Forstjóri Play íhugar að fljúga frekar til Íslands en frá Árni Sæberg skrifar 15. maí 2024 18:00 Einar Örn Ólafsson, forstjóri flugfélagsins Play og einn stærsti einstaki hlutahafi þess. Vísir/Einar Forstjóri Play hefur velt upp möguleikanum á því að koma á fót heimavelli annars staðar en á Íslandi, til dæmis á Spáni. Þannig væri hægt að fljúga frá Spáni til Íslands með spænska áhöfn. Þetta kom fram í samtali Einars Arnar Ólafssonar forstjóra við flugmiðilinn Flightglobal. Í frétt miðilsins segir að stefna Play sé að stækka varlega, hraður vöxtur bjóði hættu á aukinni samkeppni heim. Þar nefni Einar Örn írska risann á sviði lággjaldaflugs, Ryanair. Hagkvæmt að fljúga frekar til Íslands Haft er eftir Einari Erni að hagkvæmt gæti verið að fljúga frekar til Íslands en frá og nota til þess spænskar áhafnir og spænskt flugrekstrarleyfi. „Ég hugsa að það gæti verið grundvöllur fyrir okkar næsta heimavelli. Við myndum einfaldlega fljúga til Íslands í stað þess að fljúga frá Íslandi, og kannski vaxa þaðan.“ Það gæti einnig boðið upp á möguleikann að fljúga aðrar leiðir en til og frá Ísland en það gæti aukið hættu á aukinni samkeppni. „Við myndum bara gera það ef við teldum okkur hafa réttu vöruna í höndunum.“ Íslenskir flugmenn á þokkalegum launum Þá er haft eftir Einari Erni að á meðan auðvelt hafi verið að ráða flugþjóna hafi ráðning nægs fjölda flugmanna og -stjóra reynst Play óþægur ljár í þúfu. „Íslenskur vinnumarkaður gerir það að verkum að við erum aldrei ódýrasti markaðurinn. Íslenskir flugmenn eru á mjög þokkalegum launum.“ Play hafi siglt á Bretlandsmið þegar íslenska flugmenn skorti. Þónokkrir breskir flugmenn séu innan raða félagsins, sem ýmist búa hér á landi eða ferðast milli landanna tveggja. Play Fréttir af flugi Tengdar fréttir Farþegum fjölgaði og sætanýting um 85 prósent Flugfélagið Play flutti rúmlega 122 þúsund farþega í apríl 2024, sem er 19 prósent meira en í apríl á síðasta ári. Sætanýtingin í apríl 2024 var 85,1 prósent, sem er aukning frá apríl í fyrra þegar sætanýting var 80,8 prósent. 7. maí 2024 11:18 Mest lesið Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Viðskipti innlent Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Viðskipti innlent Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Viðskipti erlent Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Viðskipti innlent Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Viðskipti innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Fótboltastelpan sem fór í verkfræði: „Höfum eiginlega verið saman að eilífu“ Atvinnulíf Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Viðskipti innlent Hermann tekur við söluarmi Samherja Viðskipti innlent Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Sjá meira
Þetta kom fram í samtali Einars Arnar Ólafssonar forstjóra við flugmiðilinn Flightglobal. Í frétt miðilsins segir að stefna Play sé að stækka varlega, hraður vöxtur bjóði hættu á aukinni samkeppni heim. Þar nefni Einar Örn írska risann á sviði lággjaldaflugs, Ryanair. Hagkvæmt að fljúga frekar til Íslands Haft er eftir Einari Erni að hagkvæmt gæti verið að fljúga frekar til Íslands en frá og nota til þess spænskar áhafnir og spænskt flugrekstrarleyfi. „Ég hugsa að það gæti verið grundvöllur fyrir okkar næsta heimavelli. Við myndum einfaldlega fljúga til Íslands í stað þess að fljúga frá Íslandi, og kannski vaxa þaðan.“ Það gæti einnig boðið upp á möguleikann að fljúga aðrar leiðir en til og frá Ísland en það gæti aukið hættu á aukinni samkeppni. „Við myndum bara gera það ef við teldum okkur hafa réttu vöruna í höndunum.“ Íslenskir flugmenn á þokkalegum launum Þá er haft eftir Einari Erni að á meðan auðvelt hafi verið að ráða flugþjóna hafi ráðning nægs fjölda flugmanna og -stjóra reynst Play óþægur ljár í þúfu. „Íslenskur vinnumarkaður gerir það að verkum að við erum aldrei ódýrasti markaðurinn. Íslenskir flugmenn eru á mjög þokkalegum launum.“ Play hafi siglt á Bretlandsmið þegar íslenska flugmenn skorti. Þónokkrir breskir flugmenn séu innan raða félagsins, sem ýmist búa hér á landi eða ferðast milli landanna tveggja.
Play Fréttir af flugi Tengdar fréttir Farþegum fjölgaði og sætanýting um 85 prósent Flugfélagið Play flutti rúmlega 122 þúsund farþega í apríl 2024, sem er 19 prósent meira en í apríl á síðasta ári. Sætanýtingin í apríl 2024 var 85,1 prósent, sem er aukning frá apríl í fyrra þegar sætanýting var 80,8 prósent. 7. maí 2024 11:18 Mest lesið Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Viðskipti innlent Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Viðskipti innlent Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Viðskipti erlent Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Viðskipti innlent Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Viðskipti innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Fótboltastelpan sem fór í verkfræði: „Höfum eiginlega verið saman að eilífu“ Atvinnulíf Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Viðskipti innlent Hermann tekur við söluarmi Samherja Viðskipti innlent Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Sjá meira
Farþegum fjölgaði og sætanýting um 85 prósent Flugfélagið Play flutti rúmlega 122 þúsund farþega í apríl 2024, sem er 19 prósent meira en í apríl á síðasta ári. Sætanýtingin í apríl 2024 var 85,1 prósent, sem er aukning frá apríl í fyrra þegar sætanýting var 80,8 prósent. 7. maí 2024 11:18