Ellefu rútur í startholunum að aka frá Keflavík til Reykjavíkur Vonir standa til þess að hægt verði innan stundar að flytja strandaglópa frá Keflavíkurflugvelli til höfuðborgarsvæðisins í rútum. Í framhaldinu verði vonandi hægt að opna fyrir umferð um Reykjanesbrautina. Innlent 19. desember 2022 17:04
Flugmönnum og -liðum Icelandair flogið frá Keflavík til Reykjavíkur Icelandair hefur ákveðið að fljúga starfsfólki sínu, sem situr fast ásamt mörg hundruð farþegum á Keflavíkurflugvelli, til Reykjavíkur. Þetta er gert til að tryggja hvíldartíma starfsmanna. Um er að ræða 35 starfsmenn. Innlent 19. desember 2022 16:44
Föst á Keflavíkurflugvelli: „Þetta er í einu orði sagt ömurlegt“ Hallfríður Þórarinsdóttir er ein fjölmargra Íslendinga sem ætlaði að vera komin í sól og sumaryl á Tenerife seinni partinn í dag. Hún situr hins vegar í rútu fyrir utan Keflavíkurflugvöll og hefur gert í fimm klukkustundir. Hún segir upplýsingaþjónustu til farþega til skammar. Innlent 19. desember 2022 15:58
Flugfarþegar megi eiga von á röskunum áfram Farþegar sem eiga flugmiða næstu daga mega eiga von á breytingum á ferðum, að sögn samskiptastjóra hjá Icelandair. Fólk sem er innlyksa í Leifsstöð hafi að mestu tekið ástandinu með jafnaðargeði. Innlent 19. desember 2022 15:14
Hollywood stjarna strandaglópur á Íslandi Hollywood leikarinn Damian Lewis var fastur á Íslandi í vegna veðurs. Annar ferðamaður sem einnig var strandaglópur á Keflavíkurflugvelli birti mynd af sér með Lewis á Twitter í gær. Lífið 19. desember 2022 13:30
Öllu millilandaflugi aflýst í dag og ferðaplön fjölmargra í uppnámi Flugferðum frá Keflavíkurflugvelli hefur verið aflýst í dag vegna óveðursins sem nú geisar. Icelandair hefur þá einnig þurft að aflýsa innanlandsflugi í dag. Birgir Jónsson, forstjóri Play, segir óveðrið skella á á versta tíma. Ferðaplön mörgþúsund Íslendinga séu í uppnámi nú rétt fyrir jól. Innlent 19. desember 2022 13:16
Fjölmargir Tene-farar sársvekktir og í óvissu Nokkur hundruð Íslendingar reiknuðu með að vera þessa stundina í háloftunum á leið í sól og sumaryl á Tenerife. Óvíst er hvenær hægt verður að fljúga. Á vef Keflavíkurflugvallar má sjá að mjög misjafnt er hvernig flugfélögin sjá daginn fyrir sér hvað varðar óvissu með flug. Innlent 19. desember 2022 10:52
Veðurvaktin: Loka Reykjanesbrautinni á ný Reykjanesbraut hefur verið lokað og öllum flugferðum Icelandair til Evrópu í fyrramálið verið aflýst vegna veðurs. Innlent 19. desember 2022 09:58
Öllu innanlandsflugi og tugum flugferða til og frá Keflavík aflýst Búið er að aflýsa öllu innanlandsflugi í dag og tugi flugferða til og frá Keflavíkurflugvelli vegna veðurs í dag. Innlent 19. desember 2022 09:08
Mannlausir bílar tefja fyrir mokstri og sumir troða sér í gegnum lokun Mjög blint er á Suðurnesjum, skafrenningur og hávaðarok. Formaður Björgunarsveitarinnar Suðurnes hvetur ökumenn til að virða lokanir. Ekið er með bíla í kippum á milli Reykjanesbæjar og höfuðborgarsvæðisins. Innlent 19. desember 2022 08:28
