Börn og stuðningur við þau í íþrótta- og tómstundastarfi Eygló Ósk Gústafsdóttir, Kristín Skjaldardóttir og Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifa 28. nóvember 2025 12:31 Þann 13.nóvember síðastliðinn, var rætt við þá Gunnar Birgison, íþróttafréttamann og þjálfara, og Magnús Þór Jónsson, formann Kennarasambands Íslands og dómara í morgunútvarpi Rásar 2, um mikilvægi þess að samskipti á milli skóla og íþróttafélaga yrðu bætt. Ástæða viðtalsins var hlaðvarpsþáttur sem Gunnar hafði farið í og kallað eftir meiri samvinnu á milli íþróttastarfs og skóla. Lögðu þeir áherslu á að bætt samskipti væru lykilatriði til að tryggja velferð og sem mestan ávinning barna sem stunda íþróttir. Samskiptaráðgjafi íþrótta- og æskulýðsstarfs tekur undir þessa áherslu, þar sem ítrekað hefur komið í ljós í málum sem berast embættinu að skortur á reglulegu samtali um þarfir barnanna getur orðið til þess að þau njóti sín ekki sem skyldi í íþrótta- og tómstundastarfi. Börn sem rekast á í skólanum og þurfa stuðning og aukið utanumhald standa síðan oft ein í íþrótta- og tómstundastarfi, án þess að sá stuðningur fylgi með yfir í annað umhverfi. Einnig er staðan oft sú að þjálfarar og umsjónaraðilar slíks starfs hafa ekki verið upplýstir um greiningar eða sérstakar þarfir barnanna og því er ekki hægt að tillit til þess er barnið þarfnast. Þegar lög um farsæld barna voru sett árið 2021, stóðu vonir til að þessi samskipti myndu breytast og batna ásamt ýmsu öðru sem farsældarlögin hafa í raun og sann bætt í þágu barna. Því miður virðist vera að samskiptin nái ekki til íþrótta- og æskulýðsstarfs og því er það undir foreldrum komið að upplýsa um ef aðstoða þarf barn þeirra þegar kemur að íþrótta- og æskulýðsstarfi. Með farsældarlögunum var kveðið á um tengiliðir fyrir barnið og fjölskylduna tækju til starfa og myndu starfa í þágu barnsins og foreldra þess og í samstarfi við þau. Flestir leik- og grunnskólar hafa fengið fjármagn til að greiða fyrir að tengiliður sé til starfa innanhúss hjá þeim til að sinna móttöku á upplýsingum og vinna að samþættri þjónustu fyrir barnið innan skólanna. Svo virðist vera að ekki hafi verið hugsað út í það að sambærilegt fjármagn þyrfti að koma til fyrir íþrótta- og æskulýðsstarfsemi í landinu til að börnum geti farnast sem best í sínu starfi þar. Úr þessu er mikilvægt að bæta börnum til heilla þannig að þau geti tekið þátt í sínu starfi á þeim vettvangi líkt og í skólanum. Íþrótta- og tómstundastarf er ekki lögbundin skylda eins og skóli, en gegnir engu að síður mikilvægu hlutverki í lífi margra barna og fjölskyldna. Íþrótta- og tómstundastarf skiptir ekki aðeins máli fyrir hreyfingu og þann lærdóm sem börn tileinka sér í slíku starfi, heldur einnig vegna áframhaldandi þjálfunar í samskiptum við ólíka hópa og þess að fá að upplifa tilfinninguna að vera hluti af samfélagi þar sem allir deila sameiginlegum áhuga. Á Íslandi er jafnframt litið á íþrótta- og tómstundastarf sem mikilvæga forvörn fyrir börn. Þá eignast börn oft góðar fyrirmyndir í íþrótta- og æskulýðsstarfi sem verða þeim leiðarljós í framtíðinni. Fyrir þau börn sem af ýmsum orsökum eiga í erfiðleikum og hafa verið metin þannig að þau þurfi stuðning í skóla og jafnvel á heimili sínu, er afar mikilvægt að stuðningur fylgi þeim líka í íþrótta- og tómstundastarf. Regluleg endurskoðun og endurmat eru óaðskiljanlegur hluti af verkefnum sem varða farsæld barna, og þar eigum við alltaf að spyrja: fylgir stuðningurinn barninu á alla þá vettvanga sem það sækir? Tökum íþrótta- og tómstundastarf inn í heildarmynd lífs barnsins, tryggjum því nauðsynlegan stuðning og ræktum betur samskiptin – fyrir börnin. Höfundar eru samskiptaráðgjafar íþrótta- og æskulýðsstarfs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íþróttir barna Mest lesið Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Sjá meira
