Vanefndir Flugakademíu Íslands Gunnar Hjörtur Hagbarðsson skrifar 1. maí 2024 06:01 Á dögunum lýsti Flugakademía Íslands, einn af skólum Keilis, yfir gjaldþroti sem nam um hálfum miljarði króna. Margir fyrrum nemendur og kennarar segja farir sínar ekki sléttar eftir viðskipti sín við Flugakademíuna og hefur þetta fengið nokkra fjölmiðlaumjöllun á undanförnum vikum og mánuðum. Þó Flugakademían hafi farið í þrot er stærsti eigandi hennar og umráðamaður, Keilir, enn í fullum rekstri. Á dögunum fór stjórnarformaður Keilis í hlaðvarpsþátt um flugmál þar sem hann reyndi að útskýra ástæður þess að Flugakademían varð gjaldþrota og hvernig stjórnendur sjá framtíðina fyrir sér. Mig langar hér að neðan að benda á nokkrar rangfærslur sem komu fram í þessum þætti og minnast á atriði sem nauðsynlegt er að komi fram svo hlustendur þessa annars ágæta hlaðvarps fái skýrari og heildstæðari mynd af málinu. Stjórnarformaðurinn hélt því fram að þegar Flugakademían seldi eignir sínar (t.d. flugvélar, flugherma og fleira) hefði nemendum verið endurgreitt inneignir sínar, en nemendur fyrirframgreiddu skólagjöld, þ.e. áður en þeir flugu flugtímana, og áttu þá margir eðli málsins samkvæmt inneignir hjá skólanum þegar hann hætti rekstri. Þó svo það sé sannleikskorn í þessari fullyrðingu stjórnarformannsins, þá er hún efnislega röng. Margir nemendanna fengu töluvert minna en þeir telja sig eiga innistæðu fyrir og ekki fengið fullnægjandi svör þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Aðrir fengu ekki endurgreiðslu fyrr en eftir mikið stapp (oft með aðstoð lögfræðinga) og löngu eftir lokun skólans, enn aðrir hafa ekki fengið neitt. Hann talaði um að til stæði að selja aðalbyggingu Keilis og af velvilja stjórnarinnar stæði til að endurgreiða svokölluðum „óvirkum“ nemendum. En hvað eru óvirkir nemendur? Ef fólk tók sér hlé frá námi í meira en ár (eins og t.d. í Covid) var viðkomandi sagður „óvirkur“. Að segja nemenda vera „óvirkan“ var huglægt mat stjórnenda á námsframvindu, sem í einhverjum tilfellum var notað til að reyna krefjast hárrar fjárhæðar ef nemandi hugðist halda áfram námi. Þrátt fyrir að hafa þegar fyrirframgreitt flugtíma sem viðkomandi þurfti til að geta lokið námi. Flugakademían bar fyrir sig að inneignin væri fyrnd þar sem peningunum hafði verið eytt. Þó hafði viðkomandi ekki flogið fyrir andvirði þeirra. Flugakademían hafði enga heimild fyrir þessum aðgerðum sem gerðar voru einhliða og án samráðs við nemendur. Það var enginn tímarammi á því hvenær skyldi fljúga fyrir andvirði inneigna þegar þær voru keyptar. Margir myndu kalla þetta að stela, en það er gott að Keilir finnur það í hjarta sínu að endurgreiða vöru sem félag í þeirra eigu afhenti ekki. Stjórnarformanninum láðist að nefna hvort þessi velvilji stjórnar Keilis komi líka til með að ná til launagreiðslna til kennara sem hafa ekki fengið greitt fyrir störf sín á lokadögum skólans. Stjórnendur skólans fullvissuðu kennara um áður en yfir lauk, að búið væri að „tryggja innistæður fyrir öllum launum“, með hvatningu um að kenna sem mest. Þetta reyndist allt vera orðin tóm, og sitja nú margir eftir með sárt ennið. Maður spyr sig því óhjákvæmilega hvort þessi velvilji sé frátekinn fyrir tilvik þar sem Keilir er í stöðu til að fegra ímynd sína. Viðmælandi hlaðvarpsins hélt því fram að rekstur Flugakademíunnar hafi farið að ganga illa þegar Covid-19 skall á og nefndi það sem ástæðu núverandi rekstrarvanda. Það er