Ellefu slösuðust alvarlega í mikilli ókyrrð í lofti Að minnsta kosti þrjátíu og sex slösuðust og þar af ellefu alvarlega eftir að Airbus farþegaþota frá Hawaian Airlines á leið frá Phoenix í Arizona til Hawaii lenti í mikilli ókyrrð í lofti. Erlent 19. desember 2022 08:26
Átta flugferðum aflýst í nótt Átta flugferðum hingað til lands hefur verið aflýst í nótt vegna veðursins sem gengur yfir, þar á meðal öllu Ameríkuflugi, ef undan er skilin flugvél Icelandair frá Newark í New York. Innlent 19. desember 2022 06:47
Viðskiptafréttir ársins 2022: Skattsvik, klikkaður fasteignamarkaður og úrræðagóðir Akureyringar Árið 2022 í viðskiptalífinu einkenndist af því að í fyrsta sinn frá því snemma árs 2020 komst lífið aftur í venjubundið horft eftir tveggja ára kórónuveirufaraldur. Viðskipti innlent 18. desember 2022 10:00
13 ára strákur flaug Boeing 737 – MAX flugvél hjá Icelandair Það hljóp heldur betur á snærið í gær hjá þrettán ára strák, en þá var honum boðið að fljúga Boeing 737 - MAX flugvél frá Icelandair í fullkomnasta flughermi heims. Flugstjóri hjá Icelandair er viss um að strákurinn eigi eftir að vera fantagóður flugmaður í framtíðinni. Innlent 17. desember 2022 20:04
Öllu flugi Icelandair aflýst Icelandair hefur ákveðið að aflýsa öllum flugferðum sem fara átti í kvöld og í nótt. Um er að ræða ellefu ferðir til Norður-Ameríku, eina til Kaupmannahafnar og eina til Lundúna. Innlent 17. desember 2022 19:40
Flugvél Easy Jet sneri við skömmu eftir flugtak frá Keflavík Flugvél Easy Jet á leið frá Keflavík til Lundúna sneri við skömmu eftir flugtak frá Keflavíkurflugvelli og er á leið aftur til lendingar. Innlent 16. desember 2022 23:47
Bjóða upp á beint flug milli Akureyrar og Zürich Svissneska flugfélagið Edelweiss Air mun hefja áætlunarflug til Akureyrar frá Zürich í Sviss yfir sjö vikna tímabil næstkomandi sumar. Viðskipti innlent 15. desember 2022 09:11
Ísrael fyrsta Asíuríkið í leiðakerfi Icelandair Icelandair hefur í fyrsta sinn sett Asíuríki inn í áætlun sína og hyggst hefja beint flug til Ísraels næsta vor. Meginástæðan er mikill áhugi Ísraelsmanna á Íslandi en helsta forsendan er að Boeing Max-þotan hefur reynst langdrægari en reiknað var með. Viðskipti innlent 14. desember 2022 21:32
Verð á þotueldsneyti er nú lægra en fyrir innrás Rússlands í Úkraínu Verð á þotueldsneyti, sem er helsti útgjaldaliður flugfélaga, er nú lægra en fyrir innrás Rússlands í Úkraínu. Af þeim sökum ættu flugfargjöld ekki að hækka mikið í desember, samkvæmt verðbólguspá fyrir desembermánuð. Í henni er gert ráð fyrir 15 prósent hærri flugfargjöldum. Innherji 14. desember 2022 11:28
Icelandair hefur flugferðir til Ísrael Icelandair tilkynnti í dag borgina Tel Aviv í Ísrael sem þeirra nýjasta áfangastað. Flogið verður þangað þrisvar á viku frá Keflavíkurflugvelli frá maí á næsta ári til október. Viðskipti innlent 13. desember 2022 15:19
Stórt skref fyrir Vestmannaeyjar Þær fréttir bárust í dag að innviðaráðuneytið hefði náð samkomulagi við Flugfélagið Erni um áætlunarflug til Vestmannaeyja þrisvar sinnum í viku. Skoðun 12. desember 2022 17:00