Þann 13.nóvember síðastliðinn, var rætt við þá Gunnar Birgison, íþróttafréttamann og þjálfara, og Magnús Þór Jónsson, formann Kennarasambands Íslands og dómara í morgunútvarpi Rásar 2, um mikilvægi þess að samskipti á milli skóla og íþróttafélaga yrðu bætt. Ástæða viðtalsins var hlaðvarpsþáttur sem Gunnar hafði farið í og kallað eftir meiri samvinnu á milli íþróttastarfs og skóla. Lögðu þeir áherslu á að bætt samskipti væru lykilatriði til að tryggja velferð og sem mestan ávinning barna sem stunda íþróttir. Samskiptaráðgjafi íþrótta- og æskulýðsstarfs tekur undir þessa áherslu, þar sem ítrekað hefur komið í ljós í málum sem berast embættinu að skortur á reglulegu samtali um þarfir barnanna getur orðið til þess að þau njóti sín ekki sem skyldi í íþrótta- og tómstundastarfi. Börn sem rekast á í skólanum og þurfa stuðning og aukið utanumhald standa síðan oft ein í íþrótta- og tómstundastarfi, án þess að sá stuðningur fylgi með yfir í annað umhverfi. Einnig er staðan oft sú að þjálfarar og umsjónaraðilar slíks starfs hafa ekki verið upplýstir um greiningar eða sérstakar þarfir barnanna og því er ekki hægt að tillit til þess er barnið þarfnast. Þegar lög um farsæld barna voru sett árið 2021, stóðu vonir til að þessi samskipti myndu breytast og batna ásamt ýmsu öðru sem farsældarlögin hafa í raun og sann bætt í þágu barna. Því miður virðist vera að samskiptin nái ekki til íþrótta- og æskulýðsstarfs og því er það undir foreldrum komið að upplýsa um ef aðstoða þarf barn þeirra þegar kemur að íþrótta- og æskulýðsstarfi. Með farsældarlögunum var kveðið á um tengiliðir fyrir barnið og fjölskylduna tækju til starfa og myndu starfa í þágu barnsins og foreldra þess og í samstarfi við þau. Flestir leik- og grunnskólar hafa fengið fjármagn til að greiða fyrir að tengiliður sé til starfa innanhúss hjá þeim til að sinna móttöku á upplýsingum og vinna að samþættri þjónustu fyrir barnið innan skólanna. Svo virðist vera að ekki hafi verið hugsað út í það að sambærilegt fjármagn þyrfti að koma til fyrir íþrótta- og æskulýðsstarfsemi í landinu til að börnum geti farnast sem best í sínu starfi þar. Úr þessu er mikilvægt að bæta börnum til heilla þannig að þau geti tekið þátt í sínu starfi á þeim vettvangi líkt og í skólanum. Íþrótta- og tómstundastarf er ekki lögbundin skylda eins og skóli, en gegnir engu að síður mikilvægu hlutverki í lífi margra barna og fjölskyldna. Íþrótta- og tómstundastarf skiptir ekki aðeins máli fyrir hreyfingu og þann lærdóm sem börn tileinka sér í slíku starfi, heldur einnig vegna áframhaldandi þjálfunar í samskiptum við ólíka hópa og þess að fá að upplifa tilfinninguna að vera hluti af samfélagi þar sem allir deila sameiginlegum áhuga. Á Íslandi er jafnframt litið á íþrótta- og tómstundastarf sem mikilvæga forvörn fyrir börn. Þá eignast börn oft góðar fyrirmyndir í íþrótta- og æskulýðsstarfi sem verða þeim leiðarljós í framtíðinni. Fyrir þau börn sem af ýmsum orsökum eiga í erfiðleikum og hafa verið metin þannig að þau þurfi stuðning í skóla og jafnvel á heimili sínu, er afar mikilvægt að stuðningur fylgi þeim líka í íþrótta- og tómstundastarf. Regluleg endurskoðun og endurmat eru óaðskiljanlegur hluti af verkefnum sem varða farsæld barna, og þar eigum við alltaf að spyrja: fylgir stuðningurinn barninu á alla þá vettvanga sem það sækir? Tökum íþrótta- og tómstundastarf inn í heildarmynd lífs barnsins, tryggjum því nauðsynlegan stuðning og ræktum betur samskiptin – fyrir börnin. Höfundar eru samskiptaráðgjafar íþrótta- og æskulýðsstarfs.
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar