Fóru í fyrsta flugið milli Calgary og Keflavíkurflugvallar Atli Ísleifsson skrifar 16. maí 2024 15:52 Klippt var á borða á Keflavíkurflugvelli í dag. Isavia Kanadíska flugfélagið WestJet fór í dag í sínar fyrstu ferðir milli Calgary í Albertafylki og Keflavíkurflugvallar. Fyrsta fluginu var sérstaklega fagnað í morgun þar sem forstjóri Isavia og framkvæmdastjóri frá WestJet klipptu á borða áður en flogið var frá Keflavíkurflugvelli. Í tilkynningu frá Isavia segir að WestJet fljúgi á Boeing 737MAX vél milli Calgary og Keflavíkurflugvallar fjórum sinnum í viku fram í miðjan október næstkomandi. Fram kemur að WestJet hafi gert samning við Icelandair þess efnis að farþegar kanadíska flugfélagsins geti bókað sig áfram á einum flugmiða frá Calgary í gegnum Keflavíkurflugvöll áfram til áfangastaða Icelandair í Evrópu. Það sama sé í boði fyrir farþega sem fljúgi frá Keflavík til Calgary sem geti farið áfram til annarra áfangastaða WestJet víða um heim. Haft er eftir Angelu Avery, framkvæmdastjóra hjá WestJet, að áfangastaðurinn Ísland byði upp á landslag sem væri hrífandi og jarðfræðilega fjölbreytt. „Við erum afskaplega ánægð með að geta bætt Íslandi við sem nýjum beinum áfangastað okkar í Evrópu.“ Hún benti á að WestJet væri eina flugfélagið sem tengdi Ísland við Calgary. Þá er haft eftir Sveinbirni Indriðasyni, forstjóra Isavia, að hann hlakkaði til samstarfsins við WestJet sem yrði mikilvægur samstarfsaðili flugvallarins til framtíðar. „Sú ákvörðun WestJet að hefja þetta áætlunarflug styður við þá framtíðarsýn okkar að tengja heiminn í gegnum Ísland.“ Flugvél Westjet á Keflavíkurflugvelli í morgun.ISAVIA „Þessi nýja flugleið er meira en bara tenging milli tveggja borga, þetta snýst um að viðurkenna gagnkvæma skuldbindingu við alþjóðlegar tengingar,“ segir Chris Dinsdale, forstjóri og stjórnarformaður hjá alþjóðaflugvellinum í Calgary. „Við á Keflavíkurflugvelli tökum fagnandi á móti nýjum vinum okkar hjá kanadíska flugfélaginu WestJet,“ segir Guðmundur Daði Rúnarsson, framkvæmdastjóri viðskipta og þróunar á Keflavíkurflugvelli. „Við hlökkum mikið til að fá félagið sem nýja viðbót í flugvallarsamfélagið á Keflavíkurflugvelli. WestJet hefur, með því að velja Ísland sem nýjan áfangastað, sýnt að það hefur trú á því að farþegar haldi áfram að vilja upplifa það sem náttúran hefur upp á að bjóða hér í Norðri. Ferðalöngum WestJet verður tekið með opnum örmum. Þá veit ég að Íslendingar eiga eftir að velja Calgary sem nýjan og spennandi áfangstað þar sem njóta má alls sem borgin og Albertafylki hafa upp á að bjóða. WestJet verður sterkur samtarfsaðili til framtíðar og mikilvæg viðbót á Keflavíkurflugvelli.“ Keflavíkurflugvöllur Kanada Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Mest lesið Domino's hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Viðskipti innlent Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Viðskipti erlent Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Viðskipti innlent Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Viðskipti innlent Ekki brenna út á aðventunni Atvinnulíf Afgangur á viðskiptajöfnuði tæplega helmingi minni milli ára Viðskipti innlent Níu teymi kynntu verkefni sín í Startup Tourism 2024 Viðskipti innlent Gunnars loksins selt Viðskipti innlent Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað Viðskipti innlent 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Domino's hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Afgangur á viðskiptajöfnuði tæplega helmingi minni milli ára Níu teymi kynntu verkefni sín í Startup Tourism 2024 Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Fjárfestingararmur Samherja bætir við sig í Högum Gunnars loksins selt Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Kristjana nýr framkvæmdastjóri hjá Sýn Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Sjá meira
Í tilkynningu frá Isavia segir að WestJet fljúgi á Boeing 737MAX vél milli Calgary og Keflavíkurflugvallar fjórum sinnum í viku fram í miðjan október næstkomandi. Fram kemur að WestJet hafi gert samning við Icelandair þess efnis að farþegar kanadíska flugfélagsins geti bókað sig áfram á einum flugmiða frá Calgary í gegnum Keflavíkurflugvöll áfram til áfangastaða Icelandair í Evrópu. Það sama sé í boði fyrir farþega sem fljúgi frá Keflavík til Calgary sem geti farið áfram til annarra áfangastaða WestJet víða um heim. Haft er eftir Angelu Avery, framkvæmdastjóra hjá WestJet, að áfangastaðurinn Ísland byði upp á landslag sem væri hrífandi og jarðfræðilega fjölbreytt. „Við erum afskaplega ánægð með að geta bætt Íslandi við sem nýjum beinum áfangastað okkar í Evrópu.“ Hún benti á að WestJet væri eina flugfélagið sem tengdi Ísland við Calgary. Þá er haft eftir Sveinbirni Indriðasyni, forstjóra Isavia, að hann hlakkaði til samstarfsins við WestJet sem yrði mikilvægur samstarfsaðili flugvallarins til framtíðar. „Sú ákvörðun WestJet að hefja þetta áætlunarflug styður við þá framtíðarsýn okkar að tengja heiminn í gegnum Ísland.“ Flugvél Westjet á Keflavíkurflugvelli í morgun.ISAVIA „Þessi nýja flugleið er meira en bara tenging milli tveggja borga, þetta snýst um að viðurkenna gagnkvæma skuldbindingu við alþjóðlegar tengingar,“ segir Chris Dinsdale, forstjóri og stjórnarformaður hjá alþjóðaflugvellinum í Calgary. „Við á Keflavíkurflugvelli tökum fagnandi á móti nýjum vinum okkar hjá kanadíska flugfélaginu WestJet,“ segir Guðmundur Daði Rúnarsson, framkvæmdastjóri viðskipta og þróunar á Keflavíkurflugvelli. „Við hlökkum mikið til að fá félagið sem nýja viðbót í flugvallarsamfélagið á Keflavíkurflugvelli. WestJet hefur, með því að velja Ísland sem nýjan áfangastað, sýnt að það hefur trú á því að farþegar haldi áfram að vilja upplifa það sem náttúran hefur upp á að bjóða hér í Norðri. Ferðalöngum WestJet verður tekið með opnum örmum. Þá veit ég að Íslendingar eiga eftir að velja Calgary sem nýjan og spennandi áfangstað þar sem njóta má alls sem borgin og Albertafylki hafa upp á að bjóða. WestJet verður sterkur samtarfsaðili til framtíðar og mikilvæg viðbót á Keflavíkurflugvelli.“
Keflavíkurflugvöllur Kanada Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Mest lesið Domino's hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Viðskipti innlent Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Viðskipti erlent Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Viðskipti innlent Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Viðskipti innlent Ekki brenna út á aðventunni Atvinnulíf Afgangur á viðskiptajöfnuði tæplega helmingi minni milli ára Viðskipti innlent Níu teymi kynntu verkefni sín í Startup Tourism 2024 Viðskipti innlent Gunnars loksins selt Viðskipti innlent Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað Viðskipti innlent 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Domino's hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Afgangur á viðskiptajöfnuði tæplega helmingi minni milli ára Níu teymi kynntu verkefni sín í Startup Tourism 2024 Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Fjárfestingararmur Samherja bætir við sig í Högum Gunnars loksins selt Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Kristjana nýr framkvæmdastjóri hjá Sýn Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Sjá meira