu að stíga inn í deiluna Flugsamgöngur lömuðust þegar flugumferðarstjórar lögðu niður störf í morgun. Frekari verkfallsaðgerðir eru fyrirhugaðar á fimmtudag og í næstu viku. Fundi var slitið nú síðdegis án þess að samningar næðust. Forstjóri Play segir furðulegt að svo lítill hópur geti sett svo mikið úr skorðum og telur að stjórnvöld ættu að stíga inn í deiluna. 12. desember 2023 20:52