Bjóða farþegum að breyta ferðum vegna mögulegs verkfalls Telma Tómasson skrifar 6. maí 2024 15:50 Starfsemi Keflavíkurflugvallar gæti raskast vegna verkfalls á föstudag. Play og Icelandair ætla að bjóða farþegum að breyta ferðum sínum vegna þess. Vísir/Vilhelm Íslensku flugfélögin tvö, Icelandair og Play, mun bjóða farþegum sem ferðast frá Íslandi að flýta eða seinka flugferðum sínum á föstudag, en áætlanir flugfélaga í millilandaflugi gætu raskast þann dag komi til aðgerða starfsmanna Sameykis og FFR hjá Isavia á Keflavíkurflugvelli. Starfsmenn öryggisleitar á flugvellinum leggja að óbreyttu niður störf að morgni föstudags, þegar flestar flugferðir eru áætlaðar. Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, segir að flugáætlun muni haldast óbreytt, enda margir farþegar að koma í tengiflugi annars staðar frá, einkum frá Bandaríkjunum, og hafi þegar farið í gegnum öryggisleit. Í undirbúningi sé að bjóða farþegum, sem leggi af stað frá Íslandi, að færa til dagsetningar verði af vinnustöðvun á flugvellinum. Mikilvægt sé því að ferðlangar hafi réttar tengiliðaupplýsingar í bókun sinni. Í sama streng tekur Birgir Olgeirsson, upplýsingafulltrúi Play, sem segir að nú þegar sé farið að bjóða farþegum flugfélagsins að færa til dagsetningar á ferðum til að lágmarka þann ama sem kunni að skapast af aðgerðum á Keflavíkurflugvelli. Fundað var í deilu Sameykis og FFR við Isavia fram á kvöld í gær og deiluaðilar mættu aftur til ríkissáttasemjara klukkan níu í morgun. Þórarinn Eyfjörð, formaður Sameykis, segir samninga stranda á nokkrum atriðum sem ekki hafi tekist að koma áfram og því hafi verið ákveðið að hvíla viðræðurnar í gærkvöldi. Keflavíkurflugvöllur Stéttarfélög Fréttir af flugi Kjaraviðræður 2023-24 Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Erlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Fleiri fréttir Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Sjá meira
Starfsmenn öryggisleitar á flugvellinum leggja að óbreyttu niður störf að morgni föstudags, þegar flestar flugferðir eru áætlaðar. Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, segir að flugáætlun muni haldast óbreytt, enda margir farþegar að koma í tengiflugi annars staðar frá, einkum frá Bandaríkjunum, og hafi þegar farið í gegnum öryggisleit. Í undirbúningi sé að bjóða farþegum, sem leggi af stað frá Íslandi, að færa til dagsetningar verði af vinnustöðvun á flugvellinum. Mikilvægt sé því að ferðlangar hafi réttar tengiliðaupplýsingar í bókun sinni. Í sama streng tekur Birgir Olgeirsson, upplýsingafulltrúi Play, sem segir að nú þegar sé farið að bjóða farþegum flugfélagsins að færa til dagsetningar á ferðum til að lágmarka þann ama sem kunni að skapast af aðgerðum á Keflavíkurflugvelli. Fundað var í deilu Sameykis og FFR við Isavia fram á kvöld í gær og deiluaðilar mættu aftur til ríkissáttasemjara klukkan níu í morgun. Þórarinn Eyfjörð, formaður Sameykis, segir samninga stranda á nokkrum atriðum sem ekki hafi tekist að koma áfram og því hafi verið ákveðið að hvíla viðræðurnar í gærkvöldi.
Keflavíkurflugvöllur Stéttarfélög Fréttir af flugi Kjaraviðræður 2023-24 Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Erlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Fleiri fréttir Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Sjá meira