ekki rétt. Reksturinn var farinn að ganga illa löngu áður, þó svo Covid hafi vissulega ekki hjálpað til. Samgönguyfirvöld kyrrsettu kennsluflota skólans árið 2018 vegna þess að viðhaldi hafði ekki verið sinnt sem skildi og ámælisverð vinnubrögð í þeim málum verið viðhöfð um eitthvert skeið. Um þetta var fjallað í fjölmiðlum á sínum tíma. Beint tap af þessari kyrrsettningu hljóp á hundruðum miljóna og í kjölfarið snarfækkaði umsóknum í flugnám hjá skólanum. Þetta kom þó ekki í veg fyrir að skólinn fengi veglega ríkisstyrki í Covid-19. Ríkið keypti hlutafé í Keili árið 2021 fyrir 190. miljónir króna og varð þar með meirihlutaeigandi, þar að auki fékk Flugakademían beina styrki í langan tíma á eftir. Það er athyglisvert að hugsa til þess að þegar þetta var gert var Menntamálaráðherra flokksbróðir framkvæmdastjóra Keilis, en frá stofnun Keilis hafa tveir af þrem framkvæmdastjórum skólans setið á Alþingi fyrir Framsóknarflokkinn. Annar (framkvæmdstjóri 2007-2019) var þingflokksformaður Framsóknar áður en hann varð fyrsti framkvæmdastjóri Keilis, og hinn (framkvæmdastjóri 2019-2021) er í dag starfsbróðir ráðherra á Alþingi. Hlaðvarpsþátturinn er svo kórónaður með fullyrðingum viðmælanda að flestir Íslendingar sem hyggja á flugnám fari erlendis vegna þess að þeir séu hræddir um að flugkennsla á Íslandi standi ótraustum fótum, meðan hið rétta er að starfshættir fyrirtækisins sem hann er í forsvari fyrir hafa eyðilagt orðspor íslenskrar flugkennslu. Hann varð fyrirtækinu sem hann er í forsvari fyrir til minnkunar í þessu viðtali, þó tæplega hafi verið úr háum söðli að falla. Höfundur er fyrrverandi kennari við Flugakademíu Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fréttir af flugi Skóla- og menntamál Mest lesið Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Sjá meira
Á dögunum lýsti Flugakademía Íslands, einn af skólum Keilis, yfir gjaldþroti sem nam um hálfum miljarði króna. Margir fyrrum nemendur og kennarar segja farir sínar ekki sléttar eftir viðskipti sín við Flugakademíuna og hefur þetta fengið nokkra fjölmiðlaumjöllun á undanförnum vikum og mánuðum. Þó Flugakademían hafi farið í þrot er stærsti eigandi hennar og umráðamaður, Keilir, enn í fullum rekstri. Á dögunum fór stjórnarformaður Keilis í hlaðvarpsþátt um flugmál þar sem hann reyndi að útskýra ástæður þess að Flugakademían varð gjaldþrota og hvernig stjórnendur sjá framtíðina fyrir sér. Mig langar hér að neðan að benda á nokkrar rangfærslur sem komu fram í þessum þætti og minnast á atriði sem nauðsynlegt er að komi fram svo hlustendur þessa annars ágæta hlaðvarps fái skýrari og heildstæðari mynd af málinu. Stjórnarformaðurinn hélt því fram að þegar Flugakademían seldi eignir sínar (t.d. flugvélar, flugherma og fleira) hefði nemendum verið endurgreitt inneignir sínar, en nemendur fyrirframgreiddu skólagjöld, þ.e. áður en þeir flugu flugtímana, og áttu þá margir eðli málsins samkvæmt inneignir hjá skólanum þegar hann hætti rekstri. Þó svo það sé sannleikskorn í þessari fullyrðingu stjórnarformannsins, þá er hún efnislega röng. Margir nemendanna fengu töluvert minna en þeir telja sig eiga innistæðu fyrir og ekki fengið fullnægjandi svör þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Aðrir fengu ekki endurgreiðslu fyrr en eftir mikið stapp (oft með aðstoð lögfræðinga) og löngu eftir lokun skólans, enn aðrir hafa ekki fengið neitt. Hann talaði um að til stæði að selja aðalbyggingu Keilis og af