Hyggst skipta sér af þjóðaratkvæðinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 29. nóvember 2025 07:00 Mikill meirihluti þingmanna á þingi Evrópusambandsins samþykkti á miðvikudaginn skýrslu utanríkismálanefndar þingsins um stefnu sambandsins gagnvart norðurslóðum eða 510 á móti 75 en hún hafði áður hlotið samþykki mikils meirihluta fulltrúa í nefndinni. Í skýrslunni er meðal annars rætt um mikilvægi náttúru- og orkuauðlinda Íslands, Noregs og Grænlands fyrir Evrópusambandið og stofnanir þess hvattar til þess að beita sér fyrir því að löndin þrjú gangi í sambandið. Fyrirhuguðu þjóðaratkvæði hér á landi, um það hvort hafið verði á ný umsóknarferli að Evrópusambandinu, er fagnað (liður ab) í skýrslunni. Þá segir að fram að því hyggist sambandið „taka með virkum hætti þátt í því með íslenzku ríkisstjórninni að kynna kosti mögulegrar aðildar að ESB og vinna að auknum undirbúningi fyrir endurnýjað umsóknarferli ef Ísland virkjar með formlegum hætti umsókn sína.“ Á sama tíma býður sambandið fram aðstoð sína gegn erlendum afskiptum. Með öðrum orðum hefur Evrópusambandið ekki aðeins í hyggju að hafa afskipti af umræðunni hér á landi í aðdraganda þjóðaratkvæðisins, og það í samstarfi við ríkisstjórnina, heldur rammpólitík afskipti þar sem einungis verði lögð áherzla á kosti þess að mati sambandsins að Ísland verði hluti þess. Um leið vill það beita sér gegn öðrum erlendum afskiptum af kosningunni. Evrópusambandið virðist þannig ekki líta á fyrirhuguð afskipti sín í þeim efnum sem erlenda íhlutun. Talið um aukinn undirbúning (e. enhance preparedness) fyrir endurnýjað umsóknarferli að Evrópusambandinu vekur athygli. Ekki sízt í ljósi þess að stjórnvöld hafa á liðnum mánuðum undirritað ýmis samkomulög við sambandið sem meðal annars fela í sér aðlögun að stefnum þess. Þar ber hæst samkomulag sem Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar og utanríkisráðherra, undirritaði í maí og kveður á um aðlögun að utanríkisstefnu Evrópusambandsins. Hvað orðalagið um samflot Evrópusambandsins með ríkisstjórninni í því að tala fyrir inngöngu í sambandið varðar vekur það óneitanlega upp spurningar. Erfitt er að skilja það á annan veg en þann að þar að baki liggi samskipti við hérlenda ráðamenn. Í það minnsta í utanríkisráðuneytinu. Enginn fyrirvari er settur um áhuga stjórnvalda heldur talað um það eins og frágengið mál. Eðlilegt hlýtur að vera að inna ráðamenn eftir því hvort samskipti um slíkt samstarf hafi farið fram. Full ástæða er einnig til þess að spyrja stjórnvöld að því hvort það geti talizt ásættanlegt að Evrópusambandið reki einhliða pólitískan áróður hér á landi í aðdraganda þjóðaratkvæðisins eins og áform eru um samkvæmt skýrslunni eða hafi afskipti af málinu yfir höfuð. Fyrir utan þau erlendu afskipti af innanlandsmálum okkar Íslendinga og lýðræðislegri kosningu sem þau áform fela í sér þarf vart að ræða um þá miklu fjármuni sem sambandið getur beitt í þeim efnum. Velta má annars fyrir sér hvers vegna Evrópusambandið telur samkvæmt skýrslunni ekkert óeðlilegt við það að hafa afskipti af þjóðaratkvæðinu á sama tíma og það býður fram aðstoð sína við það að koma í veg fyrir önnur erlend afskipti af því. Líklegasta skýringin er aðild Íslands að EES-samningnum sem felur í sér einhliða upptöku regluverks frá sambandinu og vaxandi framsal valds til þess. Fyrir vikið telji ráðamenn í Brussel landið vera á pólitísku yfirráðasvæði þess. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál) Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Evrópusambandið Mest lesið Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen Skoðun Fræðsluskylda í stað skólaskyldu Eldur Smári Kristinsson Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Mikill meirihluti þingmanna á þingi Evrópusambandsins samþykkti á miðvikudaginn skýrslu utanríkismálanefndar þingsins um stefnu sambandsins gagnvart norðurslóðum eða 510 á móti 75 en hún hafði áður hlotið samþykki mikils meirihluta fulltrúa í nefndinni. Í skýrslunni er meðal annars rætt um mikilvægi náttúru- og orkuauðlinda Íslands, Noregs og Grænlands fyrir Evrópusambandið og stofnanir þess hvattar til þess að beita sér fyrir því að löndin þrjú gangi í sambandið. Fyrirhuguðu þjóðaratkvæði hér á landi, um það hvort hafið verði á ný umsóknarferli að Evrópusambandinu, er fagnað (liður ab) í skýrslunni. Þá segir að fram að því hyggist sambandið „taka með virkum hætti þátt í því með íslenzku ríkisstjórninni að kynna kosti mögulegrar aðildar að ESB og vinna að auknum undirbúningi fyrir endurnýjað umsóknarferli ef Ísland virkjar með formlegum hætti umsókn sína.“ Á sama tíma býður sambandið fram aðstoð sína gegn erlendum afskiptum. Með öðrum orðum hefur Evrópusambandið ekki aðeins í hyggju að hafa afskipti af umræðunni hér á landi í aðdraganda þjóðaratkvæðisins, og það í samstarfi við ríkisstjórnina, heldur rammpólitík afskipti þar sem einungis verði lögð áherzla á kosti þess að mati sambandsins að Ísland verði hluti þess. Um leið vill það beita sér gegn öðrum erlendum afskiptum af kosningunni. Evrópusambandið virðist þannig ekki líta á fyrirhuguð afskipti sín í þeim efnum sem erlenda íhlutun. Talið um aukinn undirbúning (e. enhance preparedness) fyrir endurnýjað umsóknarferli að Evrópusambandinu vekur athygli. Ekki sízt í ljósi þess að stjórnvöld hafa á liðnum mánuðum undirritað ýmis samkomulög við sambandið sem meðal annars fela í sér aðlögun að stefnum þess. Þar ber hæst samkomulag sem Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar og utanríkisráðherra, undirritaði í maí og kveður á um aðlögun að utanríkisstefnu Evrópusambandsins. Hvað orðalagið um samflot Evrópusambandsins með ríkisstjórninni í því að tala fyrir inngöngu í sambandið varðar vekur það óneitanlega upp spurningar. Erfitt er að skilja það á annan veg en þann að þar að baki liggi samskipti við hérlenda ráðamenn. Í það minnsta í utanríkisráðuneytinu. Enginn fyrirvari er settur um áhuga stjórnvalda heldur talað um það eins og frágengið mál. Eðlilegt hlýtur að vera að inna ráðamenn eftir því hvort samskipti um slíkt samstarf hafi farið fram. Full ástæða er einnig til þess að spyrja stjórnvöld að því hvort það geti talizt ásættanlegt að Evrópusambandið reki einhliða pólitískan áróður hér á landi í aðdraganda þjóðaratkvæðisins eins og áform eru um samkvæmt skýrslunni eða hafi afskipti af málinu yfir höfuð. Fyrir utan þau erlendu afskipti af innanlandsmálum okkar Íslendinga og lýðræðislegri kosningu sem þau áform fela í sér þarf vart að ræða um þá miklu fjármuni sem sambandið getur beitt í þeim efnum. Velta má annars fyrir sér hvers vegna Evrópusambandið telur samkvæmt skýrslunni ekkert óeðlilegt við það að hafa afskipti af þjóðaratkvæðinu á sama tíma og það býður fram aðstoð sína við það að koma í veg fyrir önnur erlend afskipti af því. Líklegasta skýringin er aðild Íslands að EES-samningnum sem felur í sér einhliða upptöku regluverks frá sambandinu og vaxandi framsal valds til þess. Fyrir vikið telji ráðamenn í Brussel landið vera á pólitísku yfirráðasvæði þess. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál)
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar