Sprengjuhótun í Billund Flugvöllurinn í Billund í Danmörku hefur verið rýmdur vegna sprengjuhótunar. Talsmaður flugvallarins, Dan Prangsgaard, staðfestir þetta í samtali við Ekstra Bladet. Erlent 20. apríl 2024 10:44
Bandarísk þota í vandræðum lenti í Keflavík Viðbúnaður var á Keflavíkurflugvelli í kvöld vegna farþegaþotu bandaríska Delta-flugfélagsins sem óskaði eftir að að fá að lenda vegna vandamáls um borð. Vélin var á leið frá Heathrow á Englandi til Los Angeles í Bandaríkjunum. Innlent 19. apríl 2024 19:27
Opna verslun á Keflavíkurflugvelli þar sem Arion var áður Húrra Reykjavík mun opna nýja fataverslun í brottfararsal Keflavíkurflugvallar í vor, í sama rými og Arion banki var áður. Verslunin mun þar bjóða upp á úrval af fatnaði og skóm frá vinsælum vörumerkjum fyrir gesti á leið sinni úr landi. Viðskipti innlent 19. apríl 2024 14:40
Fljúga til Wales í haust í tengslum við landsleikina Flugfélagið Play hefur hafið miðasölu á ferðum til borgarinnar Cardiff í Wales næsta haust. Þetta er gert vegna mikils áhuga stuðningsmanna á leikjum íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu gegn Wales í Þjóðadeildinni sem fara fram í október og nóvember. Viðskipti innlent 18. apríl 2024 13:33
Tveir stjórnarmenn og forstjóri lögðu til milljarð Tveir stjórnarmenn í Play og forstjóri félagsins lögðu félaginu til 986 milljónir króna í nýlokinni fjármögnunarlotu félagsins. Alls söfnuðust um 4,6 milljarðar króna og því lögðu þeir til 22 prósent aukins hlutafjár. Viðskipti innlent 15. apríl 2024 23:26
Loftleiðir með þrjár þotur í lúxusflugi fyrir ríka fólkið Loftleiðir, dótturfélag Icelandair Group, er komið með þrjár þotur sem eingöngu sinna lúxusflugi með forríka ferðamenn. Dæmigerð þriggja vikna hnattferð kostar 25 milljónir króna á mann en þá er líka allt innifalið. Viðskipti innlent 15. apríl 2024 23:00
Leita manns sem fer huldu höfði hér á landi Lögreglan á Suðurnesjum óskar eftir að ná tali af Davit Tsignadze. Talið er að hann fari markvisst huldu höfðu hér á landi. Innlent 15. apríl 2024 20:08
Bók um krikketsögu Íslands hafnað úr „lundabúðavæddri“ deild Pennans Rithöfundur og félagi í Krikketsambandi Íslands gagnrýnir verslun Pennans á Keflavíkurflugvelli fyrir að hafa ákveðið að selja ekki bók hans um sögu íþróttarinnar á Íslandi. Sagnfræðingur segir erlendu bókadeildina í bókaverslunum hér á landi lundabúðavædda. Innlent 15. apríl 2024 19:48
Með kíló af kókaíni og annað af amfetamíni í farangrinum Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt þrítugan karlmann, Jose Martin Tobon Medina, í tveggja ára og tíu mánaða fangelsi fyrir að hafa reynt að smygla einu kílói af kókaíni og öðru kílói af metamfetamíni með flugi til landsins. Innlent 15. apríl 2024 13:17
KEA nú stærsti hluthafinn í Norlandair KEA hefur keypt rúmlega 21 prósent hlutafjár í Norlandair og verður eftir viðskiptin stærsti hluthafi félagsins með 43 prósenta eignarhlut. Viðskipti innlent 15. apríl 2024 11:42
