Ellefu slasaðir eftir að flugtak Boeing 737 mistókst Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 9. maí 2024 11:56 Boeing 737-300 flugvél í Hangzhou í Kína. Flugvélin á myndinni er ekki sú sem hrapaði í Senegal. Getty/Costfoto Ellefu slösuðust, þar af fjórir alvarlega, þegar Boeing 737-300 flugvél hrapaði við flugtak á Blaise Diagne flugvellinum í Dakar í Senegal. Öll starfsemi á flugvellinum hefur verið stöðvuð vegna slyssins. Fram kemur í frétt breska ríkisútvarpsins að flugvélin, sem rekin er af Air Senegal, hafi verið á leið til Bamako, höfuðborgar Mali. Flugvélin hafi hafnað utan brautar klukkan eitt í nótt að staðartíma. Fram kemur í tilkynningu frá flugfélaginu að flugmaðurinn hafi slasast lítillega en flestir farþeganna 78 hafi sloppið ómeiddir. Viðbragðsaðilar hafi verið virkjaðir til að koma farþegunum í öruggt skjól. Rannsókn hefur verið hrundið af stað en Boeing hefur ekki tjáð sig um málið. Flugfélagið Transair, sem leigði Air Senegal flugvélina, hefur heldur ekki tjáð sig vegna málsins. Ekkert er vitað um orsök slyssins en undanfarið hefur mikið verið fjallað um öryggismál hjá framleiðandanum. Má þar nefna þegar hurð fór af Boeing 737 Max lugvél Alaska Airlines í janúar stuttu eftir flugtak. Fyrirtækið er til rannsóknar í Bandaríkjunum vegna þessa. Þá birtist ítarlegt viðtal við Santiago Paredes, fyrrverandi starfsmann Spirit AiroSystems í Kansas, fyrirtæki sem sér Boeing fyrir aðföngum, hjá breska ríkisútvarpinu í dag. Paredes segir í viðtalinu að hann hafi oft fundið galla á þeim íhlutum sem sendir voru úr verksmiðjunni til Boeing. „Oft vantaði festingar, ítrekað voru íhlutir beyglaðir og stundum vantaði hluta úr þeim,“ segir Paredes. Spirit hefur hafnað þessum ásökunum Paredes alfarið en Boeing neitað að tjá sig um málið. Boeing Senegal Fréttir af flugi Tengdar fréttir Vél frá Boeing snúið við eftir að vélarhlíf rifnaði af í flugtaki Samgönguyfirvöld í Bandaríkjunum hafa hafið enn eina rannsóknina er varðar flugvél frá Boeing, eftir að flugmenn neyddust til að lenda vél frá fyrirtækinu í kjölfar þess að vélarhlíf rifnaði af í flugtaki. 8. apríl 2024 07:04 Forstjóri Boeing lætur af störfum fyrir árslok Forstjóri Boeing, Dave Calhoun, mun láta af störfum fyrir árslok. Auk hans lætur af störfum forstjóri áætlunarflugvéladeildar félagsins, Stan Deal. Stephanie Pope tekur við af honum. Steve Mollenkopf hefur verið skipaður formaður stjórnar félagsins. Calhoun tilkynnti um þetta í dag í bréfi til starfsmanna. 25. mars 2024 13:09 Fjöldi málsókna vegna hurðarloksins sem fauk í miðju flugi Sjö farþegar sem urðu fyrir meiðslum þegar hurðarlok losnaði í miðju flugi Alaska Airlines í janúar síðastliðnum hafa höfðað mál gegn flugfélaginu og flugvélaframleiðandanum Boeing. 15. mars 2024 07:25 Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent Fleiri fréttir Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Sjá meira
Fram kemur í frétt breska ríkisútvarpsins að flugvélin, sem rekin er af Air Senegal, hafi verið á leið til Bamako, höfuðborgar Mali. Flugvélin hafi hafnað utan brautar klukkan eitt í nótt að staðartíma. Fram kemur í tilkynningu frá flugfélaginu að flugmaðurinn hafi slasast lítillega en flestir farþeganna 78 hafi sloppið ómeiddir. Viðbragðsaðilar hafi verið virkjaðir til að koma farþegunum í öruggt skjól. Rannsókn hefur verið hrundið af stað en Boeing hefur ekki tjáð sig um málið. Flugfélagið Transair, sem leigði Air Senegal flugvélina, hefur heldur ekki tjáð sig vegna málsins. Ekkert er vitað um orsök slyssins en undanfarið hefur mikið verið fjallað um öryggismál hjá framleiðandanum. Má þar nefna þegar hurð fór af Boeing 737 Max lugvél Alaska Airlines í janúar stuttu eftir flugtak. Fyrirtækið er til rannsóknar í Bandaríkjunum vegna þessa. Þá birtist ítarlegt viðtal við Santiago Paredes, fyrrverandi starfsmann Spirit AiroSystems í Kansas, fyrirtæki sem sér Boeing fyrir aðföngum, hjá breska ríkisútvarpinu í dag. Paredes segir í viðtalinu að hann hafi oft fundið galla á þeim íhlutum sem sendir voru úr verksmiðjunni til Boeing. „Oft vantaði festingar, ítrekað voru íhlutir beyglaðir og stundum vantaði hluta úr þeim,“ segir Paredes. Spirit hefur hafnað þessum ásökunum Paredes alfarið en Boeing neitað að tjá sig um málið.
Boeing Senegal Fréttir af flugi Tengdar fréttir Vél frá Boeing snúið við eftir að vélarhlíf rifnaði af í flugtaki Samgönguyfirvöld í Bandaríkjunum hafa hafið enn eina rannsóknina er varðar flugvél frá Boeing, eftir að flugmenn neyddust til að lenda vél frá fyrirtækinu í kjölfar þess að vélarhlíf rifnaði af í flugtaki. 8. apríl 2024 07:04 Forstjóri Boeing lætur af störfum fyrir árslok Forstjóri Boeing, Dave Calhoun, mun láta af störfum fyrir árslok. Auk hans lætur af störfum forstjóri áætlunarflugvéladeildar félagsins, Stan Deal. Stephanie Pope tekur við af honum. Steve Mollenkopf hefur verið skipaður formaður stjórnar félagsins. Calhoun tilkynnti um þetta í dag í bréfi til starfsmanna. 25. mars 2024 13:09 Fjöldi málsókna vegna hurðarloksins sem fauk í miðju flugi Sjö farþegar sem urðu fyrir meiðslum þegar hurðarlok losnaði í miðju flugi Alaska Airlines í janúar síðastliðnum hafa höfðað mál gegn flugfélaginu og flugvélaframleiðandanum Boeing. 15. mars 2024 07:25 Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent Fleiri fréttir Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Sjá meira
Vél frá Boeing snúið við eftir að vélarhlíf rifnaði af í flugtaki Samgönguyfirvöld í Bandaríkjunum hafa hafið enn eina rannsóknina er varðar flugvél frá Boeing, eftir að flugmenn neyddust til að lenda vél frá fyrirtækinu í kjölfar þess að vélarhlíf rifnaði af í flugtaki. 8. apríl 2024 07:04
Forstjóri Boeing lætur af störfum fyrir árslok Forstjóri Boeing, Dave Calhoun, mun láta af störfum fyrir árslok. Auk hans lætur af störfum forstjóri áætlunarflugvéladeildar félagsins, Stan Deal. Stephanie Pope tekur við af honum. Steve Mollenkopf hefur verið skipaður formaður stjórnar félagsins. Calhoun tilkynnti um þetta í dag í bréfi til starfsmanna. 25. mars 2024 13:09
Fjöldi málsókna vegna hurðarloksins sem fauk í miðju flugi Sjö farþegar sem urðu fyrir meiðslum þegar hurðarlok losnaði í miðju flugi Alaska Airlines í janúar síðastliðnum hafa höfðað mál gegn flugfélaginu og flugvélaframleiðandanum Boeing. 15. mars 2024 07:25