Sagðist ætla að nota tíu milljón króna kókaín allt sjálfur Jón Þór Stefánsson skrifar 30. apríl 2024 23:37 Málið varðaði tæplega 700 grömm af kókaíni. Myndin er úr safni og tengist fréttinni ekki beint. Getty Karlmaður hlaut í dag sextán mánaða fangelsisdóm í Héraðsdómi Reykjaness fyrir að flytja til landsins tæplega 700 grömm af kókaíni. Maðurinn játaði að hafa flutt efnin til Íslands, en vildi meina að þau hefðu verið til einkaneyslu. Innflutningurinn átti sér stað þann fimmtánda janúar síðastliðinn þegar maðurinn flaug með efninf frá Barselóna til Keflavíkugvallar. Um var að ræða samtals 683 grömm af kókaíni, en styrkleiki þerra var á bilinu 70 til 75 prósent. Um 250 grömm fundust í nærbuxum mannsins og önnur 430 grömm innvortis í 68 pakkningum. Þá fundust örfá grömm í viðbót í handtösku mannsins og í rúmi hans í fangaklefa. Maðurinn sem er af erlendu bergi brotin sagðist hafa komið til Íslands nokkrum sinnum áður, en ekki með fíkniefni. Skilinn eftir með sárt ennið og verra kókaín Í dómi málsins kemur fram að í fyrstu hafi maðurinn verið frekar tregur til svara. Þó hafi hann sagt fíkniefnin til eigin nota og að hann hafi fundið þau á ótilgreindum stað. Hann væri í daglegri neyslu á hörðum efnum og byrjaði á því fyrir um fimm mánuðum þegar hann var í byggingarvinnu hér á landi. Í annarri yfirheyrslu var manninum kynnt að styrkleiki efnanna hefði verið 70 til 75 prósent. Það virðist hafa komið honum í opna skjöldu, hann hafi talið þau vera með um 96 prósent styrkleika. Hann hefði greinilega verið plataður þegar hann keypti efnin í Barselóna. Þá sagði hann að efnin hefðu átt að duga til eigin neyslu í eitt eða tvö ár. Efnin væru ódýrari og betri en þau sem hann fengi á Íslandi. Viðurkenndi ósannsögli Fyrir dómi var maðurinn spurður út í fyrsta framburð sinn hjá lögreglu þar sem hann sagðist hafa fundið efnin. Hann viðurkenndi að hafa sagt lögreglu ósatt, þar sem hann hafi verið hræddur og í sjokki. Hann sagðist iðrast þess að hafa flutt kókaín til landsins. Hann væri betri maður og vildi taka upp betri lífshætti, fá sér vinnu og eignast fjölskyldu og lifa eðlilegu lífi. Maðurinn flutti efnin með flugi frá Barselóna til Keflavíkurflugvallar.Vísir/Vilhelm Tíu milljón króna efni Lögreglufulltrúi bar einnig vitni fyrir dómi. Sá sagðist ekki vita til þess að einhver hefði áður verið með svo mikið af kókaíni til einkanota. Þá sagði hann að um mikið magn væri að ræða og að verðmæti efnanna væru um tíu milljónir króna á innlendum fíkniefnamarkaði. Hann taldi það útilokað að maðurinn hefði fjárhagslega burði til að standa einn í þessum innflutningi. Dómurinn sagði að framburður sakborningsins væri í heild sinni ótrúverðugur og engum rökum studdur. Því væri ekki hægt að hafa hann til hliðsjónar við úrlausn málsins. Að mati dómsins er hafið yfir skynsamlegan vafa að efnin hafi verið flutt hingað til lands til söludreyfingar í ágóðaskyni. Líkt og áður segir hlaut maðurinn sextán mánaða fangelsisdóm, en gæsluvarðhald sem hann hefur sætt frá því í janúar verður fregið frá refsingunni. Þá er honum gert að greiða 2,5 milljónir í sakarkostnað, og einnig féllst dómurinn á kröfu lögreglunnar að gera kókaínið upptækt. Fíkniefnabrot Dómsmál Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Fleiri fréttir Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Sjá meira
Innflutningurinn átti sér stað þann fimmtánda janúar síðastliðinn þegar maðurinn flaug með efninf frá Barselóna til Keflavíkugvallar. Um var að ræða samtals 683 grömm af kókaíni, en styrkleiki þerra var á bilinu 70 til 75 prósent. Um 250 grömm fundust í nærbuxum mannsins og önnur 430 grömm innvortis í 68 pakkningum. Þá fundust örfá grömm í viðbót í handtösku mannsins og í rúmi hans í fangaklefa. Maðurinn sem er af erlendu bergi brotin sagðist hafa komið til Íslands nokkrum sinnum áður, en ekki með fíkniefni. Skilinn eftir með sárt ennið og verra kókaín Í dómi málsins kemur fram að í fyrstu hafi maðurinn verið frekar tregur til svara. Þó hafi hann sagt fíkniefnin til eigin nota og að hann hafi fundið þau á ótilgreindum stað. Hann væri í daglegri neyslu á hörðum efnum og byrjaði á því fyrir um fimm mánuðum þegar hann var í byggingarvinnu hér á landi. Í annarri yfirheyrslu var manninum kynnt að styrkleiki efnanna hefði verið 70 til 75 prósent. Það virðist hafa komið honum í opna skjöldu, hann hafi talið þau vera með um 96 prósent styrkleika. Hann hefði greinilega verið plataður þegar hann keypti efnin í Barselóna. Þá sagði hann að efnin hefðu átt að duga til eigin neyslu í eitt eða tvö ár. Efnin væru ódýrari og betri en þau sem hann fengi á Íslandi. Viðurkenndi ósannsögli Fyrir dómi var maðurinn spurður út í fyrsta framburð sinn hjá lögreglu þar sem hann sagðist hafa fundið efnin. Hann viðurkenndi að hafa sagt lögreglu ósatt, þar sem hann hafi verið hræddur og í sjokki. Hann sagðist iðrast þess að hafa flutt kókaín til landsins. Hann væri betri maður og vildi taka upp betri lífshætti, fá sér vinnu og eignast fjölskyldu og lifa eðlilegu lífi. Maðurinn flutti efnin með flugi frá Barselóna til Keflavíkurflugvallar.Vísir/Vilhelm Tíu milljón króna efni Lögreglufulltrúi bar einnig vitni fyrir dómi. Sá sagðist ekki vita til þess að einhver hefði áður verið með svo mikið af kókaíni til einkanota. Þá sagði hann að um mikið magn væri að ræða og að verðmæti efnanna væru um tíu milljónir króna á innlendum fíkniefnamarkaði. Hann taldi það útilokað að maðurinn hefði fjárhagslega burði til að standa einn í þessum innflutningi. Dómurinn sagði að framburður sakborningsins væri í heild sinni ótrúverðugur og engum rökum studdur. Því væri ekki hægt að hafa hann til hliðsjónar við úrlausn málsins. Að mati dómsins er hafið yfir skynsamlegan vafa að efnin hafi verið flutt hingað til lands til söludreyfingar í ágóðaskyni. Líkt og áður segir hlaut maðurinn sextán mánaða fangelsisdóm, en gæsluvarðhald sem hann hefur sætt frá því í janúar verður fregið frá refsingunni. Þá er honum gert að greiða 2,5 milljónir í sakarkostnað, og einnig féllst dómurinn á kröfu lögreglunnar að gera kókaínið upptækt.
Fíkniefnabrot Dómsmál Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Fleiri fréttir Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent