Fyrsta flugið til Íslands var hluti heimsviðburðar Kristján Már Unnarsson skrifar 7. maí 2024 22:34 Leifur Reynisson sagnfræðingur rakti sögu fyrsta flugsins yfir úthafið til Íslands á Ljósmyndasafni Reykjavíkur í dag. KMU Ljósmyndasafn Reykjavíkur minntist þess í dag að eitthundrað ár verða liðin í sumar frá því flugvélar flugu í fyrsta sinn yfir hafið til Íslands. Þessa dagana standa alþjóðasamtök flugfélaga fyrir ráðstefnu í Reykjavík um hvernig bæta megi þjónustu á flugvöllum á heimsvísu. Í fréttum Stöðvar 2 var farið á Ljósmyndasafn Reykjavíkur við Reykjavíkurhöfn. Ljósmyndir frá því í ágústmánuði 1924 birtust þeim gestum sem hlýddu á fyrirlestur Leifs Reynissonar í dag um þau tímamót í samgöngusögu Íslands þegar flugvélar flugu hingað í fyrsta sinn yfir úthafið. Önnur flugvélin af tveimur að koma inn til lendingar á Reykjavíkurhöfn þann 5. ágúst árið 1924. Þetta var fyrsta millilandaflugið til Íslands en vélarnar lentu fyrst á Hornafirði.Magnús Ólafsson/Ljósmyndasafn Reykjavíkur „Ég á nú að heita sagnfræðingur en ég áttaði mig ekki á þessum viðburði fyrr en bara fyrir tilviljun á síðasta ári. Þessu hefur ekki verið mikið hampað í sögubókum og einhvern veginn hefur svona bara gleymst, held ég. Og full ástæða til þess að draga þetta fram og sérstaklega að nota tækifærið núna þegar þessi hundrað ár eru liðin,” segir Leifur Reynisson sagnfræðingur. Flugvélarnar voru í hnattflugsleiðangri á vegum Bandaríkjahers og komu hingað frá Skotlandi. Fyrstu vélinni flaug hinn sænskættaði Erik Nelson og lenti hann á Hornafirði þann 2. ágúst áður en haldið var til Reykjavíkur þremur dögum síðar. Þetta var fimm árum eftir að fyrstu flugtilraunir voru gerðar á Íslandi árið 1919. Sjóflugvélin New Orleans dregin upp á steinbryggjuna í Reykjavíkurhöfn þann 5. ágúst 1924. Flugmaður hennar var Erik H. Nelson og honum til aðstoðar John Harding.Jón Jónsson frá Þjórsárholti/Ljósmyndasafn Reykjavíkur „Þetta var miklu viðaminna árið 1919, getum við sagt. Þetta voru stuttar vegalengdir sem farið var. En 1924, þá var þetta stórviðburður. Því að það var flogið um haf langa vegalengd. Og við vorum hluti af heimsviðburði,” segir Leifur. Bandarísku flugmennirnir við morgunverðarborð á Hótel Íslandi í ágúst 1924. Frá vinstri: Erik Nelson, John Harding, Lowell H. Smith og Leslie P. Arnold. Ljósmyndasafn Reykjavíkur Það er skemmtileg tilviljun að við þessa sömu höfn, þar sem flugleiðangurinn í fyrsta hnattfluginu lenti fyrir eitthundrað árum, stendur núna yfir fjögurra daga ráðstefna Alþjóðasamtaka flugfélaga, IATA. Þar eru samankomnir yfir sjöhunduð fulltrúar flugheimsins til að ræða um hvernig bæta megi afgreiðslu á flugvöllum. Framkvæmdastjóri IATA, Willie Walsh, segir til dæmis brýnt að bæta upplifun farþega í öryggisleit. Willie Walsh, framkvæmdastjóri IATA, í Hörpu í dag. Hann stýrði áður British Airways og Air Lingus.Bjarni Einarsson „Miklar tækniframfarir hafa orðið. Nýr skönnunarbúnaður gerir farþegum til dæmis kleift að skilja fartölvur og vökva í töskum sínum. Þetta hefur ekki verið tekið upp hjá öllum flugyfirvöldum á heimsvísu og er það afleitt.” Willie Walsh stýrði áður British Airways og Air Lingus og hann dáist að því hvernig Íslendingum hefur tekist að gera Keflavík að tengimiðstöð. „Flugið er afar mikilvægt fyrir tengjanleika og einnig fyrir efnahaginn. Þið hafið því umtalsvert forskot hér á Íslandi að því leyti að þið hafið gert Ísland að tengimiðstöð,” segir Willie Walsh, framkvæmdastjóri IATA. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Fréttir af flugi Söfn Tengdar fréttir 100 ára flugsaga Íslands Þann 3. september árið 1919 hóf fyrsta flugvélin sig til lofts á Íslandi og gerðist það í Vatnsmýrinni. Flugmálafélagið, Þristavinafélagið og Isavia hafa minnst þessara tímamóta en fjölmenni var á hinum árlega flugdegi. 29. júní 2019 22:08 Minna vesen í öryggisleitinni með nýjum búnaði Ráðist verður í fjárfestingu á nýjum og byltingarkenndum búnaði fyrir öryggisleit Keflavíkurflugvallar sem bæði mun auka öryggi og þægindi farþega því með tilkomu búnaðarins munu farþegar ekki lengur þurfa að taka vökva og tölvur upp úr töskum sínum í öryggisleitinni. Miðað er við uppsetningu gegnumlýsisbúnaðarins um mitt ár 2025 en fjárfestingin hljóðar upp á einn og hálfan milljarð. 21. september 2023 14:15 Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Miklar tafir vegna umferðarslyss í Hörgársveit Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Fleiri fréttir Miklar tafir vegna umferðarslyss í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 var farið á Ljósmyndasafn Reykjavíkur við Reykjavíkurhöfn. Ljósmyndir frá því í ágústmánuði 1924 birtust þeim gestum sem hlýddu á fyrirlestur Leifs Reynissonar í dag um þau tímamót í samgöngusögu Íslands þegar flugvélar flugu hingað í fyrsta sinn yfir úthafið. Önnur flugvélin af tveimur að koma inn til lendingar á Reykjavíkurhöfn þann 5. ágúst árið 1924. Þetta var fyrsta millilandaflugið til Íslands en vélarnar lentu fyrst á Hornafirði.Magnús Ólafsson/Ljósmyndasafn Reykjavíkur „Ég á nú að heita sagnfræðingur en ég áttaði mig ekki á þessum viðburði fyrr en bara fyrir tilviljun á síðasta ári. Þessu hefur ekki verið mikið hampað í sögubókum og einhvern veginn hefur svona bara gleymst, held ég. Og full ástæða til þess að draga þetta fram og sérstaklega að nota tækifærið núna þegar þessi hundrað ár eru liðin,” segir Leifur Reynisson sagnfræðingur. Flugvélarnar voru í hnattflugsleiðangri á vegum Bandaríkjahers og komu hingað frá Skotlandi. Fyrstu vélinni flaug hinn sænskættaði Erik Nelson og lenti hann á Hornafirði þann 2. ágúst áður en haldið var til Reykjavíkur þremur dögum síðar. Þetta var fimm árum eftir að fyrstu flugtilraunir voru gerðar á Íslandi árið 1919. Sjóflugvélin New Orleans dregin upp á steinbryggjuna í Reykjavíkurhöfn þann 5. ágúst 1924. Flugmaður hennar var Erik H. Nelson og honum til aðstoðar John Harding.Jón Jónsson frá Þjórsárholti/Ljósmyndasafn Reykjavíkur „Þetta var miklu viðaminna árið 1919, getum við sagt. Þetta voru stuttar vegalengdir sem farið var. En 1924, þá var þetta stórviðburður. Því að það var flogið um haf langa vegalengd. Og við vorum hluti af heimsviðburði,” segir Leifur. Bandarísku flugmennirnir við morgunverðarborð á Hótel Íslandi í ágúst 1924. Frá vinstri: Erik Nelson, John Harding, Lowell H. Smith og Leslie P. Arnold. Ljósmyndasafn Reykjavíkur Það er skemmtileg tilviljun að við þessa sömu höfn, þar sem flugleiðangurinn í fyrsta hnattfluginu lenti fyrir eitthundrað árum, stendur núna yfir fjögurra daga ráðstefna Alþjóðasamtaka flugfélaga, IATA. Þar eru samankomnir yfir sjöhunduð fulltrúar flugheimsins til að ræða um hvernig bæta megi afgreiðslu á flugvöllum. Framkvæmdastjóri IATA, Willie Walsh, segir til dæmis brýnt að bæta upplifun farþega í öryggisleit. Willie Walsh, framkvæmdastjóri IATA, í Hörpu í dag. Hann stýrði áður British Airways og Air Lingus.Bjarni Einarsson „Miklar tækniframfarir hafa orðið. Nýr skönnunarbúnaður gerir farþegum til dæmis kleift að skilja fartölvur og vökva í töskum sínum. Þetta hefur ekki verið tekið upp hjá öllum flugyfirvöldum á heimsvísu og er það afleitt.” Willie Walsh stýrði áður British Airways og Air Lingus og hann dáist að því hvernig Íslendingum hefur tekist að gera Keflavík að tengimiðstöð. „Flugið er afar mikilvægt fyrir tengjanleika og einnig fyrir efnahaginn. Þið hafið því umtalsvert forskot hér á Íslandi að því leyti að þið hafið gert Ísland að tengimiðstöð,” segir Willie Walsh, framkvæmdastjóri IATA. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Fréttir af flugi Söfn Tengdar fréttir 100 ára flugsaga Íslands Þann 3. september árið 1919 hóf fyrsta flugvélin sig til lofts á Íslandi og gerðist það í Vatnsmýrinni. Flugmálafélagið, Þristavinafélagið og Isavia hafa minnst þessara tímamóta en fjölmenni var á hinum árlega flugdegi. 29. júní 2019 22:08 Minna vesen í öryggisleitinni með nýjum búnaði Ráðist verður í fjárfestingu á nýjum og byltingarkenndum búnaði fyrir öryggisleit Keflavíkurflugvallar sem bæði mun auka öryggi og þægindi farþega því með tilkomu búnaðarins munu farþegar ekki lengur þurfa að taka vökva og tölvur upp úr töskum sínum í öryggisleitinni. Miðað er við uppsetningu gegnumlýsisbúnaðarins um mitt ár 2025 en fjárfestingin hljóðar upp á einn og hálfan milljarð. 21. september 2023 14:15 Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Miklar tafir vegna umferðarslyss í Hörgársveit Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Fleiri fréttir Miklar tafir vegna umferðarslyss í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Sjá meira
100 ára flugsaga Íslands Þann 3. september árið 1919 hóf fyrsta flugvélin sig til lofts á Íslandi og gerðist það í Vatnsmýrinni. Flugmálafélagið, Þristavinafélagið og Isavia hafa minnst þessara tímamóta en fjölmenni var á hinum árlega flugdegi. 29. júní 2019 22:08
Minna vesen í öryggisleitinni með nýjum búnaði Ráðist verður í fjárfestingu á nýjum og byltingarkenndum búnaði fyrir öryggisleit Keflavíkurflugvallar sem bæði mun auka öryggi og þægindi farþega því með tilkomu búnaðarins munu farþegar ekki lengur þurfa að taka vökva og tölvur upp úr töskum sínum í öryggisleitinni. Miðað er við uppsetningu gegnumlýsisbúnaðarins um mitt ár 2025 en fjárfestingin hljóðar upp á einn og hálfan milljarð. 21. september 2023 14:15