Hefja áætlunarflug til Vestmannaeyja á ný Flugfélagið Ernir hefur gert samkomulag við innviðaráðuneytið um flug til Vestmannaeyja þrisvar sinnum í viku, tvö flug á þriðjudögum og eitt á föstudögum. Ekki hefur verið áætlunarflug milli lands og Eyja frá því að það lagðist af haustið 2020. Innlent 12. desember 2022 11:52
Meintur Lockerbie-sprengjumaður framseldur til Bandaríkjanna Líbískur fyrrverandi leyniþjónustumaður sem er ákærður fyrir að smíða sprengjuna sem grandaði farþegaþotu yfir skoska bænum Lockerbie árið 1988 er nú í haldi bandarískra yfirvalda. Hann verður framseldur til Bandaríkjanna þar sem hann verður látinn svara til saka. Erlent 12. desember 2022 11:48
Miklar raskanir á flugi vegna snjós og þoku í Englandi Miklar raskanir hafa orðið á flugi á stærstu flugvöllum Englands vegna veðurs en kuldakast gengur nú yfir Bretlandseyjar. Erlent 12. desember 2022 06:43
Endurheimt dráttarbeislisins kannski sögulok Geysisslyssins Merkum flugsöguminjum, sem tengjast Geysisslysinu á Vatnajökli, hefur verið bjargað til byggða eftir að hafa legið uppi á hálendi í meira en sjötíu ár. Sonur Alfreðs Elíassonar, stofnanda Loftleiða, sótti gripina núna í vetrarbyrjun ásamt félaga sínum í þriggja daga leiðangri að rótum Síðujökuls. Innlent 11. desember 2022 22:42
Miklu líklegra að þau fari aftur heim og lendi í bílslysi Eyþór Kamban Þrastarson og eiginkona hans, Emily Pylarinou komu til landsins á föstudagskvöld eftir að hafa verið bannað að fljúga með flugfélaginu SAS án fylgdar. Eyþór og Emily eru bæði blind og voru að ferðast frá Grikklandi með dóttur sína sem er eins árs. Fjölskyldan býr í Grikklandi en vildi ferðast til Íslands til þess að eyða jólum og áramótum með fjölskyldu hérlendis. Eyþór segir gott að komast heim en þau séu að íhuga næstu skref í málinu. Innlent 11. desember 2022 21:21
Milljarður króna tapast á ári frá því að varaflugvallargjaldið var lagt af Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir gríðarlega innviðaskuld blasa við þegar kemur að varaflugvöllum landsins eftir óreiðukenndan fókus stjórnvalda í rúman áratug. Varaflugvallagjald sé nauðsynlegt til að tryggja uppbyggingu en ekkert óvænt megi koma upp á eins og staðan er í dag. Innlent 11. desember 2022 12:15
Grænlendingar fagna nýrri Airbus-breiðþotu Grænlendingar fögnuðu í fyrradag komu nýrrar breiðþotu Air Greenland. Þotan tekur yfir þrjúhundruð farþega í sæti og er dýrasti farkostur sem þessi næsta nágrannaþjóð Íslendinga hefur eignast. Erlent 9. desember 2022 22:50
Í fyrsta sinn sem hlutfall tengifarþega er hærra hjá Play Stjórnendur Icelandair og Play hafa birt farþegatölur síðasta mánaðar og er niðurstaðan sú að í fyrsta sinn er hlutfall tengifarþega hærra hjá því síðarnefnda. Viðskipti innlent 9. desember 2022 20:35
Fyrsta flug dýrustu flugvélar Grænlands til heimalandsins Grænlendingar fögnuðu í gær nýrri breiðþotu af gerðinni Airbus A330-800neo. Hún er langstærsta fjárfesting þjóðarflugfélagsins Air Greenland, kostaði yfir 700 milljónir danskra króna, eða yfir fjórtán milljarða íslenskra, að sögn grænlenska ríkismiðilsins KNR. Viðskipti erlent 8. desember 2022 18:30