Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Kristján Már Unnarsson skrifar 5. júlí 2025 23:10 Fyrirhuguð flugstöð í Ilulissat. Kalaallit Airports/Greenland Airports Danska ríkisstjórnin hefur óskað eftir því við fjárlaganefnd danska þingsins að veitt verði aukafjárveiting úr varasjóði danska ríkisins til flugvallagerðar á Grænlandi. Málið er sagt mjög brýnt en því var haldið leyndu þar til fyrir fáum dögum. Danska blaðið Jyllands-Posten greindi frá málinu í gær undir fyrirsögninni: Leynistyrkur. Flugvallagerð á Grænlandi í brýnni fjárþörf. Þar segir að fjármálaráðherra Danmerkur, Nicolai Wammen, hafi þann 18. júní síðastliðinn sent erindi vegna málsins til fjárlaganefndar þingsins. Sérstaklega hafi verið beðið um að farið væri með erindið sem trúnaðarmál til 2. júlí vegna fjárhagslegra hagsmuna flugvallafélags Grænlands, Greenland Airports. Frá framkvæmdum við flugvöllinn í Ilulissat. Núverandi flugbraut sést fjær en sú nýja til hægri.Mittarfeqarfiit/Greenland Airports Óskað er aukafjárveitingar til framkvæmda við nýja alþjóðaflugvöllinn í Ilulissat. Í skjalinu segir að „fjármögnunarþörfin sé brýn“, þar sem metið sé að grænlenska flugvallafélagið hafi ekki lengur möguleika á að taka viðskiptalán. Fram kemur að kostnaður við flugvallagerðina hafi reynst vanáætlaður. Komið hafi í ljós fjöldi rangra forsendna í viðskiptaáætlun félagsins, sem hafi leitt til þess að lánshæfismat Greenland Airports sé lægra en talið var. Fjármálaráðherrann fer fram á beinan styrk danska ríkisins til flugvallagerðarinnar upp á 400 milljónir danskra króna, andvirði 7,7 milljarða íslenskra. Auk þess er óskað allt að 1.140 milljóna króna lánsfjárábyrgðar, andvirði 22 milljarða íslenskra króna. Teikning af nýja flugvellinum í Ilulissat. Flugbrautin verður 2.200 metra löng.Grafík/Kalallit Airports. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem danska ríkisstjórnin þarf að hlaupa undir bagga með flugvallagerð Grænlendinga. Árið 2022 var lánsfjárábyrgð ríkissjóðs Danmerkur hækkuð úr sem nemur 6,8 milljörðum íslenskra króna upp í 11,5 milljarða íslenskra eftir að kostnaður við gerð nýju alþjóðaflugvallanna í Nuuk og Ilulissat fór fram úr áætlunum. Danska ríkið hafði áður veitt 1.600 milljónir danskra króna, andvirði 30 milljarða íslenskra, í fjárframlag til byggingar flugvallanna tveggja. Í þætti um Ilulissat frá árinu 2012 má sjá flugmenn á Dash 8 Q200-vél Flugfélags Íslands lenda á núverandi flugbraut, aðeins 850 metra langri. Alþjóðaflugvöllurinn í Nuuk var tekinn í notkun í nóvember 2024. Upphaflega áttu þeir að fylgjast að en núna er gert ráð fyrir að nýi flugvöllurinn í Ilulissat verði tilbúinn árið 2026. Danska ríkið á 33,3 prósent í Greenland Airports International, en grænlenska landsstjórnin á 66,6 prósenta eignarhlut. Myndband sem grænlenska flugvallafélagið lét gera um nýja flugvöllinn í Ilulissat sýnir meðal annars Icelandair-þotu við flugstöðina. Grænland Danmörk Fréttir af flugi Norðurslóðir Tengdar fréttir Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Starfsmenn Hvíta hússins hafa að undanförnu unnið að skýrslu um hvað það myndi kosta Bandaríkin að taka yfir Grænland. Meðal annars er verið að skoða hvað það myndi kosta að stýra stjórnsýslu Grænlands og hvaða tekjur Bandaríkin gætu haft af auðlindum eyjunnar. 2. apríl 2025 10:10 Nýjum alþjóðaflugvelli á Grænlandi seinkar enn Flugvallayfirvöld á Grænlandi hafa tilkynnt um seinkun á opnun nýs alþjóðaflugvallar við bæinn Ilulissat við Diskó-flóa. Ný tímaáætlun gerir ráð fyrir að hægt verði að taka völlinn í notkun á fjórða ársfjórðungi 2026, eftir tvö og hálft ár. 30. maí 2024 13:05 Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Grænlendingar fagna í dag nýjum alþjóðflugvelli í Nuuk. Opnun vallarins er sögð marka þáttaskil í samgöngum Grænlands við umheiminn og var almenningi boðið til hátíðar með tónleikum og veisluhöldum í dag og flugeldasýningu í kvöld. 28. nóvember 2024 21:42 Fyrsta sprenging í Ilulissat að nýjum alþjóðaflugvelli Grænlendingar eru byrjaðir á gerð 2.200 metra langrar flugbrautar við bæinn Ilulissat, sem verður alþjóðaflugvöllur númer tvö á eftir Nuuk í uppbyggingunni. 1. febrúar 2020 08:15 Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Erlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Fleiri fréttir Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Sjá meira
Danska blaðið Jyllands-Posten greindi frá málinu í gær undir fyrirsögninni: Leynistyrkur. Flugvallagerð á Grænlandi í brýnni fjárþörf. Þar segir að fjármálaráðherra Danmerkur, Nicolai Wammen, hafi þann 18. júní síðastliðinn sent erindi vegna málsins til fjárlaganefndar þingsins. Sérstaklega hafi verið beðið um að farið væri með erindið sem trúnaðarmál til 2. júlí vegna fjárhagslegra hagsmuna flugvallafélags Grænlands, Greenland Airports. Frá framkvæmdum við flugvöllinn í Ilulissat. Núverandi flugbraut sést fjær en sú nýja til hægri.Mittarfeqarfiit/Greenland Airports Óskað er aukafjárveitingar til framkvæmda við nýja alþjóðaflugvöllinn í Ilulissat. Í skjalinu segir að „fjármögnunarþörfin sé brýn“, þar sem metið sé að grænlenska flugvallafélagið hafi ekki lengur möguleika á að taka viðskiptalán. Fram kemur að kostnaður við flugvallagerðina hafi reynst vanáætlaður. Komið hafi í ljós fjöldi rangra forsendna í viðskiptaáætlun félagsins, sem hafi leitt til þess að lánshæfismat Greenland Airports sé lægra en talið var. Fjármálaráðherrann fer fram á beinan styrk danska ríkisins til flugvallagerðarinnar upp á 400 milljónir danskra króna, andvirði 7,7 milljarða íslenskra. Auk þess er óskað allt að 1.140 milljóna króna lánsfjárábyrgðar, andvirði 22 milljarða íslenskra króna. Teikning af nýja flugvellinum í Ilulissat. Flugbrautin verður 2.200 metra löng.Grafík/Kalallit Airports. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem danska ríkisstjórnin þarf að hlaupa undir bagga með flugvallagerð Grænlendinga. Árið 2022 var lánsfjárábyrgð ríkissjóðs Danmerkur hækkuð úr sem nemur 6,8 milljörðum íslenskra króna upp í 11,5 milljarða íslenskra eftir að kostnaður við gerð nýju alþjóðaflugvallanna í Nuuk og Ilulissat fór fram úr áætlunum. Danska ríkið hafði áður veitt 1.600 milljónir danskra króna, andvirði 30 milljarða íslenskra, í fjárframlag til byggingar flugvallanna tveggja. Í þætti um Ilulissat frá árinu 2012 má sjá flugmenn á Dash 8 Q200-vél Flugfélags Íslands lenda á núverandi flugbraut, aðeins 850 metra langri. Alþjóðaflugvöllurinn í Nuuk var tekinn í notkun í nóvember 2024. Upphaflega áttu þeir að fylgjast að en núna er gert ráð fyrir að nýi flugvöllurinn í Ilulissat verði tilbúinn árið 2026. Danska ríkið á 33,3 prósent í Greenland Airports International, en grænlenska landsstjórnin á 66,6 prósenta eignarhlut. Myndband sem grænlenska flugvallafélagið lét gera um nýja flugvöllinn í Ilulissat sýnir meðal annars Icelandair-þotu við flugstöðina.
Grænland Danmörk Fréttir af flugi Norðurslóðir Tengdar fréttir Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Starfsmenn Hvíta hússins hafa að undanförnu unnið að skýrslu um hvað það myndi kosta Bandaríkin að taka yfir Grænland. Meðal annars er verið að skoða hvað það myndi kosta að stýra stjórnsýslu Grænlands og hvaða tekjur Bandaríkin gætu haft af auðlindum eyjunnar. 2. apríl 2025 10:10 Nýjum alþjóðaflugvelli á Grænlandi seinkar enn Flugvallayfirvöld á Grænlandi hafa tilkynnt um seinkun á opnun nýs alþjóðaflugvallar við bæinn Ilulissat við Diskó-flóa. Ný tímaáætlun gerir ráð fyrir að hægt verði að taka völlinn í notkun á fjórða ársfjórðungi 2026, eftir tvö og hálft ár. 30. maí 2024 13:05 Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Grænlendingar fagna í dag nýjum alþjóðflugvelli í Nuuk. Opnun vallarins er sögð marka þáttaskil í samgöngum Grænlands við umheiminn og var almenningi boðið til hátíðar með tónleikum og veisluhöldum í dag og flugeldasýningu í kvöld. 28. nóvember 2024 21:42 Fyrsta sprenging í Ilulissat að nýjum alþjóðaflugvelli Grænlendingar eru byrjaðir á gerð 2.200 metra langrar flugbrautar við bæinn Ilulissat, sem verður alþjóðaflugvöllur númer tvö á eftir Nuuk í uppbyggingunni. 1. febrúar 2020 08:15 Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Erlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Fleiri fréttir Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Sjá meira
Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Starfsmenn Hvíta hússins hafa að undanförnu unnið að skýrslu um hvað það myndi kosta Bandaríkin að taka yfir Grænland. Meðal annars er verið að skoða hvað það myndi kosta að stýra stjórnsýslu Grænlands og hvaða tekjur Bandaríkin gætu haft af auðlindum eyjunnar. 2. apríl 2025 10:10
Nýjum alþjóðaflugvelli á Grænlandi seinkar enn Flugvallayfirvöld á Grænlandi hafa tilkynnt um seinkun á opnun nýs alþjóðaflugvallar við bæinn Ilulissat við Diskó-flóa. Ný tímaáætlun gerir ráð fyrir að hægt verði að taka völlinn í notkun á fjórða ársfjórðungi 2026, eftir tvö og hálft ár. 30. maí 2024 13:05
Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Grænlendingar fagna í dag nýjum alþjóðflugvelli í Nuuk. Opnun vallarins er sögð marka þáttaskil í samgöngum Grænlands við umheiminn og var almenningi boðið til hátíðar með tónleikum og veisluhöldum í dag og flugeldasýningu í kvöld. 28. nóvember 2024 21:42
Fyrsta sprenging í Ilulissat að nýjum alþjóðaflugvelli Grænlendingar eru byrjaðir á gerð 2.200 metra langrar flugbrautar við bæinn Ilulissat, sem verður alþjóðaflugvöllur númer tvö á eftir Nuuk í uppbyggingunni. 1. febrúar 2020 08:15