velvilja stjórnarinnar stæði til að endurgreiða svokölluðum „óvirkum“ nemendum. En hvað eru óvirkir nemendur? Ef fólk tók sér hlé frá námi í meira en ár (eins og t.d. í Covid) var viðkomandi sagður „óvirkur“. Að segja nemenda vera „óvirkan“ var huglægt mat stjórnenda á námsframvindu, sem í einhverjum tilfellum var notað til að reyna krefjast hárrar fjárhæðar ef nemandi hugðist halda áfram námi. Þrátt fyrir að hafa þegar fyrirframgreitt flugtíma sem viðkomandi þurfti til að geta lokið námi. Flugakademían bar fyrir sig að inneignin væri fyrnd þar sem peningunum hafði verið eytt. Þó hafði viðkomandi ekki flogið fyrir andvirði þeirra. Flugakademían hafði enga heimild fyrir þessum aðgerðum sem gerðar voru einhliða og án samráðs við nemendur. Það var enginn tímarammi á því hvenær skyldi fljúga fyrir andvirði inneigna þegar þær voru keyptar. Margir myndu kalla þetta að stela, en það er gott að Keilir finnur það í hjarta sínu að endurgreiða vöru sem félag í þeirra eigu afhenti ekki. Stjórnarformanninum láðist að nefna hvort þessi velvilji stjórnar Keilis komi líka til með að ná til launagreiðslna til kennara sem hafa ekki fengið greitt fyrir störf sín á lokadögum skólans. Stjórnendur skólans fullvissuðu kennara um áður en yfir lauk, að búið væri að „tryggja innistæður fyrir öllum launum“, með hvatningu um að kenna sem mest. Þetta reyndist allt vera orðin tóm, og sitja nú margir eftir með sárt ennið. Maður spyr sig því óhjákvæmilega hvort þessi velvilji sé frátekinn fyrir tilvik þar sem Keilir er í stöðu til að fegra ímynd sína. Viðmælandi hlaðvarpsins hélt því fram að rekstur Flugakademíunnar hafi farið að ganga illa þegar Covid-19 skall á og nefndi það sem ástæðu núverandi rekstrarvanda. Það er ekki rétt. Reksturinn var farinn að ganga illa löngu áður, þó svo Covid hafi vissulega ekki hjálpað til. Samgönguyfirvöld kyrrsettu kennsluflota skólans árið 2018 vegna þess að viðhaldi hafði ekki verið sinnt sem skildi og ámælisverð vinnubrögð í þeim málum verið viðhöfð um eitthvert skeið. Um þetta var fjallað í fjölmiðlum á sínum tíma. Beint tap af þessari kyrrsettningu hljóp á hundruðum miljóna og í kjölfarið snarfækkaði umsóknum í flugnám hjá skólanum. Þetta kom þó ekki í veg fyrir að skólinn fengi veglega ríkisstyrki í Covid-19. Ríkið keypti hlutafé í Keili árið 2021 fyrir 190. miljónir króna og varð þar með meirihlutaeigandi, þar að auki fékk Flugakademían beina styrki í langan tíma á eftir. Það er athyglisvert að hugsa til þess að þegar þetta var gert var Menntamálaráðherra flokksbróðir framkvæmdastjóra Keilis, en frá stofnun Keilis hafa tveir af þrem framkvæmdastjórum skólans setið á Alþingi fyrir Framsóknarflokkinn. Annar (framkvæmdstjóri 2007-2019) var þingflokksformaður Framsóknar áður en hann varð fyrsti framkvæmdastjóri Keilis, og hinn (framkvæmdastjóri 2019-2021) er í dag starfsbróðir ráðherra á Alþingi. Hlaðvarpsþátturinn er svo kórónaður með fullyrðingum viðmælanda að flestir Íslendingar sem hyggja á flugnám fari erlendis vegna þess að þeir séu hræddir um að flugkennsla á Íslandi standi ótraustum fótum, meðan hið rétta er að starfshættir fyrirtækisins sem hann er í forsvari fyrir hafa eyðilagt orðspor íslenskrar flugkennslu. Hann varð fyrirtækinu sem hann er í forsvari fyrir til minnkunar í þessu viðtali, þó tæplega hafi verið úr háum söðli að falla. Höfundur er fyrrverandi kennari við Flugakademíu Íslands.
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun