Ástæða fyrir því að spenna beltin í flugi Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 21. maí 2024 19:54 Vísir/Vilhelm Vanir flugfarþegar þekkja það að upplifa mikla ókyrrð um borð. Það getur valdið örum hæðabreytingum í flugi og veldur mörgum einnig miklum óþægindum. Jón Þór Þorvaldsson, formaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna, segir ástæðu fyrir því að mælst sé til þess að farþegar sitji með sætisólar spenntar á meðan flugi stendur. Íslendingur var á meðal farþega í þotu Singapore Airlines sem lenti í harkalegri ókyrrð á leið sinni frá Lundúnum til Singapúr með þeim afleiðingum að breskur farþegi á áttræðisaldri lést og þrjátíu slösuðust. Ekki liggur fyrir nákvæmlega hvað gerðist en samkvæmt umfjöllun breska ríkisútvarpsins var það líklega hjartaáfall sem dró manninn til bana. Mikilvægt að hlýða öryggistilmælum Lítið er vitað með vissu um aðstæður þegar ókyrrðina bar að en Jón Þór segir að atvik sem þessi sýni fram á mikilvægi þess að farþegar hlýði öryggistilmælum áhafnar. „Hjá öllum flugfélögum sem ég þekki til þá er tekið fram í ræðum flugstjóra að menn mælist til þess að fólk sé með sætisólar spenntar þegar setið er. Hins vegar eru sætisólaljósin slökkt til þess að fólk geti brugðið sér á salernið. Reglan er sú og þetta er yfirleitt tekið fram í ávarpi flugfreyju líka að fólk sitji með sætisólar fast spenntar. Það er akkúrat af þessari ástæðu,“ segir Jón Þór. Hann segist þó lítið ekkert vita um aðstæður flugs Singapore Airlines en að ákveðin veðurskilyrði geti valdið harkalegri ókyrrð. „Flugmenn fara ítarlega yfir veðurspár á flugleiðum í undirbúningi flugs og fylgjast síðan með hvort það séu einhverjar breytingar í veðri og reyna þá að fara fram hjá slíku. En það getur alveg komið til að það sé svokölluð heiðkvika sem er ekki í spá,“ segir Jón Þór. Engar áhyggjur af vélunum Þar sem loftið í háloftunum er þurrt og lítið um ský er loftið að jafnaði tært og ókyrrðin ósýnileg þótt hún sé áþreifanleg, að því er segir á Vísindavefnum. Jón Þór segir að mikil ókyrrð ógni þó ekki sterkbyggðum flugvélunum. „Hættan er í því að einhver geti slasast um borð í ókyrrð. En þessar vélar eru ótrúlega sterkbyggðar þannig maður hefur ekki áhyggjur af því að vélin skemmist en fólk getur slasast. Maður hefur áhyggjur af því,“ segir hann. Eru flugmenn þjálfaðir í að bregðast við slíkum aðstæðum? „Já, það eru verkferlar í kringum það sem allir flugmenn kunna,“ segir Jón Þór. „Það er almenn og viðtekin regla í farþegaflugi að sætisólar séu hafðar spenntar og að setið sé í sætum á meðan flugi stendur. Það er meira að segja farið fram á það að fólk sitji með sætisólar fast spenntar þar til fólk er komið upp að flugstöðvarbyggingu og búið er að slökkva á sætisbeltaljósinu aftur. Það er bara til að koma í veg fyrir slys eða eitthvað óðagot ef að eitthvað kemur upp á,“ segir Jón Þór loks. Fréttir af flugi Íslendingar erlendis Singapúr Bretland Tengdar fréttir Íslendingur á meðal farþega í flugvélinni Íslendingur var á meðal farþega í þotu Singapore Airlines sem lenti í mikilli ókyrrð í háloftunum með þeim afleiðingum að einn lést og þrjátíu slösuðust. Þetta kemur fram í frétt BBC sem hefur birt lista með þjóðernum farþega vélarinnar. 21. maí 2024 16:03 Einn látinn eftir mikla ókyrrð í lofti Einn lét lífið og rúmlega þrjátíu slösuðust þegar farþegaþota frá Singpore Airlines lenti í mikilli ókyrrð á leið sinni frá London til Singapore. 21. maí 2024 11:11 Mest lesið „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Erlent „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Innlent Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Innlent Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Innlent Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Innlent Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi Innlent Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Innlent Hlýnandi veður Veður Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Innlent Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Innlent Fleiri fréttir Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Sjá meira
Íslendingur var á meðal farþega í þotu Singapore Airlines sem lenti í harkalegri ókyrrð á leið sinni frá Lundúnum til Singapúr með þeim afleiðingum að breskur farþegi á áttræðisaldri lést og þrjátíu slösuðust. Ekki liggur fyrir nákvæmlega hvað gerðist en samkvæmt umfjöllun breska ríkisútvarpsins var það líklega hjartaáfall sem dró manninn til bana. Mikilvægt að hlýða öryggistilmælum Lítið er vitað með vissu um aðstæður þegar ókyrrðina bar að en Jón Þór segir að atvik sem þessi sýni fram á mikilvægi þess að farþegar hlýði öryggistilmælum áhafnar. „Hjá öllum flugfélögum sem ég þekki til þá er tekið fram í ræðum flugstjóra að menn mælist til þess að fólk sé með sætisólar spenntar þegar setið er. Hins vegar eru sætisólaljósin slökkt til þess að fólk geti brugðið sér á salernið. Reglan er sú og þetta er yfirleitt tekið fram í ávarpi flugfreyju líka að fólk sitji með sætisólar fast spenntar. Það er akkúrat af þessari ástæðu,“ segir Jón Þór. Hann segist þó lítið ekkert vita um aðstæður flugs Singapore Airlines en að ákveðin veðurskilyrði geti valdið harkalegri ókyrrð. „Flugmenn fara ítarlega yfir veðurspár á flugleiðum í undirbúningi flugs og fylgjast síðan með hvort það séu einhverjar breytingar í veðri og reyna þá að fara fram hjá slíku. En það getur alveg komið til að það sé svokölluð heiðkvika sem er ekki í spá,“ segir Jón Þór. Engar áhyggjur af vélunum Þar sem loftið í háloftunum er þurrt og lítið um ský er loftið að jafnaði tært og ókyrrðin ósýnileg þótt hún sé áþreifanleg, að því er segir á Vísindavefnum. Jón Þór segir að mikil ókyrrð ógni þó ekki sterkbyggðum flugvélunum. „Hættan er í því að einhver geti slasast um borð í ókyrrð. En þessar vélar eru ótrúlega sterkbyggðar þannig maður hefur ekki áhyggjur af því að vélin skemmist en fólk getur slasast. Maður hefur áhyggjur af því,“ segir hann. Eru flugmenn þjálfaðir í að bregðast við slíkum aðstæðum? „Já, það eru verkferlar í kringum það sem allir flugmenn kunna,“ segir Jón Þór. „Það er almenn og viðtekin regla í farþegaflugi að sætisólar séu hafðar spenntar og að setið sé í sætum á meðan flugi stendur. Það er meira að segja farið fram á það að fólk sitji með sætisólar fast spenntar þar til fólk er komið upp að flugstöðvarbyggingu og búið er að slökkva á sætisbeltaljósinu aftur. Það er bara til að koma í veg fyrir slys eða eitthvað óðagot ef að eitthvað kemur upp á,“ segir Jón Þór loks.
Fréttir af flugi Íslendingar erlendis Singapúr Bretland Tengdar fréttir Íslendingur á meðal farþega í flugvélinni Íslendingur var á meðal farþega í þotu Singapore Airlines sem lenti í mikilli ókyrrð í háloftunum með þeim afleiðingum að einn lést og þrjátíu slösuðust. Þetta kemur fram í frétt BBC sem hefur birt lista með þjóðernum farþega vélarinnar. 21. maí 2024 16:03 Einn látinn eftir mikla ókyrrð í lofti Einn lét lífið og rúmlega þrjátíu slösuðust þegar farþegaþota frá Singpore Airlines lenti í mikilli ókyrrð á leið sinni frá London til Singapore. 21. maí 2024 11:11 Mest lesið „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Erlent „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Innlent Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Innlent Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Innlent Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Innlent Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi Innlent Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Innlent Hlýnandi veður Veður Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Innlent Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Innlent Fleiri fréttir Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Sjá meira
Íslendingur á meðal farþega í flugvélinni Íslendingur var á meðal farþega í þotu Singapore Airlines sem lenti í mikilli ókyrrð í háloftunum með þeim afleiðingum að einn lést og þrjátíu slösuðust. Þetta kemur fram í frétt BBC sem hefur birt lista með þjóðernum farþega vélarinnar. 21. maí 2024 16:03
Einn látinn eftir mikla ókyrrð í lofti Einn lét lífið og rúmlega þrjátíu slösuðust þegar farþegaþota frá Singpore Airlines lenti í mikilli ókyrrð á leið sinni frá London til Singapore. 21. maí 2024 11:11