Fréttir af flugi

Fréttir af flugi

Allt það helsta sem viðkemur flugi.

Fréttamynd

Átta flug­ferðum af­lýst í nótt

Átta flugferðum hingað til lands hefur verið aflýst í nótt vegna veðursins sem gengur yfir, þar á meðal öllu Ameríkuflugi, ef undan er skilin flugvél Icelandair frá Newark í New York.

Innlent
Fréttamynd

13 ára strákur flaug Boeing 737 – MAX flugvél hjá Icelandair

Það hljóp heldur betur á snærið í gær hjá þrettán ára strák, en þá var honum boðið að fljúga Boeing 737 - MAX flugvél frá Icelandair í fullkomnasta flughermi heims. Flugstjóri hjá Icelandair er viss um að strákurinn eigi eftir að vera fantagóður flugmaður í framtíðinni.

Innlent
Fréttamynd

Öllu flugi Icelandair af­lýst

Icelandair hefur ákveðið að aflýsa öllum flugferðum sem fara átti í kvöld og í nótt. Um er að ræða ellefu ferðir til Norður-Ameríku, eina til Kaupmannahafnar og eina til Lundúna.

Innlent
Fréttamynd

Ísrael fyrsta Asíuríkið í leiðakerfi Icelandair

Icelandair hefur í fyrsta sinn sett Asíuríki inn í áætlun sína og hyggst hefja beint flug til Ísraels næsta vor. Meginástæðan er mikill áhugi Ísraelsmanna á Íslandi en helsta forsendan er að Boeing Max-þotan hefur reynst langdrægari en reiknað var með.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Stórt skref fyrir Vestmannaeyjar

Þær fréttir bárust í dag að innviðaráðuneytið hefði náð samkomulagi við Flugfélagið Erni um áætlunarflug til Vestmannaeyja þrisvar sinnum í viku.

Skoðun
Fréttamynd

Hefja á­ætlunar­flug til Vest­manna­eyja á ný

Flugfélagið Ernir hefur gert samkomulag við innviðaráðuneytið um flug til Vestmannaeyja þrisvar sinnum í viku, tvö flug á þriðjudögum og eitt á föstudögum. Ekki hefur verið áætlunarflug milli lands og Eyja frá því að það lagðist af haustið 2020.

Innlent
Fréttamynd

Endurheimt dráttarbeislisins kannski sögulok Geysisslyssins

Merkum flugsöguminjum, sem tengjast Geysisslysinu á Vatnajökli, hefur verið bjargað til byggða eftir að hafa legið uppi á hálendi í meira en sjötíu ár. Sonur Alfreðs Elíassonar, stofnanda Loftleiða, sótti gripina núna í vetrarbyrjun ásamt félaga sínum í þriggja daga leiðangri að rótum Síðujökuls.

Innlent
Fréttamynd

Miklu líklegra að þau fari aftur heim og lendi í bílslysi

Eyþór Kamban Þrastarson og eiginkona hans, Emily Pylarinou komu til landsins á föstudagskvöld eftir að hafa verið bannað að fljúga með flugfélaginu SAS án fylgdar. Eyþór og Emily eru bæði blind og voru að ferðast frá Grikklandi með dóttur sína sem er eins árs. Fjölskyldan býr í Grikklandi en vildi ferðast til Íslands til þess að eyða jólum og áramótum með fjölskyldu hérlendis. Eyþór segir gott að komast heim en þau séu að íhuga næstu skref í málinu. 

Innlent
Fréttamynd

Grænlendingar fagna nýrri Airbus-breiðþotu

Grænlendingar fögnuðu í fyrradag komu nýrrar breiðþotu Air Greenland. Þotan tekur yfir þrjúhundruð farþega í sæti og er dýrasti farkostur sem þessi næsta nágrannaþjóð Íslendinga hefur eignast.

Erlent
Fréttamynd

Síðasta Boeing 747-þotan úr flugvélaverksmiðjunni

Síðasta eintak júmbóþotunnar, eða Boeing 747, fór út úr samsetningarverksmiðju Boeing í borginni Everett norðan Seattle í Washington-ríki í gærkvöldi. Þetta er fraktvél af undirtegundinni 747-8 og verður afhent bandaríska vöruflutningafélaginu Atlas Air snemma á næsta ári.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Flugvélahamur heyrir brátt sögunni til í Evrópu

Hinn svokallaði flugvélahamur (e. Airplane mode) mun brátt heyra sögunni til, í það minnsta í Evrópu, og munu flugfarþegar geta vafrað um á netinu og hringt í háloftunum. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur komist að þeirri niðurstöðu að flugfélög geti veitt farþegum aðgang að 5G nettengingu í flugi.

Erlent
Fréttamynd

Play aldrei verið stund­vísara

Flugfélagið Play flutti fjórum sinnum fleiri farþega í nóvember á þessu ári en í sama mánuði á síðasta ári. Sætanýting var tæplega áttatíu prósent og stundvísi rúmlega 98 prósent. Aldrei hafa vélar félagsins verið jafn stundvísar.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Blindu pari tvisvar meinað að fljúga til Ís­lands

Eyþóri Kamban Þrastarsyni og eiginkonu hans, Emily Pylarinou, var tvisvar meinaður aðgangur að flugvél SAS er þau ætluðu að fljúga til Íslands frá Grikklandi. Eyþór og Emily eru bæði blind og voru á leiðinni til landsins ásamt eins árs gamalli dóttur sinni. Aðgengis- og upplýsingafulltrúi Blindrafélagsins segir málið vera stórskrítið einsdæmi. 

Innlent