Aldrei fleirum vísað frá Íslandi Aldrei hefur fleirum verið vísað frá Íslandi sem komið hafa á Keflavíkurflugvöll en það sem af er þessu ári eða rúmlega tvö hundruð manns. Úlfar Lúðvíksson lögreglustjórinn á Suðurnesjum segir dæmi um að sama fólkinu sé vísað frá landinu oftar en einu sinni. Innlent 14. apríl 2024 22:01
Fyrrverandi forstjóri Bláfugls stýrir nýju sviði hjá Play Flugfélagið PLAY hefur ráðið Sigurð Örn Ágústsson, fyrrverandi forstjóra Bláfugls, sem framkvæmdastjóra viðskiptaþróunar. Um er að ræða nýtt svið innan flugfélagsins en Sigurður Örn mun hafa það hlutverk að leiða frekari þróun þvert á öll svið flugfélagsins. Viðskipti innlent 14. apríl 2024 21:34
Valur bókaði flug á röngum degi: „Þeir fá að fljóta með, ríkið blæðir“ Vegna mistaka við flugbókun fékk Valur far til Egilsstaða með flugvélum Landsvirkjunar. Formenn félaganna sammældust ekki um það hvort Valur myndi borga ferðina. Körfubolti 14. apríl 2024 14:14
Smíða stærstu flugvél heims til að flytja vindmylluspaða Bandarískt nýsköpunarfyrirtæki, Radia, með höfuðstöðvar í Colorado, hefur kynnt áform um smíði stærstu flugvélar heims. Flugvélin, kölluð WindRunner, hefði það meginhlutverk að flytja risastór vindmyllublöð. Erlent 14. apríl 2024 07:07
Laumuðu fötunum með barnabílstólunum og fá lægri bætur Fjölskylda sem ferðaðist með flugi til Stokkhólms í Svíþjóð síðasta sumar fær um 14 þúsund krónur í bætur eftir að farangur þeirra skilaði sér seint á áfangastað. Fjölskyldan fór fram á mun hærri bætur vegna málsins, um 80 þúsund krónur, en þar sem fjölskyldan fór ekki að skilmálum með því að pakka fatnaði hennar ofan í poka með barnabílstólum urðu bæturnar mun lægri en farið var fram á. Neytendur 12. apríl 2024 10:10
MAST kærir þrjú tilvik þar sem hundar komu ólöglega til landsins Matvælastofnun hefur kært þrjú aðskilin tilvik til lögreglu, þar sem ferðamenn fluttu hunda ólöglega inn í landið í farþegarými flugvéla. Ekki komst upp um málin fyrr en ferðamennirnir hugðust innrita sig í flug frá landinu eftir nokkurra daga dvöl. Innlent 12. apríl 2024 06:34
Stefnir í stærsta ár Air Atlanta með allt að tuttugu breiðþotur Flugfélagið Air Atlanta hefur fest kaup á fimm nýjum breiðþotum, meðal annars til að nota í umfangsmiklu pílagrímaflugi. Forstjórinn segir stefna í að árið verði það allra stærsta í sögu félagsins með allt að tuttugu risaþotur í rekstri. Viðskipti innlent 11. apríl 2024 20:55
Lítil eftirspurn eftir hlutum Play Áskriftir að fjárhæð 105 milljónum króna bárust í almennu hlutafjárútboði Play. Boðnir voru út hlutir að andvirði hálfs milljarðar og eftirspurnin því um tuttugu prósent. Áður höfðu borist bindandi áskriftarloforð frá núverandi hluthöfum og öðrum fjárfestum upp á 4,5 milljarða. Viðskipti innlent 11. apríl 2024 18:26
Mál kvenna vegna líkamsleitar í kjölfar barnsfundar fellt niður Alríkisdómstóll í Ástralíu hefur komist að þeirri niðurstöðu að fella niður mál fimm kvenna gegn Qatar Airways, vegna líkamsleitar sem þær voru látnar sæta. Erlent 11. apríl 2024 08:43
Álíka margar brottfarir og á metárinu 2018 Brottfarir erlendra farþega frá landinu um Keflavíkurflugvöll voru um 173 þúsund í nýliðnum mars samkvæmt mælingum Ferðamálastofu. Viðskipti innlent 10. apríl 2024 13:21
Segir Play með 45 prósent íslenskra farþega í Keflavík Nýr forstjóri Play segir flugfélagið komið með 45 prósent íslenskra farþega sem fara um Keflavíkurflugvöll. Hann segir vísbendingar um að ferðamannafjöldi til Íslands í ár verði svipaður og í fyrra, jafnvel meiri. Viðskipti innlent 9. apríl 2024 21:21
Play hefur flug til „heimkynna jólasveinsins“ Flugfélagið Play hefur sett í sölu flug til þorpsins Rovaniemi í norðurhluta Finnlands. Viðskipti innlent 9. apríl 2024 12:40
Bein útsending: Hlutafjárútboð Play hefst í dag Hlutafjárútboð Fly Play hf. hefst klukkan 10 í dag og lýkur fimmtudaginn 11. apríl 2024 klukkan 16. Opinn kynningarfundur hefst klukkan 10 á skrifstofum Play að Suðurlandsbraut 14. Sýnt verður frá fundinum hér á Vísi. Viðskipti innlent 9. apríl 2024 09:50
Samkeppni á áætlunarflugi til og frá Íslandi hefur verið þjóðfélaginu öllu til mikilla hagsbóta Á aðalfundi Icelandair í mars sl. fjallaði Bogi Nils Bogason forstjóri félagsins í ræðu um samkeppni í áætlunarflugi til og frá Íslandi. Vék hann m.a. að rekstrarumhverfi flugfélaga sem starfa hér á landi og bar þær saman við aðstæður annars staðar í Evrópu. Skoðun 8. apríl 2024 15:30
Vél frá Boeing snúið við eftir að vélarhlíf rifnaði af í flugtaki Samgönguyfirvöld í Bandaríkjunum hafa hafið enn eina rannsóknina er varðar flugvél frá Boeing, eftir að flugmenn neyddust til að lenda vél frá fyrirtækinu í kjölfar þess að vélarhlíf rifnaði af í flugtaki. Erlent 8. apríl 2024 07:04
Starliner á loks að bera geimfara Starfsmenn Boeing stefna að því að skjóta geimförum til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar um borð í geimfarinu Starliner í næsta mánuði. Þróun geimfarsins hefur reynst Boeing erfið og er mörgum árum á eftir áætlun. Erlent 5. apríl 2024 14:09
Fyrstu 757-þotu Íslendinga lagt eftir 33 ára þjónustu Fyrstu Boeing 757-þotunni sem Íslendingar eignuðust, TF-FIH, hefur núna verið lagt, eftir 33 ára þjónustu hjá Icelandair. Engin flugvélartegund hefur þjónað íslenskum flugfarþegum jafn lengi og þessi. Innlent 4. apríl 2024 21:07
Vilja flugvöllinn nefndan í höfuðið á Trump Guy Reschenthaler, þingmaður Repúblikana í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, hefur lagt fram lagafrumvarp sem felur í sér að nafni Dulles-alþjóðaflugvallarins í Virginíu verði breytt í „Donald J. Trump-alþjóðaflugvöllurinn“. Demókratar á þinginu hafa hæðst að hugmyndinni. Erlent 3. apríl 2024 07:53
Reikna með 220 milljörðum króna í tekjur Í afkomuspá Icelandair fyrir árið 2024 er gert ráð fyrir að heildartekjur ársins nemi 220 milljörðum króna. Gert er ráð fyrir tveggja til fjögurra prósenta rekstrarhagnaði af tekjum. Viðskipti innlent 2. apríl 2024 10:05
Wow lifir enn góðu lífi í undraheimi Roosevelt Edwards Michele Roosevelt Edwards sendi páskakveðju frá Wow Air til fylgjenda sinna á LinkedIn í ár eins og hún hefur gert síðustu fjögur ár. Hún endurnýtir eldgamlar myndir og auglýsingar með kveðjunum. Þar að auki virðist hún hafa víkkað starfsemina út í veðreiðar með Wow Equine Services. Viðskipti erlent 2. apríl 2024 09:01